Ég uppgötvaði í morgunn að bíllinn minn væri næstum bensínlaus svo ég brunaði á næst, næstu bensínstöð og ætlaði að taka bensín. En viti menn, bensínsjálfsalinn gleypti kortið mitt!
Ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið og ýtti á einhvern securitas takka og æltaði að fara að væla í einhverju securitas fólki um að kortið mitt væri bara horfið. Á meðan biðu tveir ungir menn, annar ákvað svo að prófa að setja kortið sitt í, enda kl. 7:55 og allir að verða seinir í vinnu. Og þá spýtir sjálfssalinn kortinu hans út úr sér langar leiðir og svo það lenti á rakri götunni og mitt fylgdi svo í kjölfarið.
Þannig redduðust hlutirnir í morgunn...en ég ætla ekki að taka bensín aftur svona á morgnanna í morgunnstressinu, frekar áður en ég fer í háttinn. Enda svaraði securitas fólkið ekki og þá hefði ég verið í djúpum...., engin inneign eða neitt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ohh ég lennti líka í þessu einu sinni massa bömmer:(
Já þessi hátækni getur strítt manni stöku sinnum.
Kannski ættirðu bara að selja skjóðinn og fara að ferðast um á nornarpriki þarna bruja!
hey! BRUJA BRUJA!
MAnnstu eftir öllum brujunum í Salamanca....þær þrömmuðu um göturnar hver á fætur annari.
Hvar ertu að vinna sæta?
Á sambýli, og það vantar einmitt starfsmann þar núna í 40% vinnu! Hefuru áhuga?
jamm ef ég fæ að vinna með þér...
Skrifa ummæli