föstudagur

ORKUVEITAN

Núna er ég hætt á leikskólanum og farin í sumarfrí á sambýlinu. Svo í gær þá skaust ég vestur til mömmu og ætla að vera hérna fram yfir helgi í afslöppun enda byrja ég á fullu í vinnu á fimmtudaginn næsta í sumardvölinni.

En í gær þá lá ég uppí sófa og var að horfa á Desperate Houswifes og Lost. Maður getur nefnilega alveg límst við imbann þegar þetta dótarí er í honum. Og þegar ég lá uppí sófanum í gær þá varð ég sko alveg stein hissa! Allt í einu vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið! Varð bara alveg lens! Ekki þó vegna þessara furðulegu sjónvarpsþátta sem ég horfði á heldur vegna þess að allt í einu birtist nýja auglýsingin frá Orkuveitunni á skjánum. Og ég varð alveg orðlaus, vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Þetta var allavegana stórfurðulegt, þið sjáið það kannski ef þið horfið á sjónvarpið.

En munið krakkar að sjónvarpsgláp er ekki hollt.
Og það er ekki heldur ekki internethangs.
Svo ég ætla að fara að hætta og kannski ég fari að lesa um jörðina okkar.

5 ummæli:

Súsanna Ósk sagði...

Haha- lens bens.

Nafnlaus sagði...

Hey sko hverja ég fann ;) Var að skoða einhverjar síður hjá gömlu Fellaskólaliði og rakst á síðuna þína.

Annars vildi ég bara segja að það var leiðinlegt að geta ekki kvatt þig en alla vega hafðu það rosa gott og takk fyrir samvinnuna :)

Sjáumst vonandi einhvern tímann hressar og kátar á förnum vegi :) hehe

Ps. Myndirnar úr óvissuferðinni eru á myndasíðunni minni ef þig langar að sjá þær (betra seint en aldrei, ekki satt?)

Nafnlaus sagði...

Hæ Steinunn, takk sömuleiðis!
Hvað er msn-ið þitt?
Mig langar líka geðveikt að sjá þessar myndir!

Nafnlaus sagði...

Það er steinunnfridur@gmail.com ;)

Nafnlaus sagði...

I like it! Keep up the good work. Thanks for sharing this wonderful site with us.
»