Þá er aftur komin verslunarmannahelgi. Er það voða gaman?...nei!
Málið er það að um hverja verslunarmannahelgi þá ætla ég að fara að gera eitthvað skemmtilegt eins og skella mér í útilegu en alltaf klikkar það, alltaf! Það endar alltaf þannig að ég sit með sárt ennið á laugardeginum desperate í að finna einhvern til að koma með mér þessa síðustu daga helgarinnar, en allt kemur fyrir ekki og enginn kemur.
Um þessa helgi ætlaði ég að fara með alls 5 vinkonum eitthvað og voru áætlanirnar frá Þjóðhátíð í eyjum til Landmannalaugaveiðiferðar. En hvað gerist...Jú allt klikkar..byrjaði á því að flugið til eyja klikkaði en þá fóru stelpurnar að hætta við ein af annarri.
Mér er farið að kvíða fyrir næstu verslunarmannahelgi. Spurning um að fara bara að plana hana strax.
En helgin var róleg hjá mér...
Matarklúbbsi á föstudag. Það var gaman þá reyndar. Fengum snittur, kjúlla og bakaðar perur með snikkersi og ís. og auðvitað bjór og rauðvínsdrykk.
Við klipptum svo hárið á okkur við Selma..Klipptum á okkur topp og þynntum hárið á selmu.
Það var skemmtilegt.
Laugardagskvöldið fór svo í að reyna að fá einhvern með mér á papaball eða niður í bæ að tjútta en allt kom fyrir ekki og flestir vildu liggja í leti...ég gafst upp um kl 23 og fór og leigði vídjó spólu.
En núna verður gaman..það er sunnudagskvöld og við ætlum nokkrar píjur að fara að dansa af okkur lappirnar og bæta við bjórvömbina.
vona allavegana að það verði brjálað stuð sem bætir upp vonbrigði helgarinnar.
Er að skjótast í fínu fötin...
sunnudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli