föstudagur

Jóla jóla jólapróf

Sit sveitt við að læra jarðfræði, jarðfræði og aftur jarðfræði. Enn netlaus. Skellti mér vestur í gærmorgunn til að læra í rólegheitum hjá mömmu. Mætti kl. 08:00 upp á umferðarmiðstöð og spurði hvort rútan færi ekki kl. 8:30 og konan sagði bara: ,,Nei hún fer kl. 17:30´´. Ég settist þá uppí bílinn minn og ók bara, frekar hægt vegna frosts, snjós og dimmu. En hér er ég komin og vonast nú bara til að komast aftur heim í prófin.

Lær, lær, lær.

miðvikudagur

Kavepenin

Óójaaá. Erum enn netlausar í nýju íbúðinni. Þessvegna hafa bloggskrif verið í algeru lágmarki hjá mér. En það er annars ekkert mikið að frétta, maður bara vinnur og vinnur og lærir og lærir og lærir enda próf á næsta leiti.

Ég var svo heppin að hafa fengið heiftalega hálsbólgu í síðustu viku, blæddi heilmikið meira að segja, sennilega einhverja gerð streptakokka (hvernig svo sem það er skrifað). Læknirinn fékk vægt sjokk þegar hann skoðaði mig og gaf mér góðan slatta af sýklalyfjum ekki einhverjar mg töflur heldur 1 gramma töflur og það 3 á dag í 10 daga. Hef aldrei fengið svona mikið. Gaman að því.

Jæja ég kannski skrifa eitthvað að viti, eitthvað áhugaverðara seinna, ég þarf að fara að vinna úr´þáttökuathugun sem ég gerði á ónefndu kaffihúsi í miðbænum í gær, en ég var svo heppin að í miðjum njósnum um gesti og gangandi komu frægir menn inn og munu þeir eiga nokkrar línur í úrvinnslunni minni og gæti það kannski kætt kennarann minn við lestur verkefnisins. Það er alltaf gott að geta kætt þá sem ákveða einkunnir manns.

Bless

fimmtudagur

Kalt imbadrasl

Jæja pæja.

Ég er ekki enn komin með netið..ohh..
Sit núna í hléi í skólanum uppá kosningamiðstöð hjá Stellu. Er að fara í safnheimsókn á náttúrugripasafnið á eftir, fín tilbreyting frá því að brjóta heilan um einhverja kristalla.
Undanfarið er ég búin að vera obboslega þreytt, pirruð og leið. Held að það sé vegna kuldans og síþreytu minnar. Mér er alltaf kalt og ég skil ekki hvernig ég get lifað á þessu kalda landi, það er alveg að fara með mig. Þarf að komast til útlanda. Mig langar í heimsókn til systu, er farin að sakna hennar og Maríu minnar og svo er ég alltaf þreytt. ég reyni að borða vel, taka þörunga og vítamín en ekkert gengur, ég er bara endalaust þreytt. Ég gekk meira að segja svo langt að vakna á hverjum morgni til að elda mér hafragraut og borðaði ég Spelt hrökkbrauð með osti með. Er farin að borða/drekka fleiri ávexti og minnka súkkulaðiát mitt, en allt kemur fyrir ekki. verð bara þreyttari og þreyttari.

Ég er í tveimur mjög áhguaverðum og skemmtilegum áföngum í skólanum, jar 1a og jar 1b og svo er ég í aðferðum 1. Það sökkar. Hef aldrei upplifað jafn leiðilegan ,,kúrs''. Ég hef staðið mig að því í hverjum tíma að dotta/sofna og er það frekar vandræðalegt en ég kenni bæði síþreytunni og námsefninu um. Vona að þörungarnir sem ég keypti í fyrradag fari að virka, þá get ég kannski haldið mér vakandi smá stund.

Eb til að vera ekki bara neikvæð og leiðileg þá ætla ég að segja ykkur að ég er alveg ólýsanlega ánægð með nýju íbúðina. Hún er frábær í alla staði. Er meira að segja farin að fíla græna málningaflögugólfið á baðherberginu og dududududud hljóðið í vinnuvélunum í nágrenninu. Ég er ekki einu sinni hrædd við innbyggða skápinn minn, hann er gamall og flottur en ég hélt alltaf að ég yrði hrædd um að skrímsli kæmu út úr honum, hann hefur akkúrat þetta skrímslayfirbragð á sér.

Og Já. við erum ekki með sjónvarp, þvílík sæla með það. Sjónvarpsefni í dag er óhollt drasl. Fór til ömmu að horfa á sjónvarpið um daginn og ég var bara alveg lens... Vó, það er bara drasl á drasl ofan í þessum imbakassa. Ég mæli allavegana með sjónvarpsleysi. Þú hefur allt í einu miklu meiri tíma á höndum þér og þú sleppur við heilaþvott bandaríkjamanna og annað gubbandi leiðilegt sjónvarpsefni.

