sunnudagur

Good morning mr. Bishop.

Jæja já. Ég er bara alltaf að sjá frægt fólk. Mig grunar að frægt fólk sé farið að vera meira meðal almennings.

Um daginn var ég að borða gulrótarköku og langloku með sósu í Ikea með Súsönnu og Helgu og við sáum þar snæðandi engann annan en Harold Bishop. Við heilsuðum honum auðvitað og spurðum hvernig Lou Carpender hefði það og hann horfði bara á okkur hissa og sagðist bara tala finnsku. Helga sagði:,, hvaða vitleysa. við höfum oft heyrt þig tala ensku enda ertu Ástrali.´´ Gerðist þá Harold bara dónalegur og henti í okkur kjötbollunum sínum og fór í fússi. Ég á erfitt með að skilja slíka hegðun hjá fullorðnum manni. Þetta voru bara hreinir stjörnustælar. Okkur sárnaði vitaskuld þar sem maður sem við höfum þekkt í öll þessi ár hagaði sér svona við okkur. Við Súsanna fengum kökk í hálsin meðan Helga henti sósuboxinu mínu eftir Harold og sagði honum að fara í rassgat. Gott hjá henni.

Í gær sá ég svo hann Gael Garía Bernal eins og ég var búin að segja ykkur og hana Marisu Tomei. Þau voru í fínum fötum og voru að fara á Pravda. Þau þurftu ekki að bíða í röð því þau eru fræg.

Og svona að lokum langar mig að segja ykkur að ég hafi séð Gísla Martein í bíltúr í dag. Hann er líka voðalega frægur. Amma mín og afi vita hver hann er og kalla nagrísinn minn hann Vilhjálm alltaf Gísla Martein.

Engin ummæli: