mánudagur

Ég vil benda ykkur á hina ágætu blogg-síðu Gula miðans. Guli miðinn er hinn ógurlega frægi og sívinsæli matarklúbbur okkar vinkvenna og nú hefur verið sett á laggirnar blogg síða þar sem við hendum inn góðum uppskriftum og skemmtilegum frásögnum ásamt fallegum myndum af okkur klúbbs-stúlkum.

En ég skellti mér annars á Sigurrósar tónleikanna ásamt um 15000 manns í gær og var það bara ógeðslega næs. Fannst mér rosalega næs að sitja í grasinu og horfa á fólkið sem var af öllum stærðum og gerðum og rölltum við svo um svona 4 hringi í kringum svæðið. Það sem mér þótti þó mjög furðulegt var að ég hitti eigilega engan sem ég þekki. Enga af mínum vinum og kunningjum...bara svona 3 hæ kunningja. Hvar voru allir? En allavegana þá fór ég áður en tónleikunum lauk enda var mér kalt og var rosalega svöng. Fór heim til Helgu og mamma hennar bauð mér snúð með súkkulaði og svo skutlaði Helga mér heim...Það sem var nú þó ekki beint toppurinn á kvöldinu er að við fengum símtal um að við hefðum víst misst af rúsínunni í pylsuendanum. Eitthvað svakalegt loka-búmm... og misstum af því....skamm Anna Stella...ég ´mun næst klæða mig betur og taka með mér nesti, ef að það verður eitthvað næst þ.e.a.s.

Jæja en er í fríi núna þannig að ef einhver annar er líka í fríi endilega bjalla í mig, eða bara eftir vinnu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallo, langadi ad kasta a thıg kvedju herna i Turkey. Thad er buid ad vera mjog naes herna, samt sem adur er eg ekkı buin ad rekast a Mustafa. Eg sa Ruslonu ı fyrradag thar sem hun er ad halda tonleıka herna eınhvern timan, vıd vorum a strondınnı og allt ı eınu sjaum vıd stelpu med sıtt svart har labba ut ur bat a strondınnı med fullt af bladamonnum og ljosmyndurum ı krıng, eınhver solumadur stod hja okkur og var ad reyna ad selja okkur e-d thegar hann sa hana svo segır hann vıd mıg ^Ah a famous person comıng here, I dont know who ıt ıs though^. Tha sagdı eg ad thetta vaerı Ruslana en hann vıssı ekkert hver thad var, kalladı samt sem adur ^Hey Ruslana welcome to İçmeler, ıts great to have you here^. Thvılıkur hraesnarı. En annars tha forum vıd ı 12 tıma siglıngu i gaer, thar sem vıd forum a lıtla eyju thar sem odrum megın var saltvatn vıd eyjuna og hınum megın ferskt vatn, mjog svo fallegur stadur. Eftır thad var sıglt med okkur a lıtlum batum i gegnum e-d sem heıtır Afrıcan Rıvers og saum vıd 2500 ara gamla byggıngar sem voru byggdar ınn i fjollunum, mjog flott. Eftır thad forum vıd ı ledjubad sem var mjog fyndıd og leıt madur ut eıns og e-d skrımslı thegar madur kom upp ur. Annars eru Tyrkır i heild sınnı mjog vıngjarnlegt folk og alltaf tıl ı ad spjalla eda hjalpa mannı. En ja eg held ad thetta se komıd gott, heyrumst thegar eg kem heım. Cıao! Naddsi

Nafnlaus sagði...

Hahaha Rúslí!
Þetta var án efa skemmtilegasta ,,póstkort´´ sem ég hef fengið. Takk fyrir mig Þórdís mín.
En ég held ég eigi einmitt mynd af þessum fjalla-byggingum. Mustafa sendi mér nefilega póstkort með mynd af slíku þegar hann tilkynnti mér:,,The wedding is off!´´
Freaky byggingar samt.

Alla vegana ógeðslega gaman að heyra í þér! Hafið það gott.