Sjáumst.

föstudagur

Bless, bless Kópa-VOGUR

ÚBBALÚBBA. Nýjustu fréttirnar hjá okkur vinkonum í Kópavoginum eru þær að við ætlum að yfirgefa Kópavoginn! Ójá. við erum barasta búnar að finna okkur fínustu íbúð í 101 Rvk. Ætlum að gerast miðbæjarrottur, spara okkur leigubílapening um helgar, hjóla í skólann, kíkja í kaffi og sjónvarpsgláp hjá Helgu, röllta niður á tjörn og gefa öndunum brauð (þ.e.a.s. þegar við höfum efni á brauði) og auðvitað éta upp kaffihús bæjarins. Hmmm...já..Það er nýtt og spennandi líf framundan hjá okkur stöllum.

Við fengum þessa sniðugu hugmynd á mánudaginn í síðustu viku og vorum komnar með íbúð á föstudeginum. Miðað við það sem maður hefur heyrt: ,,hundrað manns um hverja íbúð í 101, ómannlegt verð o.s.frv,´´ þá bjóst ég við nokkurra mánaða leit en allt kom fyrir ekki og við flytjum laugadaginn 30. september. Svo hverjir þeir sem vilja aðstoða okkur við það endilega gefi sig fram. Það er nú komin góður hópur af skemmtilegu fólki sem ætlar að hjálpa okkur og það verður all-svakalegt flutninga-fjör. Auðvitað munum við bjóða uppá eitthvað gott að drekka, til að svala þorsta þreyttra ,,flytjara.´´

þriðjudagur

Hi David


Mig er alltaf að dreyma David Bowie.

Hvað ætli það þýði?


- að ég sé að verða fræg og við eigum eftir að vera vinir?

laugardagur

Stanev

Ég fór í Mjóddina um daginn og gekk næstum því á ljósastaur.
Ég vissi ekki einu sinni að það væru ljósastaurar í Mjóddinni.

Við Selma skelltu okkur á tónleika í Salnum Kópavogi á fimmtudag með búlgarska píanóleikaranum Vesselin Stanev. Það var mjög ljúft og ætlum við að vera fastagestir á tónleikum Salarins í vetur enda margt í boði. Það var samt frekar áberandi hversu lítið var um ungt fólk þarna, synd og skömm að því. En ef einhverjum langar nú að fara með okkur á tónleika þarna látið okkur vita.

Vesselin Stanev

sunnudagur

I´m sorry mr. Bishop


Æi. Ég skammast mín smá fyrir ummæli mín um Harold í gær. Ég var að horfa á nágranna þætti síðustu viku í dag og sá þá að Harold á mjög erfitt. Hann er nefnilega mjög sennilega búinn að missa alla fjölskyldu sína í flugslysi og er í mikilli afneitun og er sennilega að fara yfir um og fá taugaáfall. Ohh æ æ æ. Ég meira að segja táraðist við að horfa á þættina. Ferlega sorglegt.
En ég vona bara að Liljana, David og Serena hafi bjargast. Það kemur allt í ljós í næstu viku. Og þangað til þá sendi ég Haroldi ástar og baráttukveðjur. Þið getið svo kíkt á síðuna hans Harold hérna: http://www.geocities.com/benhuxtable/harold.html



Harold er afbragðsgóður túpuleikari.

Good morning mr. Bishop.

Jæja já. Ég er bara alltaf að sjá frægt fólk. Mig grunar að frægt fólk sé farið að vera meira meðal almennings.

Um daginn var ég að borða gulrótarköku og langloku með sósu í Ikea með Súsönnu og Helgu og við sáum þar snæðandi engann annan en Harold Bishop. Við heilsuðum honum auðvitað og spurðum hvernig Lou Carpender hefði það og hann horfði bara á okkur hissa og sagðist bara tala finnsku. Helga sagði:,, hvaða vitleysa. við höfum oft heyrt þig tala ensku enda ertu Ástrali.´´ Gerðist þá Harold bara dónalegur og henti í okkur kjötbollunum sínum og fór í fússi. Ég á erfitt með að skilja slíka hegðun hjá fullorðnum manni. Þetta voru bara hreinir stjörnustælar. Okkur sárnaði vitaskuld þar sem maður sem við höfum þekkt í öll þessi ár hagaði sér svona við okkur. Við Súsanna fengum kökk í hálsin meðan Helga henti sósuboxinu mínu eftir Harold og sagði honum að fara í rassgat. Gott hjá henni.

Í gær sá ég svo hann Gael Garía Bernal eins og ég var búin að segja ykkur og hana Marisu Tomei. Þau voru í fínum fötum og voru að fara á Pravda. Þau þurftu ekki að bíða í röð því þau eru fræg.

Og svona að lokum langar mig að segja ykkur að ég hafi séð Gísla Martein í bíltúr í dag. Hann er líka voðalega frægur. Amma mín og afi vita hver hann er og kalla nagrísinn minn hann Vilhjálm alltaf Gísla Martein.

laugardagur

Díos mío!

´Díos mío! Esto no puedeis creer. No puedo creerlo yo misma!
Ayer vío Gael García Bernal en frente de la discoteca Pravda aquí en Reykjavík! Estuve con la actriz Marissa Tomei que yo también vió por supuesto.
Si crees o no, Gael es más guapo quando le veis en persona.



miðvikudagur

HÍ.


Í dag byrjaði ég í Landfræði í Háskóla Íslands.

