sunnudagur

Til hammó með ammó Selur!
Selma hélt upp á afmælið sitt í gær. Hún byrjaði á að fara í hvalaskoðun en ég var að vinna og komst því miður ekki, svo var grillveisla hjá mömmu hennar og brilleruðum við í teyjutvist, hlustuðum á lag Nachos, Naggur McNuggets sem var algert æði. Um kvöldið var svo partý á ellefunni, svaka djamm og stuð, æðislegt kvöld en var samt komin heim skikkalegum tíma. Marín brjálæðingur mætti aðeins of seint í afmælið þar sem hún ákvað að skella sér á 1 stk. húðflúr á Grand Rock. Geggjað flott hjá litla rebelnum en hún teiknaði það sjálf.

Á þriðjudaginn byrjar svo sumarvinnan í Laugarlandi fyrir alvöru, mætum austur kl. 09:00 eldhress og kát, farin að hlakka svaðalega til. Þetta mun þó vera mun minni vinna í fyrra þar sem við vinnum bara í 3 daga og förum svo í frí í 3 daga. Það verður svo bara gert eitthvað skemmtó og ævintýró í fríunum.

Over and out.
Annas

Jarnörd


Halló halló ég er enn á lífi!



Ég hef bara haft svo mikið að gera síðustu mánuði og auk þess er ég bara ekki með netið heima. Ég er bara búin að vera á fullu að jarðfræðinördast, bæði í skólanum og annarstaðar. Ég bloggaði reyndar rosalega langa færslu í mars eftir að við jar nördarnir fórum í sumarbústað á Arnarstapa en færslan barasta hvarf þegar ég reyndi að skella inn myndunum! Fórum svo í 5 daga ferð um suðurlandið í maí, strax eftir prófin sem hluti af jar 2A námskeiðinu, brjálað stuð allan tíman og ég var að koma úr smá road trip með Marín sem við skelltum okkur í um helgina. Heimsóttum m.a. Báru og fórum í dágóða göngu með henni og bauð hún okkur svo uppá heitt kakó og vöfflur. Þar sem við gleymdum nú tjaldinu heima þá ákváðum við að skella okkur til mömmu, keyrðum yfir Laxárdalsheiðina úr Hrútafirðinum og komum aðeins við í Stykkishólmi. Gistum svo hjá mömmu í nótt og gengum uppá Búlandshöfðatind(507m) í dag. Ég er búin að vera að passa voffan hans frænda hana Hófí og drógum við hana með okkur um allt enda hefur hún jafn mikinn áhuga og við á steinum.



Ferlega hressandi helgi, mæli með þessu!




Við Bára að berja í hraunið


Marín í bílnum að þurrka sokkana sína


Séð frá toppi Búlandshöfða


Hófí á toppnum, ég bakvið hana að senda sms enda ekkert samband á leiðinni upp

Myndirnar eru eign Marínar Óskar þar sem mínar myndir eru enn í myndavélinni.