Í dag á ég afmæli. Það er gaman. Þegar maður á afmæli eru nefnilega allir svo góðir við mann, maður fær kossa og knúsa allstaðar. Ég fékk meira að segja kórónu á leikskólanum og er búin að ganga með hana á höfðinu stolt í allan dag. Í dag er ég nefnilega orðin 22 ára. Í mínum augum þýðir það að ég er full-orðin. Sumum finnst maður verða fullorðinn þegar maður er orðin 18 eða 20 en mér finnst það of ungt til að kalla fullorðin. Í dag varð ég fullorðin, og líka vinkona mín hún Súsanna Ósk. Samt ætti maður kannski frekar að segja að manneskja sem er 40 ára sé fullorðin en manneskja sem er 20 ára sé hálforðin. Það má deila kannski líka deila endalaust um það.
Afmælisdagurinn minn:
Vaknað kl. 7 og komin í vinnuna kl. 8:00, afmælismorgunnmaturinn minn var hafragrautur og hrökkbrauð með osti. ég skrapp svo úr vinnunni og tók eitt stykki próf í stæ 413, gekk bara vel, að ég held. Eftir vinnu fór ég í kaffiboð til mörtu frænku, en hún átti afmæli í gær og bauð´mér í köku. Svo skrapp ég í ríkið og Húsasmiðjuna að kaupa rauðvín og vöfflujárn og keyrði ömmu mína og afa heim til sín. Síðan skrapp ég í hina vinnuna mína í heimsókn og að lokum fór ég heim og hafði Svanhvít þá bakað handa mér köku með kertum og alles. Og svo hafði það rosalega kósí og gerði ekkert að viti.
Ég ætla svo vestur um helgina og ég ætla að eiga afmælishelgi, þ.e.a.s. ég ætla að eiga afmæli alla helgina og vera með kórónuna líka alla helgina.
Ohh munið þið eftir óþolandi afmælislaginu með Á móti sól?
,,ég á afmælí í dag, ég nenni ekki neinu....bla bla bla....´´
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Til hamingju með daginn Fraulein Anne. Dagurinn hjá mér er búin að vera fabjú eins og ég sagði þér áðan, hehe. Bæææ lambið mitt.
Takk takk
Bið að heilsa afmælisdraugnum Melkólfi Brandi
Til Hamingju með afmælið.
Hei til hamngju með ammælið um daginn !!!! Sorrí, gleymdi varasalvanum mínum líka heima hjá þér heheeh.
Sirrý
hahaha takk takk fyrir! alltaf gaman að eiga afmæli.
hahaha takk takk fyrir! alltaf gaman að eiga afmæli.
Skrifa ummæli