Það er gaman.

sunnudagur


Spurning um að hætta bara í skóla og skella sér í fyrirsætu-bransann.


vvvvvvvvaaaaaaaaaaaaahahahahhahahhahhahaha

fimmtudagur

Ekki svo gott, neeihh ekki svo gott..

Síðan ég man eftir mér hefur það verið mjög vinsælt hjá fjölskyldu minni að borða túnfisksalat og er ég búin að mastera túnfiskssalatgerð. Þegar ég fór til Salamanca þarna um árið þá byrjaði ég á því að kaupa mér ristavél og hráefni í túnfiskssalat. Við stöllur lifðum svo á rotvarnarefnafullu ristabrauði með túnfisksalati í um 6 vikur enda bjó ég til svo ógeðslega gott túnfiskssalat. Það er samt ekkert langt síðan ég uppgötvaði það að mér finnst túnfisksalat ekkert svo gott og hef aldrei fundist, hef bara alltaf haldið að mér fyndist það gott af því að ég hef borðað það síðan ég var lítil og vegna þess að allir segja mér að ég búi til svo rosalega gott túnfisksalat.
Sömu sögu hef ég að segja um tómata. Ég hef borðað tómata alla mína ævi en það var ekki fyrr en fyrir 1 1/2 ári síðan að ég uppgötvaði að mér finndist þetta ekki gott. Ég sat þá á lífrænum veitingastað í Barcelona og var að borða tómmat og hugsaði með mér, góður tómatur. En það var í raun í fyrsta skipti sem mér fannst tómatur góður. Ég kom síðan heim til íslands og hætti að setja tómmata í salötin sem ég var að borða og salötin voru miklu betri.

Og hvað er málið með að segja túnmatur en ekki tómmatur?

þriðjudagur

SKJÁKAUP.IS

Halló halló!
Vorum að uppgötva undravert sjónvarpsefni. Það er nefnilega undarlega skemmtilegt að horfa á Skjákaup á Omega á daginn. Mæli eindregið með þessum stórskemmtilega þætti sem snýst um það að raða inn með eindæmum afbragðs leikurum sem skella inn ómetanlega skemmtilegri auglýsingu um frábærar og mjög svo tæknilegar vörur. Sennilega beint frá landi sniðugra uppfinninga, Japan. Skjákaup skilur margt eftir sig. Maður þarf líka ekki að fara út úr húsi til að versla sniðugar vörur og þar að auki er þetta ágætis kennslustund í leiklist, þar sem leikur leikara er hreint út sagt frábær og eru þeir góðu leikarar Skjákaupa nú mínar helstu fyrirmyndir.

Mælum með þessum svakalegheitum.

mánudagur

Snobbsílúbbsar og menningarnótt

Menningarnótt!
Það var rosalega gaman í gær, enda menningarnótt.
Ég, Ansjóvsa var edrú
Ég fór á Óperutónleika á Klambratúni með Salmón
Við fórum í göngutúr niður á Laugaveg og kynntumst Hannesi og Margréti.
Við fórum í 10/11 og keyptum rósir og teyju-vatnsbyssu.
Við hittum Nachos og horfðum á flugeldasýningu.
Við hittum svo Nonnabita og co og Salmón gaf honum afmælisgjöf.
Við fórum svo í teiti á Njálsgötu.
..Svo röllti litla Ansjóvsa í bílinn sinn sem tók örrugglega um 30 mín og keyrði heim og skellti sér beint í lúrið.

Úff...er svöööönnngg....

Eeennnn..
Ég er með fordóma gegn frægra/ ríkra manna snobbi.

Mér finnst Café Oliver vera frægra /ríkra manna í fínum fötum snobb staður.

Ég lofaði einu sinni sjálfri mér að fara aldrei inn á Oliver en um helgina plataði Helga mig og það sem verst er, er að mér fannst þetta ekki svo leiðilegur staður.
Það er því mun erfiðara að þola þennan stað ekki núna.

Lífið er bara erfiðara þegar maður þarf að einbeita sér að því að þola ekki eitthvað , það er auðveldara að reyna að þola eitthvað.

Þetta er bara fínn staður með aðeins of ´fínu´fólki, sem ég þoli ekki, fólk sem hugsar um það eitt að eiga tvöfaldan ísskáp úr krómi með klakavél, Hummer, boss jakkaföt og chanel draktir.

Bla bla bla
Aaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhhh...................
Meira ruglið...púff...

fimmtudagur

Melrós og Beverlí

Undanfarið hefur Skjár1 verið að endursýna Melrose Place og Beverly hills og hefur maður nú alveg kíkt á einn og einn þátt. Um daginn sátum við stúlkurnar og kláptum á þessa þætti og það rann upp fyrir okkur að leikararnir í Beverly hills hafa bara gjörsamlega alls ekki meikað það eftir að þættirnir hættu í denn. Brandon leikur reyndar einhvern feitan miðaldra dúdda í einhverjum þætti og sú sem leikur Brendu lék í Charmed og einhhverjum lélegum myndum, en enginn vill víst leika á móti henni því hún er svo leiðileg og frek. Og svo hefur Luke Perry reyndar leikið í einhverjum myndum.
En svo ef maður pælir í Melrose Place þá eru eigilega allir leikaranir að leika í einhverjum þáttum og/eða myndum núna....2 eru í Desperate houswifes, 1 í beutifaul people, 1 í point pleasant, 1 í Las Vegas, 1 í Accorting to Jim og svo frv.
Furðulegt hvernig svona tveir´þannig séð ,,líkir´´ systraþættir geti alið af sér svo mismunandi leikarahópa.

