þriðjudagur

Ég sit hérna við eldhúsborðið og er að gæða mér á nýbökuðum snúðum og bollum. mmmmmm....

Ég fékk símtal áðan. Það var kona sem sagði mér að þau vildu endilega hitta mig á mánudagskvöld vegna ástarfleygsins?!?! Ég hváði bara og sagðist aldrei hafa sent inn umsókn og hafi engann áhuga á að taka þátt í þessum þætti. Hún varð mjög svekkt. Sagði að þeim væri farið að hlakka til að hitta mig á fim og spurði hvort ég vildi örrugglega ekki taka þátt.
Ég sagði nei og aftur nei. Mig grunar nú hver hafi sent inn umsóknina en endilega ef einhver er með vísbendingu um hver gerði það, vinsamlega nýtið ykkur kommentakerfið mitt en það er mjög lítið/ekkert notað.

Ég var líka skráði í Djúpulaugina í vor. Þar mun Þórdís nokkur Nadia hafa verið á ferð.

En út í aðra sálma.
Í gær fór ég í Góða Hirðinn að leita mér að sófaborði.
Þar sá ég konu sem keypti dúkku. Mér fannst það ógeðslegt, Stellu fannst það líka. Í fyrsta lagi þá voru dúkkurnar í gamla daga ógeðslegar. Þær voru með geðveikisleg augu sem blikkuðu og ógeðslegt krullað hár úr skrítnu og ógeðslegu efni. Og í öðru lagi tel ég ekki sniðugt að gefa barni ógeðslega ,gamla, fatalausa, notaða dúkku sem getur verið full af bakteríum og öðrum ógeðslegum örverum.
En ég fann því miður ekki það sem ég leitaði að í góða hirðinum en þar voru fullt af flottum sófum. Ég hvet alla til að gefa gamla hluti í góða hirðinn því það er greinilegt að það sem okkur finnst ljótt og gamalt og ógeðslegt(eins og dúkkan) finnst öðrum frábært dótarí á gjafaverði.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég firra mig allri ábyrgð á ódæðinu, hef annað við tíma minn að gera. furðulegt hvað fólki finnst þetta skemmtilegt athæfi. þvílíkur grikkur hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha...svein

Nafnlaus sagði...

kannski er hún að fara að nota dúkkuna í hryllingsmynd...

Nafnlaus sagði...

nú ertu búin að fá 4 komment frá systu...

Nafnlaus sagði...

hahaha takk fyrir kommentið krúttíbolla! Gaman að sjá loksins eitthvað komment. Og hvað er eigilega að blogginu hans Viðars?

Nafnlaus sagði...

Einu sinni fór ég líka í Góða hirðinn og keypti mér sófaborð.
Kv. Súsanna.