föstudagur

Draumalíf

Mig er farið að dreyma stórstjörnur aðra hverja nótt. Í þessari viku dreymdi mig tvo stórstjörnudrauma.
Draumur 1: Ég var á bílastæðinu hjá Ikea í bílnum mínum sem leit út eins og strætóskýli. Svo kom Jude Law inn í bílinn minn og kyssti mig en hann var í framboði fyrir eitthvað hérna á íslandi og var að fara að halda blaðamannafund fyrir framan Bónus. En hann Jude kyssti hörmulega og það eina sem ég hugsaði var aha... hann kann bara að kyssa bíómyndakossa! (?)
Svo vaknaði ég.

Draumur 2: ég var í London með fjölskyldunni minni og var inní leikfangabúð sem einnig var lítill matsölustaður. Inn í búðina gengu svo David Bowie með konunni sinni og barni og Mick Jagger (veit ekkert hvernig þetta nafn er skrifað). Ástæðan fyrir því að Mick fékk að fara með þeim í bæinn var að konan hans var að skilja við hann og hann var svo einmanna og sorgmæddur. Þeim fannst svo María litla frænka svo mikið krúttíbolla að þau fóru að gera svona gúddí gúddí við hana og svo spjölluðum við öll og ákváðum að borða saman. Svo fór ég að passa barnið hans David Bowie því hann átti hundleiðilega og óþroskaða barnfóstru en það sem kom mér mest á óvart var hversu ógeðslega ljótt hús hann átti. Það var meira að segja svona málningaflögugólf þarna, hreinn vibbi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

,,Ground control to major tom....´´´
Já fukking sexý bastarður!

Nafnlaus sagði...

Ég vil vera skráð formlega í ævintýra klúbbinn, takk.

Nafnlaus sagði...

Vó súsanna varstu að breyta commenta kerfinu mínu?

Svanhvít er búin að panta Jude og gef ég hann alveg eftir.

Nafnlaus sagði...

Já TIL HAMINGJU Svanhvít mín og vertu hjartanlega velkomin í klúbb gleðinnar, ÆÆÆVVIIIINTÝÝÝÝRAKLÚÚÚÚBBBINNNN!
HÚRRA HÚRRA HÚRRA!

Annas, for your eyes only sagði...

Ath. allir sem skrá sig í Ævintýraklúbbinn fyrir mánaðarmót fá þrefallt húrra og lukkupakka.