sunnudagur

Verslunarmannahelgin $&##"!!&#$

Þá er aftur komin verslunarmannahelgi. Er það voða gaman?...nei!
Málið er það að um hverja verslunarmannahelgi þá ætla ég að fara að gera eitthvað skemmtilegt eins og skella mér í útilegu en alltaf klikkar það, alltaf! Það endar alltaf þannig að ég sit með sárt ennið á laugardeginum desperate í að finna einhvern til að koma með mér þessa síðustu daga helgarinnar, en allt kemur fyrir ekki og enginn kemur.
Um þessa helgi ætlaði ég að fara með alls 5 vinkonum eitthvað og voru áætlanirnar frá Þjóðhátíð í eyjum til Landmannalaugaveiðiferðar. En hvað gerist...Jú allt klikkar..byrjaði á því að flugið til eyja klikkaði en þá fóru stelpurnar að hætta við ein af annarri.
Mér er farið að kvíða fyrir næstu verslunarmannahelgi. Spurning um að fara bara að plana hana strax.

En helgin var róleg hjá mér...
Matarklúbbsi á föstudag. Það var gaman þá reyndar. Fengum snittur, kjúlla og bakaðar perur með snikkersi og ís. og auðvitað bjór og rauðvínsdrykk.
Við klipptum svo hárið á okkur við Selma..Klipptum á okkur topp og þynntum hárið á selmu.
Það var skemmtilegt.
Laugardagskvöldið fór svo í að reyna að fá einhvern með mér á papaball eða niður í bæ að tjútta en allt kom fyrir ekki og flestir vildu liggja í leti...ég gafst upp um kl 23 og fór og leigði vídjó spólu.
En núna verður gaman..það er sunnudagskvöld og við ætlum nokkrar píjur að fara að dansa af okkur lappirnar og bæta við bjórvömbina.

vona allavegana að það verði brjálað stuð sem bætir upp vonbrigði helgarinnar.

Er að skjótast í fínu fötin...

mánudagur

Ég vil benda ykkur á hina ágætu blogg-síðu Gula miðans. Guli miðinn er hinn ógurlega frægi og sívinsæli matarklúbbur okkar vinkvenna og nú hefur verið sett á laggirnar blogg síða þar sem við hendum inn góðum uppskriftum og skemmtilegum frásögnum ásamt fallegum myndum af okkur klúbbs-stúlkum.

En ég skellti mér annars á Sigurrósar tónleikanna ásamt um 15000 manns í gær og var það bara ógeðslega næs. Fannst mér rosalega næs að sitja í grasinu og horfa á fólkið sem var af öllum stærðum og gerðum og rölltum við svo um svona 4 hringi í kringum svæðið. Það sem mér þótti þó mjög furðulegt var að ég hitti eigilega engan sem ég þekki. Enga af mínum vinum og kunningjum...bara svona 3 hæ kunningja. Hvar voru allir? En allavegana þá fór ég áður en tónleikunum lauk enda var mér kalt og var rosalega svöng. Fór heim til Helgu og mamma hennar bauð mér snúð með súkkulaði og svo skutlaði Helga mér heim...Það sem var nú þó ekki beint toppurinn á kvöldinu er að við fengum símtal um að við hefðum víst misst af rúsínunni í pylsuendanum. Eitthvað svakalegt loka-búmm... og misstum af því....skamm Anna Stella...ég ´mun næst klæða mig betur og taka með mér nesti, ef að það verður eitthvað næst þ.e.a.s.

Jæja en er í fríi núna þannig að ef einhver annar er líka í fríi endilega bjalla í mig, eða bara eftir vinnu.

fimmtudagur

Sumarfrí

Þá er ég komin í sumarfrí. Laugalandsvinnan bara búin í ár. Mér líður hálf-bjánalega. Veit eigilega ekkert hvað ég á að mér að gera. Fór til mömmu að hjálpa henni að passa Maríu og hef eigilega ekkert gert af viti nema að liggja í leti og passa. Mér líður ekkert allt of vel vegna þessa...það er ekki gott að liggja í leti of lengi, maður verður svo myglaður og ógeðslegur.
En ég er allavegana að koma í bæinn á Laugardaginn og langar mig rosalega að gera eitthvað skemmtilegt, annað en að hanga meira í letikasti. Svo endilega ef þið kæru vinir eruð í stuði til að gera eitthvað voða skemmtó þá hafið samband....veit þó að það er lítið um ykkur...sumir að vinna næturvaktir, aðrir í London og enn aðrir á ferðalagi.

EN munið að ég hef saknað ykkar.
Og ég veit að einhverjir hafa nú saknað mín líka.

miðvikudagur

Sakna ykkar.

