miðvikudagur

Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur látið fara í taugarnar á sér.
Ég til dæmis horfi á sjónvarp og þá sérstaklega núna þegar ég er veik og læt ég ýmislegt fara í taugarnar á mér í því.
T.d. Pulsuauglýsingarnar! Kommon...pulsa sig saman, pulsa sig niður? Á þetta að vera fyndið og ef svo er finnst fólki þetta fyndið? Er ég þá kannski svona húmorslaus. En kannski á þetta ekki að vera fyndið heldur eitthvað annað sem ég skil heldur ekki.

Það sem fer líka í taugarnar á mér í sjónvarpi er:
Splash tv. sérstaklega partýin þeirra.
Logi Bergman Eiðsson
Þegar Vala Matt segir ,,krakkar´´ við fullorðið fólk.
Myndbönd þar sem konur hrista sig eins og titrarar
Þak yfir höfuðið
Party 101, alveg ótrúlega sorglegt.
Íþróttir
Survivor, er ekki komið nóg af survivor seríum?

Og örrugglega margt fleira.
Ég þyrfti bara að hætta að horfa á sjónvarp.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bla bla bla...