fimmtudagur

Ég á afmæli í dag.

Í dag á ég afmæli. Það er gaman. Þegar maður á afmæli eru nefnilega allir svo góðir við mann, maður fær kossa og knúsa allstaðar. Ég fékk meira að segja kórónu á leikskólanum og er búin að ganga með hana á höfðinu stolt í allan dag. Í dag er ég nefnilega orðin 22 ára. Í mínum augum þýðir það að ég er full-orðin. Sumum finnst maður verða fullorðinn þegar maður er orðin 18 eða 20 en mér finnst það of ungt til að kalla fullorðin. Í dag varð ég fullorðin, og líka vinkona mín hún Súsanna Ósk. Samt ætti maður kannski frekar að segja að manneskja sem er 40 ára sé fullorðin en manneskja sem er 20 ára sé hálforðin. Það má deila kannski líka deila endalaust um það.

Afmælisdagurinn minn:
Vaknað kl. 7 og komin í vinnuna kl. 8:00, afmælismorgunnmaturinn minn var hafragrautur og hrökkbrauð með osti. ég skrapp svo úr vinnunni og tók eitt stykki próf í stæ 413, gekk bara vel, að ég held. Eftir vinnu fór ég í kaffiboð til mörtu frænku, en hún átti afmæli í gær og bauð´mér í köku. Svo skrapp ég í ríkið og Húsasmiðjuna að kaupa rauðvín og vöfflujárn og keyrði ömmu mína og afa heim til sín. Síðan skrapp ég í hina vinnuna mína í heimsókn og að lokum fór ég heim og hafði Svanhvít þá bakað handa mér köku með kertum og alles. Og svo hafði það rosalega kósí og gerði ekkert að viti.
Ég ætla svo vestur um helgina og ég ætla að eiga afmælishelgi, þ.e.a.s. ég ætla að eiga afmæli alla helgina og vera með kórónuna líka alla helgina.


Ohh munið þið eftir óþolandi afmælislaginu með Á móti sól?
,,ég á afmælí í dag, ég nenni ekki neinu....bla bla bla....´´

sunnudagur

BWÚÚÚÚÚ, BWÚ-Ú BWÚÚÚÚÚÚÚ -ÚB.

Fólk með blásturshljóðfæri.....Alltaf jafn ánægjulegt þegar fólk tekur þá ákvörðun að læra á hljóðfæri. Sértaklega þegar það er einhverskonar blásturshljóðfæri og fólkið býr í blokk.


Ég hef ákveðið að þykjast vera prinsessa. Ég keypti mér prinsessuhiminn yfir rúmið mitt og líður mér núna eins og prinsessu. Það versta er samt að ég er ekki alvöru prinsessa og þess vegna hefur prinsessu titillinn minn engan tilgang fyrir annað fólk...maður fær bara enginn völd yfir neinu eða neinum!

laugardagur

Klói says: Kókómjólk er best ísköld.

Í dag fékk ég mér kókómjólk. Ég drakk bara smá og skrapp svo út í um klukkustund. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að setja kókómjólkina inn í ísskáp. Ég skellti mjólkinni þá inn í frysti þar sem mig langaði svo mikið í kalda kókómjólk en svo kom Selma í krullingu og ég gleymdi kókómjólkinni minni í frystinum. Núna er hún frosin og ég er að bíða eftir að hún þiðni....hversu ömulegt er að eyða Laugardegi í að hugsa um eina kókómjólk. Mér leiðist að hanga heima. Ég vil fara út að gera eitthvað, en veit bara ekki hvað né með hverjum.
Nú auglýsi ég ´hér með eftir einhverjum voða skemmtilegum með voða skemmtilegar hugmyndir að skemmtilegum Laugardegi.

Og já alveg rétt...ætti kannski að koma með skýringu á því afhverju ég er að skrifa þetta blogg...ég ætla nefnilega að reyna að fara að blogga aftur reglulega. ÉG komst nefilega að því að amk. 5 manns lesa bloggið mitt. Húrra fyrir mér. Og þakka ykkur fimm fræknu fyrir að kíkja á mitt fábrotna blogg og í framtíðinni ætla ég að reyna að hafa þau ekki svona ógeðslega leiðileg eins og undanfarið.

Ástarkveðja og knús.