Þá er ég komin í frí næstu tvo daga.. er orðin ansi þreytt og er hvíldarþurfi. Ég var að renna í hlað að austan og ligg hérna upp í sófa með bjór að horfa á rock star supernova og augljóslega að hanga á netinu.
Allavegana dúllurnar mínar, hringið í mig ef ykkur langar að gera eitthvað skemmtilegt með mér. Mig langar að gera eitthvað skemmtilegt með ykkur.
Sakna ykkar.

Kv. Annas

mánudagur

Útilegu rugl..

Vó. Nú veit ég afhverju ég er svona léleg í stærðfræði. Ég kann bara ekki að telja. Við ætlum sem sagt að fara á Laugardag og vera fram á sunnudag!! (ekki föst til lau.)Það verður fullt af skemmtilegu fólki. Brjálað fjör.
sjáumst

sunnudagur

Frá föst- lau.

Jæja þá fer að líða að einni stæðstu ferðahelgi ársins. Ég og nokkrar gimbur erum að hugsa um að skella okkur austur og tjalda og fá okkur nokkra áfenga drykki og borða grillaðan mat af einnota grilli keyptu í rúmfatalagernum. Því fleiri því betra. Endilega skellið ykkur með okkur. Verið bara í sambandi við okkur gimburnar, þið vitið hverjar við erum ef þið okkur þekkið.

Annars er ég bara búin að vera að vinna eins og brjálæðingur í sumardvölinni og er bara allt æðislegt þarna. Er ekkert smá ánægð með þetta starf, vissi fyrir að þetta væri skemmtileg vinna en hún er samt skemmtilegri en ég ýmindaði mér.
Ég er sem sagt að vinna fyrir austan og um daginn var ég svo dugleg að skella mér vestur á snæfellsnes til mömmu að passa og er ég ekkert smá stolt af mér fyrir það, var bara í 2 daga fríi!

Heyri vonandi í ykkur.
verðum frá föstudegi til laugadags!

þriðjudagur

Mér finnst rigningin góð...

Góðan og blessaðan....
ef hann er nú blessaður...
Það er alveg stórkoslega leiðilegt veður úti. Grenjandi rigning (já gott fyrir gróðurinn) og rok og þar að auki er bara ógeðslega dimmt úti, óþolandi. Ég er nefnilega myrkfælin.
Mig langar svo út að gera eitthvað skemmtilegt og sumarlegt, en nei...
Ef ég læt mig hafa það að fara út í þetta veður þá verð ég rennandi sem er svo sem kannski allt í lagi en það er ekki í lagi þegar rennandi blautt hárið slengist fyrir framan augun á mér og límist vegna bleytunnar eins og pappír límist með UHU og maður sér ekkert og þar að auki er ég gleraugnaglámur og vitið þið hvað það er pirrandi að vera gleraugnaglámur í rigningu! Úff það er sko leiðilegt. Það er eins og að keyra bíl í rigningu með engar rúðuþurkur. Maður hreinlega sér ekki rassgat.
Spurning um að klippa af sér hárið og fara í augnaðgerð.

Eða kannski bara fá sér húfu og linsur, en ég er fyrir vestan og hef ekkert ´slíkt með mér. Damn anna stella!

En ekki miskilja mig. Mér finnst rigningin góð.... Mér þykir voðalega gaman að hlaupa í rigningu og einnig finnst mér gaman að fara í gúmmískóna mína og sulla í pollum. Svo getur verið gaman að fara út með umbrelluna sína.
En þegar maður er ekki með réttu hlutina til að fara út í svona veður, þá verður maður bara pirraður.

Keypti mér samt flíspeysu í dag á Blómsturvöllum, gaman að því.

föstudagur

ORKUVEITAN

Núna er ég hætt á leikskólanum og farin í sumarfrí á sambýlinu. Svo í gær þá skaust ég vestur til mömmu og ætla að vera hérna fram yfir helgi í afslöppun enda byrja ég á fullu í vinnu á fimmtudaginn næsta í sumardvölinni.

En í gær þá lá ég uppí sófa og var að horfa á Desperate Houswifes og Lost. Maður getur nefnilega alveg límst við imbann þegar þetta dótarí er í honum. Og þegar ég lá uppí sófanum í gær þá varð ég sko alveg stein hissa! Allt í einu vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið! Varð bara alveg lens! Ekki þó vegna þessara furðulegu sjónvarpsþátta sem ég horfði á heldur vegna þess að allt í einu birtist nýja auglýsingin frá Orkuveitunni á skjánum. Og ég varð alveg orðlaus, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Þetta var allavegana stórfurðulegt, þið sjáið það kannski ef þið horfið á sjónvarpið.

En munið krakkar að sjónvarpsgláp er ekki hollt.
Og það er ekki heldur ekki internethangs.
Svo ég ætla að fara að hætta og kannski ég fari að lesa um jörðina okkar.

laugardagur

Herbó

Það hefur sko verið nóg um að vera hjá mér þennan mánuðinn. Óvissuferðir, Útskriftir, Keilumót í prinsessukjólum, afmælisveislur, Eurovision partý ´með Palla, vinnurnar mínar o.sv.frv.

