fimmtudagur

Helgin

Síðasta helgi var mjög skemmtileg eins og síðustu helgar hafa nú verið. Ég tók því bara rólega á föstudagskveldinu og skellti mér aðeins í klifurhúsið að príla. Á Laugardeginum fór ég svo með stelpunum að gæsa hana Fanney okkar og byrjuðum við á því að fara á hestbak hjá Eldhestum. Það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert enda var hún Stella okkar að fara á kostum! Fengum okkur svo að borða í Eden og brunuðum svo á Stokkseyri þar sem við fórum í sturtu í sundlauginni og skelltum okkur í sparigallan. Næst á dagskrá var svo að kíkja á Draugasetrið þar sem við gengum í gegn og létum hræða úr okkur líftóruna, og já ég var alveg hrædd og ekki smeyk við að viðurkenna það. Sérsaklega var ég hrædd í herb. 9! Þórdís greyið ekki alveg nógu vel upplögð til að fara í draugahús enda ansi þunn og þreytt og var nálægt því að fara á taugum.
Við fórum svo út að borða á Fjöruborðinu þar sem ég fékk ógeðslega stóran skammt af humarsúpu og reyndi að klára hana alla, ekki sniðugt, gat ekki hreyft mig eftir það.
Næst á dagskránni hjá mér var að bruna í bæinn, sækja Marín og skella okkur til Keflavíkur í partý á Vellinum hjá Minney, afm og innflutnings. Brjálað djamm og auðvitað tókum við svefnpokana okkar með og krössuðum hjá Minney.
Daginn eftir var bara vinna og klifur. Komum aftur þunnar á klifurnámskeiðið, annað skiptið í röð. Væri gaman að vita hvað fólk héldi um okkur. Alltaf allar þunnar og ónýtar og síðast mætti Selma líka handónýt.
Svona er nú líf okkar brjálæðinganna.

Skálafellsjöklamælingaferð.

Það er alltaf nóg að gera hjá mér eins og margir vita. Við í jarðfræðinni skelltum okkur á föstudag upp að Skálafelljökli um helgina til að sporðamæla hann. Ég og Minney byrjuðum þó á því að kíkja í Vísó í Eldingu á föstudeginum en fórum fljótlega þaðan, í búð að versla nesti og skelltum okkur af stað austur. Hinir krakkarnir voru þá þegar löngu lagðir af stað. Náðum þeim þó í einu af pissustoppunum þeirra nokkru áður en við komum að Smyrlabjörgum þar sem við gistum, sem betur er því við hefðum aldrei fundið þetta í myrkrinu.
Nóttin fór svo í drykkju, söng, dans og fl. þar sem flestir fóru snemma að sofa og enduðum við einstaklingarnir, ég Minney og Kristján ein á sumbli til kl. 5.

Á Laugardeginum vaknaði ég svo hress (ehemm..) kl. 9:10 og fór í morgunnverð með liðinu og var svo bara brunað af stað í að Skálafelli, lögðum bílnum okkar þar og tókum hundinn af bænum, hana Heklu, með okkur upp að jöklinum. Það var ansi magnað að sjá jökulinn enda stórglæsilegur drullupési. Gengum meðfram honum og mældum tvisvar frá hliðunum og ætluðum svo að mæla sporðinn en þegar þangað var komið blasti við okkur risa lón og tvær stórar jökulár sem umluktu stikuna okkar góðu. Þegar jökullinn var mældur síðast voru aðstæður allt aðrar og hefur jökullinn okkar hörfað alveg þó nokkuð mikið. En jæja, ekki vorum við með bát né svif-flugu svo við gengum bara heim á leið aftur, sáum hreindýr, eða öllu heldur allir nema ég sem starði á einhvern stein og hélt ég væri að glápa á hreindýrið, skildi ekkert í því hvað allir sáu hornin á því vel. Eftir kvöldmat var svo farið í actionary og svo bara drukkið og djammað og aftur enduðum við bara 3 um nóttina að prakkarast.

Á sunnudeginum vöknuðum við þunn en sæl og skelltum okkur í bæinn, ég bílstjórinn, söng hástöfum til að halda mér vakandi enda voru Minney og Kristján hrjótandi við hliðiná mér. Við vorum komin í bæinn rúmlega 17 og fórum við Minney beint uppí Klifurhús eftir að hafa skutlað Kristjáni heim, lögðum okkur í bílnum í smá stund og fórum svo á klifurnámskeið í 2 klst.

Ég held ég sé enn að jafna mig eftir þessu mjög svo annasömu og svefnlausu helgi.

Takk fyrir yndislega ferð krakkar mínir og afsakaðu ónæðið af okkur Bára mín!
Hlakka til næstu ferðar!

Ég?

Geologists are 'scientists' with an unnatural obsession with rocks and alcohol.

One of the main difficulties in communicating with geologists is their belief that a million years is a short amount of time and their heads are harder than rocks.

They tend to not give a shit about hot political topics, such as anthropogenic climate change, since each one of them can name at least 20 other geologic events that are going to wipe our asses out way before sea levels rise and increased hurricane activity bother us.

When it comes to politics they just don't give a shit. They would rather be hiking in a desert looking at beach sand that happened 200 million years ago.

It is a well-established fact that field geologists are magma-hot. This is not well known because field geologists tend to stay in the field most of the time, where only other field geologists get to see how hot they are.

