mánudagur

Gamlársdagur

Helga orðin mamma! Til hamingju rúsínan mín með litla (eða kannski ekkert svo litla) keisarann!

Ég er ógeðslega lasin og það er gamlársdagur, vaknaði kl 09:30 til að þrífa aðeins, er alveg að deyja núna og vorkenni mér rosalega.

Það var voða fínt hjá okkur Svanhvíti síðustu áramót. Horfðum bara tvær saman á áramótaskaupið og rölltum svo niður á sæbraut þar sem við gengum inn í nýja árið með ferðamönnum og freyðivíni. Eftir miðnætti týndust svo nokkir góðir partý gestir til okkar í ofur-áramótaskreyttu íbúðina okkar þar sem allir fengu ofurljóta áramótahatta.

Myndir frá síðustu áramótum....

Gleðilegt sítt hár allir saman!


laugardagur

bla bla bla..

Ví fór að klifra í gær, loksins! Er búin að vera ansi léleg í prófunum og kringum jólin enda fór ég líka vestur til mömmu að liggja í leti. En lúðinn horfði náttúrulega bara á klifurmyndbönd á netinu í tonnatali, og saknaði þess að klifra. Það kom mér á óvart að ég var ekki orðin ömulega léleg eftir pásuna, bara soldið léleg, klifraði það sem ég er vön en bara aðeins klunnalegra. Minney! ég komst upp (eins og vanalega) og alla leiðina NIÐUR hvítu-leiðina! ví.. vantaði einn gaur upp á bleiku.
Marín fór með mér. Hún er greinilega búin að einangra sig mikið í kringum jólin því það kemur eigilega aldrei fyrir að hún tali meira en ég. Litla dýrið var með munnræpu allan tíman, líka þegar við vorum í miðjum leiðum að klifra, hún hætti bara ekki. Mjög fyndið.

Ég er hætt að blaðra. Hef augljóslega ekki frá neinu að segja. Marín og Minney hafa kannski gaman af því að lesa þetta, nema þær drepi mig. Minney er föst á Ísafirði, getur ekki klifrað og er að brjálast, múhahhaha...!

Takk elsku vinkonur fyrir að vera svona duglegar að klifra með mér, þetta væri ekki eins án ykkar. Bíðum svo spenntar eftir að Selma ,joini´aftur.

mánudagur


Gleðileg jól!
Borðið yfir ykkur, rífið í ykkur steikina og hafið það yndislegt.


Ég var að æfa mig í paint. Fannst það ógeðslega gaman, alveg eins og þegar ég var 11 ára og sat við risa borðtölvuna inni í eldhúsinu í Unufelli.

sunnudagur

vei vei!
Ég er búin í prófum! -í bili. tek 2 í janúar :(
Þessi prófatörn var svakaleg, hef aldrei upplifað annan eins tíma. Byrjuðum á fullu um miðjan nóvember og fluttum þá í Öskju og nánast bjuggum þar til 20. desember. Rétt aðeins smá tími til að sofa heima hjá sér og fara í stutta sturtu-ekki meira. Ég var eins og vofa, sá varla dagsljós og er enn með bauga niður á hné. Það eina sem gerði þetta bærilegt er fólkið sem ég lærði með, það hefur hjálpað mér að halds geðheilsu, sérstaklega fyrir storkubergs- og steingervingafræði-prófin.
Núna er ég komin til mömmu og ætla að vera hérna aðeins um jólin, liggja í leti, borða meira nammi og gera ekki rassgat og það sem er kannski mikilvægast -AÐ SOFA! Hef ekki sofið almennilega í u.þ.b 3 vikur og þrái það svo heitt. Fer svo aftur heim milli jóla og nýárs og vinna, og jafnvel djamma. Látið mig vita ef þið eruð til í eitthvað stúss kæru vinir.

miðvikudagur

Ég fór í klippingu í dag. Klippti mig til að líkjast Spock meira og ég er mjög svo ánægð með hárið á mér.

Nú eru tvö próf búin, annað verklegt storkuberg- ekki svo mikið mál. Hitt munnlegt storkuberg-alger hryllingur. Við vorum látin draga einn miða með einu atriði sem við áttum að skýra frá fyrir framan 2 kennara. Ég hef sjaldan ef ekki aldrei svitnað svona mikið, var hreinlega að fara á taugum. Titraði og skalf og var sennilega eins og tómatur í framan. Ég dró utangarðsefni í kviku-heimurinn hrundi, ég var að vonast eftir því að ég fengi eitthvað magnað, æðislegt og skemmtilegt sem ég kynni að segja frá, bergraðir á íslandi, súrt berg, vatn og kvikuþróun eða makapouhou (veit ekki hvernig þetta er skrifað) tjörnin á Hawaii.
Ég skeit upp á bak. Slíkt hið sama gerðu reyndar margir aðrir enda skutu kennararnir á okkur allskonar spurningum og sumar skildum við ekki einu sinni. Ég vildi nú helst bara bráðna ofaní gólfið þegar annar kennarinn rétti mér lotukerfið og sagði mér að segja sér afhverju utangarðsefni væru utangarðs út frá lotukerfinu. Ég skalf svo að ég sá varla á lotukerfið og fann ekki efnin sem ég var að leita að. Sem betur fer fór annar kennarinn að tala eitthvað um berg á ítalíu og þá skellti hinn á mig spurningu sem var greinilega send af himnum. hann spurði mig afhverju að H2O væri aðalefni í andesfjöllum en ekki utangarðs eins og hér á landi. Ég ljómaði, loksins gat ég komið með skýrt svar við spurningu frá þeim og leit ekki út eins og fáviti. Ef ég næ þessu prófi þá er það sennilega allt þessari spurningu að þakka og kannski því að ég gat nefnt 2 algeng utangarðsefni á íslandi og sagt hvað yrði um þau.

Á föstudaginn er svo Almenn efnafræði 1. Hlakka ekki til.
Mánudagurinn sér svo um setlagafræðina og miðvikudagur steingervingafræði OG SVO ER ÞAÐ BJÓRINN!

sunnudagur

ótrúlega sniðug hugmynd

Ég, Hanna og Marín ætlum að reyna að komast á Star Trek ráðstefnu í Las Vegas einhvern daginn. Það verður viðbjóðslega gaman. Erum búnar að velja okkur karaktera en við verðum að vera einhver Star Trek karakter. Ef einhver er ólmur í að ganga í StarTrek gengið okkar þá er henni eða honum velkomið að ´joina.´ En eina skilyrðið er að velja sér karakter og má hann ekki vera sá sami og við erum búnar að ,,panta´´ að vera.

Svona er mikið að gera í prófunum, maður verður kannski hálf geðveikur á að lesa svona mikið og nærast svo lítið. Hanna, captain James t.Kirk



Marín, Seven of Nine

Ég, Spock.