En næsti mánuður verður ekkert síðri. Síðasti dagurinn minn á leikskólanum er á miðvikudaginn og ég er farin að kvíða fyrir, langar ekkert að hætta. Og sumarfríið mitt á sambýlinu byrjar daginn eftir. Þá skelli ég mér vestur að passa maríu, en Svana systir, Viðar og hún koma á þriðjudaginn og fara beint vestur að vinna. Svo byrja ég að vinna í sumardvölinni 8. júní þannig að ég mun bruna í bæinn og pakka og bruna svo austur. Nóg að gera og nóg af bensíneyðslu.

Jæja ætla að fara að þrífa.

þriðjudagur

vikan

get ekki bloggað!

vikan

Ég veit að ég hef ekki skrifað neina færslu lengi og er það vegna þess að ég hef verið svo svakalega upptekin.

Síðasta vika:

Föstudagur:
Við Svansí brunuðum austur og leigðum bústað. Héldum svaka partý og var dansað og sungið dátt, vorum við að fagna því að 22 ára aldursár okkar var að byrja. Fullt af góðu liði kíkti til okkar en flestir fóru þó heim í sín eigin rúm um nóttina en aðrir, þ.e.a.s. Hlynur, Begga, Fanney og Dóri gistu hjá okkur. Við yfirsuðum okkur auðvitað í pottinum og svo skriðum við rúsínurnar í sturtu og tókum til við að syngja hástöfum undir gítarleik Hlyns Hljómfagra, sem tók það ekki í mál að fólk tæki upp á því að leggja sig í miðjum söng og sló það verulega fast með söngbókinni sinni, sem hann bjó til og kom með.

Laugardagur:
Vaknað, allir skelþunnir og svangir en enginn nennti að kveikja á grillinu. Átum snakk í morgunmat og hádegisverð. Seinnipartinn var svo dýrindis kaffihlaðborð, enda erum við þekktar fyrir all-svakalegan myndaskap við prinsessurnar. Óla & Co komu í heimsókn og gæddu sér á kræsingunum og komu færandi hendi, með afmælisgjafir og marengstertu. Takk fyrir okkur Óla, Hjalli og Stína. Þar sem við vorum frekar þreyttar eftir lítinn svefn nóttina áður vorum við því bara fegnar að gestir kvöldsins afboðuðu sig vegna veikinda og þynnku. Svansí skreið uppá loft og sofnaði kl. 20:00 og vakti ég hana ekki fyrr en 14 klst seinna en þá lá hún í 2 klst í viðbót uppá lofti. Ég hins vegar hafði það bara gott, og þar sem ég gleymdi að taka með mér lesefni þá horfði ég bara á sjónvarpið en það var svo bara ágætt, lá í leti í sófanum , með sængina, hamborgara og kartöflusalat. Ferlega kósí.

Sunnudagur:
Fórum á Selfoss, versluðum 1 stk snjóbrettaúlpu, 2 pör VIKING gúmmítúttur, 1 stk nærbol og 2 stk kjúklingaborgara og franskar. Þrifum pottinn og skelltum okkur í hann í sól og blíðu en flúðum svo úr honum í heljarinnar hagl-éli. Skelltum okkur í bæinn eftir sjúklega góð þrif í bústaðinum.

Mánudagur:
Vinna, próf & snjóbretti í fjöllunum okkar bláu.

Þriðjudagur:
Vinna, Lærði undir próf

Miðvikudagur:
Veik, Lærði undir próf.

Fimmtudagur:
Vinna, próf og snjóbretti í fjöllunum okkar bláu, kom heil heim, freknótt og sæt.

Brjáluð en hressandi vika, mjög svo örvandi og gleðileg.
Ég vil bara þakka fyrir mig: ,, Takk fyrir mig´´

mánudagur

Do you want some garlic bread?

Ég var að elda fiskrétt í kvöld fyrir Dísu Lind og Kanakærastann hennar, hann var að koma frá Þýskalandi og kom með FULLT, FULLT af sælgæti handa mér! mmúúúúhahhahahahha, slúrp. Og svo þurfti ég að tala útlenskuna ensku. Það var fyndið. Ég er farin að ryðga rosalega enda langt síðan ég þurfti að tala ensku. Ég er eins og páfagaukur sem var að læra að tala. En ég hlýt að æfast eitthvað. Þau hafa samt verið rosaleg góð að gera ekki grín að mér. En ég held að ég myndi sjálf gera stólpagrín að mér ef ég væri klón og myndi heyra mig tala svona.

ÉG er annars búin að fá vinnu í sumar. Hætti á leikskólanum 1. júní og fer um svipað leiti í sumarfrí á sambýlinu og fer svo að vinna í sumardvöl á vegum styrktafélags lamaðra og fatlaðra fyrir austan. Svo bæ bæ bær. Eg vil út (úr bænum), í allt sumar.

fimmtudagur

Ojojoj

Grunur læðist að mér að lasin sé ég að verða!