There is a considerable, and still growing body of scientific literature that suggests that geologists are in fact the world's first alcohol-based life form. Owing to a crucial imbalance in blood electrolyte levels (possibly caused by overexposure to bad rock puns) most find it necessary to imbibe vast quantities of alcoholic beverages at every opportunity. If you ever encounter a geologist who is sober after 6pm, this person is an imposter: possibly an alien; probably a geophysicist, marine geographer or hydrologist. Alcoholism is an acceptable, even socially beneficial, disease for an active geologist

The phrase "I am not an alcoholic, I am a geologist" has become quite common within many student body's to explain their metamorphism from an organic based life form to a alcohol-based one. .

Alcohol is an essential companion and tool in the field (as well as out), just as important as the rock hammer, Brunton compass, and hand-lens


How to spot a Geologist: To spot a geologist in the wild, look for:

o Hand-lens, compass, pen-knife, handcuffs etc. tied round neck with string.

o Someone explaining to airport security that a sidewall core covered in gunpowder residue isn't really a weapon.

o Takes photos, includes people only for scale, and has more pictures of rock hammer and lens cap than of his family

o Some who has travelled to Jupiter's moon, IO, and thought the coolest part about it were the volcanoes and not the space travel.

o Someone with a collection of beer cans/bottles that rivals the size of his rock collection.

o Someone who brings beer instead of water when hiking.

o Someone whose lunch consists of rocks, instead of ordinary bread.

o Someone whose child is trained to know the geologic timescale before being able to walk.

o Often has hair in a pony-tail (this applies to male or female geologists).

o Someone who considers a "recent event" to be anything that has happened in the last hundred million years.

o Someone who licks and/or scratches & sniffs rocks or in case of china clay will eat it to prove its perfectly safe.

o Someone who eats dirt and claims to be "getting an estimate of grain size"

o Someone who will willingly cross an eight-lane interstate on foot to determine if the outcrops are the same on both sides.

o Someone who can pronounce the word molybdenite correctly on the first try

o Someone who has hiked 6 miles to look at a broken fence that was "offset by a recent earthquake".

o Someone who says "this will make a nice Christmas gift" while out rock collecting.

o Someone who even on an average day in the field can make Indiana Jones look like a bit of a klutzy wuss

o They look at scenery and tell you how it formed

o Pockets tend to be filled with bits of rock.

o Wears hiking boots constantly,even for formal functions, occasionally sandals with (obligatory) socks

o When on a beach will collect shells and try to explain their muscle scars to you.

o Someone who prefers to explain the sequence of events shown in a cliff face to sunbathing

o They plan extra time on trips to investigate road cuts along the way.

o Almost crashes his/her car looking at road cuts while driving.

o Someone who uses his geologic hammer to halve a boiled egg.

o Can identify the chemical formula for Cummingtonite...and chuckles like a junior-high kid every time.

o Someone who walks into an art museum and looks at the floors and columns commenting on the stylolites and fossils, rather than looking at the paintings.

o Someone who takes special interest in your granite countertops in the kitchen and after a few minutes will even produce handlenses before giving other guests an igneous petrology lesson.

o Someone who gets really upset when the countertop, which is obviously
mafic/aphanitic/metamorphic, is called granite and takes 20 minutes to tell you why you're
wrong.

Þórsmörk

Skellti mér í Þórsmörk með nemendafélaginu síðustu helgi, brjálað stuð og djamm og drykkja í um 17 klst samfleytt. Kjaftasögurnar voru ansi margar eftir ferðina enda fullt af skemmtilegum og óskemmtilegum hlutum sem gerðust. Ég byrjaði nú á því að renna í bleytunni hjá Seljalandsfossi á leiðinni með tvær myndavélar í höndunum og stóran mexíkanahatt, tognaði eitthvað í lærinu við það og komst þ.a.l. ekki á klifurnámskeiðið sem ég ætlaði á á sunnudaginn. Um nóttina skelltu sér allir í pottinn eftir að hafa borðað ótrúlega góða hamborgara en fáir gerðu sér grein fyrir því að það væri komið frost og voru ófáir sem runnu á bossan eða andlitið við pottinn. Helmingurinn er svo með sár á olbogum eftir hrjúfan, steyptan pottinn sem við gjörsamlega tróðum okkur í og lágum eins og ormar í gryfju og rifumst um mesta dýpið enda vibba kalt. Samt var svo ógeðsleg gaman, mikið spjallað, mikið sungið og mikið drukkið.
Ekkert sofið enda vorum við í kojum í tveimur skálum og þar sem ég var heyrðust þvílíkar hrotuþrumur og tal úr svefni. Auk þess vorum við 3 saman í einni koju og ansi heitt og þröngt og því ekki kjöraðstæður fyrir Óla Lokbrá. En ég svaf eins og engill í rútunni alla leiðina heim.

Ótrúlega mögnuð ferð og þakka ég samferðafólki mínu fyrir geggjaða skemmtun.


Fullt af fullu fólki að syngja í kojunni minni.


Lúðarnir, ég og Einar formaður.


Ég við Seljalandsfoss, rétt áður en ég datt.

Minney, Bylgja og ég úti í kuldanum.


Storkuberg er svalt.

Síðasta helgi var alveg hreint mögnuð. Fórum í Storkubergsferðalag með skólanum, gildir 20% í áfanganum. Þetta var alger snilld. Gengum inn þó nokkur gil og fleira og skoðuðum hin ýmsu berg í brjálæðislegri náttúrufegurð. Kvöldin fóru svo í bjórdrykkju og Trivial eða brjálað danspartý með breikkeppnum og ormakennslu. Allir fóru svo sælir en drullu þreyttir, jafnvel þunnir heim með fulla bakpoka af grjóti (við erum svo svöl). Hérna á eftir koma einhverjar myndir en mun fleiri myndir eru á Jarnörda síðunni.