miðvikudagur

Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur látið fara í taugarnar á sér.
Ég til dæmis horfi á sjónvarp og þá sérstaklega núna þegar ég er veik og læt ég ýmislegt fara í taugarnar á mér í því.
T.d. Pulsuauglýsingarnar! Kommon...pulsa sig saman, pulsa sig niður? Á þetta að vera fyndið og ef svo er finnst fólki þetta fyndið? Er ég þá kannski svona húmorslaus. En kannski á þetta ekki að vera fyndið heldur eitthvað annað sem ég skil heldur ekki.

Það sem fer líka í taugarnar á mér í sjónvarpi er:
Splash tv. sérstaklega partýin þeirra.
Logi Bergman Eiðsson
Þegar Vala Matt segir ,,krakkar´´ við fullorðið fólk.
Myndbönd þar sem konur hrista sig eins og titrarar
Þak yfir höfuðið
Party 101, alveg ótrúlega sorglegt.
Íþróttir
Survivor, er ekki komið nóg af survivor seríum?

Og örrugglega margt fleira.
Ég þyrfti bara að hætta að horfa á sjónvarp.
oohhh. Mikið rosalega er leiðilegt að vera veikur og það í frí-vikunni sinni með fullt af verkefnum sem bíða manns.

Ætla að fara að hella í mig fjallagrösum.

mánudagur

Æ mig auman

Ég er með flensu. Og ekki nóg með það þá er Svanhvít líka með flensu. Sem þýðir að við erum báðar að mygla hérna og enginn til að hugsa um okkur og sjá um heimilisverkin og fúa fyrir okkur.

Hjálp.

p.s. okkur vantar líka panodil hot.

föstudagur

Draumalíf

Mig er farið að dreyma stórstjörnur aðra hverja nótt. Í þessari viku dreymdi mig tvo stórstjörnudrauma.
Draumur 1: Ég var á bílastæðinu hjá Ikea í bílnum mínum sem leit út eins og strætóskýli. Svo kom Jude Law inn í bílinn minn og kyssti mig en hann var í framboði fyrir eitthvað hérna á íslandi og var að fara að halda blaðamannafund fyrir framan Bónus. En hann Jude kyssti hörmulega og það eina sem ég hugsaði var aha... hann kann bara að kyssa bíómyndakossa! (?)
Svo vaknaði ég.

Draumur 2: ég var í London með fjölskyldunni minni og var inní leikfangabúð sem einnig var lítill matsölustaður. Inn í búðina gengu svo David Bowie með konunni sinni og barni og Mick Jagger (veit ekkert hvernig þetta nafn er skrifað). Ástæðan fyrir því að Mick fékk að fara með þeim í bæinn var að konan hans var að skilja við hann og hann var svo einmanna og sorgmæddur. Þeim fannst svo María litla frænka svo mikið krúttíbolla að þau fóru að gera svona gúddí gúddí við hana og svo spjölluðum við öll og ákváðum að borða saman. Svo fór ég að passa barnið hans David Bowie því hann átti hundleiðilega og óþroskaða barnfóstru en það sem kom mér mest á óvart var hversu ógeðslega ljótt hús hann átti. Það var meira að segja svona málningaflögugólf þarna, hreinn vibbi.