úff púff

mánudagur

Sjálfspítandi-bensínsjálfsafgreiðslustöðva-sjálfssali

Ég uppgötvaði í morgunn að bíllinn minn væri næstum bensínlaus svo ég brunaði á næst, næstu bensínstöð og ætlaði að taka bensín. En viti menn, bensínsjálfsalinn gleypti kortið mitt!
Ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið og ýtti á einhvern securitas takka og æltaði að fara að væla í einhverju securitas fólki um að kortið mitt væri bara horfið. Á meðan biðu tveir ungir menn, annar ákvað svo að prófa að setja kortið sitt í, enda kl. 7:55 og allir að verða seinir í vinnu. Og þá spýtir sjálfssalinn kortinu hans út úr sér langar leiðir og svo það lenti á rakri götunni og mitt fylgdi svo í kjölfarið.
Þannig redduðust hlutirnir í morgunn...en ég ætla ekki að taka bensín aftur svona á morgnanna í morgunnstressinu, frekar áður en ég fer í háttinn. Enda svaraði securitas fólkið ekki og þá hefði ég verið í djúpum...., engin inneign eða neitt!

fimmtudagur

Ég á afmæli í dag.

Í dag á ég afmæli. Það er gaman. Þegar maður á afmæli eru nefnilega allir svo góðir við mann, maður fær kossa og knúsa allstaðar. Ég fékk meira að segja kórónu á leikskólanum og er búin að ganga með hana á höfðinu stolt í allan dag. Í dag er ég nefnilega orðin 22 ára. Í mínum augum þýðir það að ég er full-orðin. Sumum finnst maður verða fullorðinn þegar maður er orðin 18 eða 20 en mér finnst það of ungt til að kalla fullorðin. Í dag varð ég fullorðin, og líka vinkona mín hún Súsanna Ósk. Samt ætti maður kannski frekar að segja að manneskja sem er 40 ára sé fullorðin en manneskja sem er 20 ára sé hálforðin. Það má deila kannski líka deila endalaust um það.

Afmælisdagurinn minn:
Vaknað kl. 7 og komin í vinnuna kl. 8:00, afmælismorgunnmaturinn minn var hafragrautur og hrökkbrauð með osti. ég skrapp svo úr vinnunni og tók eitt stykki próf í stæ 413, gekk bara vel, að ég held. Eftir vinnu fór ég í kaffiboð til mörtu frænku, en hún átti afmæli í gær og bauð´mér í köku. Svo skrapp ég í ríkið og Húsasmiðjuna að kaupa rauðvín og vöfflujárn og keyrði ömmu mína og afa heim til sín. Síðan skrapp ég í hina vinnuna mína í heimsókn og að lokum fór ég heim og hafði Svanhvít þá bakað handa mér köku með kertum og alles. Og svo hafði það rosalega kósí og gerði ekkert að viti.
Ég ætla svo vestur um helgina og ég ætla að eiga afmælishelgi, þ.e.a.s. ég ætla að eiga afmæli alla helgina og vera með kórónuna líka alla helgina.


Ohh munið þið eftir óþolandi afmælislaginu með Á móti sól?
,,ég á afmælí í dag, ég nenni ekki neinu....bla bla bla....´´

sunnudagur

BWÚÚÚÚÚ, BWÚ-Ú BWÚÚÚÚÚÚÚ -ÚB.

Fólk með blásturshljóðfæri.....Alltaf jafn ánægjulegt þegar fólk tekur þá ákvörðun að læra á hljóðfæri. Sértaklega þegar það er einhverskonar blásturshljóðfæri og fólkið býr í blokk.


Ég hef ákveðið að þykjast vera prinsessa. Ég keypti mér prinsessuhiminn yfir rúmið mitt og líður mér núna eins og prinsessu. Það versta er samt að ég er ekki alvöru prinsessa og þess vegna hefur prinsessu titillinn minn engan tilgang fyrir annað fólk...maður fær bara enginn völd yfir neinu eða neinum!

laugardagur

Klói says: Kókómjólk er best ísköld.

Í dag fékk ég mér kókómjólk. Ég drakk bara smá og skrapp svo út í um klukkustund. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að setja kókómjólkina inn í ísskáp. Ég skellti mjólkinni þá inn í frysti þar sem mig langaði svo mikið í kalda kókómjólk en svo kom Selma í krullingu og ég gleymdi kókómjólkinni minni í frystinum. Núna er hún frosin og ég er að bíða eftir að hún þiðni....hversu ömulegt er að eyða Laugardegi í að hugsa um eina kókómjólk. Mér leiðist að hanga heima. Ég vil fara út að gera eitthvað, en veit bara ekki hvað né með hverjum.
Nú auglýsi ég ´hér með eftir einhverjum voða skemmtilegum með voða skemmtilegar hugmyndir að skemmtilegum Laugardegi.

Og já alveg rétt...ætti kannski að koma með skýringu á því afhverju ég er að skrifa þetta blogg...ég ætla nefnilega að reyna að fara að blogga aftur reglulega. ÉG komst nefilega að því að amk. 5 manns lesa bloggið mitt. Húrra fyrir mér. Og þakka ykkur fimm fræknu fyrir að kíkja á mitt fábrotna blogg og í framtíðinni ætla ég að reyna að hafa þau ekki svona ógeðslega leiðileg eins og undanfarið.

