Óójaaá. Erum enn netlausar í nýju íbúðinni. Þessvegna hafa bloggskrif verið í algeru lágmarki hjá mér. En það er annars ekkert mikið að frétta, maður bara vinnur og vinnur og lærir og lærir og lærir enda próf á næsta leiti.
Ég var svo heppin að hafa fengið heiftalega hálsbólgu í síðustu viku, blæddi heilmikið meira að segja, sennilega einhverja gerð streptakokka (hvernig svo sem það er skrifað). Læknirinn fékk vægt sjokk þegar hann skoðaði mig og gaf mér góðan slatta af sýklalyfjum ekki einhverjar mg töflur heldur 1 gramma töflur og það 3 á dag í 10 daga. Hef aldrei fengið svona mikið. Gaman að því.
Jæja ég kannski skrifa eitthvað að viti, eitthvað áhugaverðara seinna, ég þarf að fara að vinna úr´þáttökuathugun sem ég gerði á ónefndu kaffihúsi í miðbænum í gær, en ég var svo heppin að í miðjum njósnum um gesti og gangandi komu frægir menn inn og munu þeir eiga nokkrar línur í úrvinnslunni minni og gæti það kannski kætt kennarann minn við lestur verkefnisins. Það er alltaf gott að geta kætt þá sem ákveða einkunnir manns.
Bless
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli