fimmtudagur

Helgin

Síðasta helgi var mjög skemmtileg eins og síðustu helgar hafa nú verið. Ég tók því bara rólega á föstudagskveldinu og skellti mér aðeins í klifurhúsið að príla. Á Laugardeginum fór ég svo með stelpunum að gæsa hana Fanney okkar og byrjuðum við á því að fara á hestbak hjá Eldhestum. Það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert enda var hún Stella okkar að fara á kostum! Fengum okkur svo að borða í Eden og brunuðum svo á Stokkseyri þar sem við fórum í sturtu í sundlauginni og skelltum okkur í sparigallan. Næst á dagskrá var svo að kíkja á Draugasetrið þar sem við gengum í gegn og létum hræða úr okkur líftóruna, og já ég var alveg hrædd og ekki smeyk við að viðurkenna það. Sérsaklega var ég hrædd í herb. 9! Þórdís greyið ekki alveg nógu vel upplögð til að fara í draugahús enda ansi þunn og þreytt og var nálægt því að fara á taugum.
Við fórum svo út að borða á Fjöruborðinu þar sem ég fékk ógeðslega stóran skammt af humarsúpu og reyndi að klára hana alla, ekki sniðugt, gat ekki hreyft mig eftir það.
Næst á dagskránni hjá mér var að bruna í bæinn, sækja Marín og skella okkur til Keflavíkur í partý á Vellinum hjá Minney, afm og innflutnings. Brjálað djamm og auðvitað tókum við svefnpokana okkar með og krössuðum hjá Minney.
Daginn eftir var bara vinna og klifur. Komum aftur þunnar á klifurnámskeiðið, annað skiptið í röð. Væri gaman að vita hvað fólk héldi um okkur. Alltaf allar þunnar og ónýtar og síðast mætti Selma líka handónýt.
Svona er nú líf okkar brjálæðinganna.

4 ummæli:

Boobie Trap sagði...

Fokk, það halda allir að við séum skemmtilegastar á svæðinu! .... það er svo sem ekkert að halda... við ERUM skemmtilegastar á svæðinu.

Nafnlaus sagði...

Sammála!!! við erum snillingar:D hehe ég er að fara að mæta í fyrsta skipti ekki þunn á námskeiðið shitt get ekki beðið eftir að fara að klifra síja suckers múhahahaha
ok bæ

Nafnlaus sagði...

ég er að drepast í puttunum, sárunum. ég hata að þurfa að teygja á þessu. en ég hlakka svo sjúklega til að fara í Björkina!
Eigum við ekki að fara á morgunn eftir efnó??

Nafnlaus sagði...

þetta var ég