Ástarkveðja og knús.

fimmtudagur

Leikskóli, skósóli, í bóli á réttu róli

Jæja þá er ég byrjuð í nýrri vinnu sem er bara æðislegt nema hvað ég er ekki enn laus úr minni gömlu...á eftir að vinna uppsagnarfrestinn minn. Ég þarf því að fara á nokkrar næturvaktir í viðbót sem er bara ömulegt. Ég er nefnilega ekki að meika þessar næturvaktir lengur. En í gær byrjaði ég í hinni vinnunni minni sem er s.s. á leikskóla og er bara rosalega gaman að vinna þar, allavegana miðað við fyrstu kynni af starfinu og starfsfólkinu. Svo er bara svo æðislegt að vakna en ekki fara að sofa á morgnanna. Ég tími samt ekki að hætta í hinni vinnunni og verð því á einhverjum kvöld- og helgarvöktum. Það skondna við þetta allt saman er að ég er að vinna með gömlu fóstrunni minni af Fellaborg og það er líka önnur stelpa sem var með mér á Fellaborg sem er að vinna þarna! Alveg hreint magnað.

Úfff...

laugardagur

Eurovision 2006

Þessi samantekt er ekki tiltæk. Smelltu hér til að skoða færsluna.

fimmtudagur

Náæta?

Í morgunn fletti ég Leikbæjarblaðinu en nú er öskudagurinn hinn aldræmdi að fara að nálgast og byrjað er að auglýsa búninga villt og galið. Þetta árið er þó hægt að kaupa fullorðins búninga. Það sem vakti þó athygli mína er að ef ég vil, þá get ég keypt náætu búning, og hvernig ætli náæta líti út? Jú hún er svört vera í þröngum fjólubláum kufli. Ég hvet ykkur eindregið að glugga í þennan skemmtilega bækling og líta náætuna augum. Svo eru alveg einstaklega skemmtilegar hárkollur í miklu úrvali þarna.

miðvikudagur

Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur látið fara í taugarnar á sér.
Ég til dæmis horfi á sjónvarp og þá sérstaklega núna þegar ég er veik og læt ég ýmislegt fara í taugarnar á mér í því.
T.d. Pulsuauglýsingarnar! Kommon...pulsa sig saman, pulsa sig niður? Á þetta að vera fyndið og ef svo er finnst fólki þetta fyndið? Er ég þá kannski svona húmorslaus. En kannski á þetta ekki að vera fyndið heldur eitthvað annað sem ég skil heldur ekki.

Það sem fer líka í taugarnar á mér í sjónvarpi er:
Splash tv. sérstaklega partýin þeirra.
Logi Bergman Eiðsson
Þegar Vala Matt segir ,,krakkar´´ við fullorðið fólk.
Myndbönd þar sem konur hrista sig eins og titrarar
Þak yfir höfuðið
Party 101, alveg ótrúlega sorglegt.
Íþróttir
Survivor, er ekki komið nóg af survivor seríum?

Og örrugglega margt fleira.
Ég þyrfti bara að hætta að horfa á sjónvarp.
oohhh. Mikið rosalega er leiðilegt að vera veikur og það í frí-vikunni sinni með fullt af verkefnum sem bíða manns.

Ætla að fara að hella í mig fjallagrösum.

mánudagur

Æ mig auman

Ég er með flensu. Og ekki nóg með það þá er Svanhvít líka með flensu. Sem þýðir að við erum báðar að mygla hérna og enginn til að hugsa um okkur og sjá um heimilisverkin og fúa fyrir okkur.

Hjálp.

p.s. okkur vantar líka panodil hot.

föstudagur

Draumalíf

Mig er farið að dreyma stórstjörnur aðra hverja nótt. Í þessari viku dreymdi mig tvo stórstjörnudrauma.
Draumur 1: Ég var á bílastæðinu hjá Ikea í bílnum mínum sem leit út eins og strætóskýli. Svo kom Jude Law inn í bílinn minn og kyssti mig en hann var í framboði fyrir eitthvað hérna á íslandi og var að fara að halda blaðamannafund fyrir framan Bónus. En hann Jude kyssti hörmulega og það eina sem ég hugsaði var aha... hann kann bara að kyssa bíómyndakossa! (?)
Svo vaknaði ég.

Draumur 2: ég var í London með fjölskyldunni minni og var inní leikfangabúð sem einnig var lítill matsölustaður. Inn í búðina gengu svo David Bowie með konunni sinni og barni og Mick Jagger (veit ekkert hvernig þetta nafn er skrifað). Ástæðan fyrir því að Mick fékk að fara með þeim í bæinn var að konan hans var að skilja við hann og hann var svo einmanna og sorgmæddur. Þeim fannst svo María litla frænka svo mikið krúttíbolla að þau fóru að gera svona gúddí gúddí við hana og svo spjölluðum við öll og ákváðum að borða saman. Svo fór ég að passa barnið hans David Bowie því hann átti hundleiðilega og óþroskaða barnfóstru en það sem kom mér mest á óvart var hversu ógeðslega ljótt hús hann átti. Það var meira að segja svona málningaflögugólf þarna, hreinn vibbi.