fimmtudagur

Leikskóli, skósóli, í bóli á réttu róli

Jæja þá er ég byrjuð í nýrri vinnu sem er bara æðislegt nema hvað ég er ekki enn laus úr minni gömlu...á eftir að vinna uppsagnarfrestinn minn. Ég þarf því að fara á nokkrar næturvaktir í viðbót sem er bara ömulegt. Ég er nefnilega ekki að meika þessar næturvaktir lengur. En í gær byrjaði ég í hinni vinnunni minni sem er s.s. á leikskóla og er bara rosalega gaman að vinna þar, allavegana miðað við fyrstu kynni af starfinu og starfsfólkinu. Svo er bara svo æðislegt að vakna en ekki fara að sofa á morgnanna. Ég tími samt ekki að hætta í hinni vinnunni og verð því á einhverjum kvöld- og helgarvöktum. Það skondna við þetta allt saman er að ég er að vinna með gömlu fóstrunni minni af Fellaborg og það er líka önnur stelpa sem var með mér á Fellaborg sem er að vinna þarna! Alveg hreint magnað.

Úfff...

laugardagur

Eurovision 2006

Þessi samantekt er ekki tiltæk. Smelltu hér til að skoða færsluna.

fimmtudagur

Náæta?

Í morgunn fletti ég Leikbæjarblaðinu en nú er öskudagurinn hinn aldræmdi að fara að nálgast og byrjað er að auglýsa búninga villt og galið. Þetta árið er þó hægt að kaupa fullorðins búninga. Það sem vakti þó athygli mína er að ef ég vil, þá get ég keypt náætu búning, og hvernig ætli náæta líti út? Jú hún er svört vera í þröngum fjólubláum kufli. Ég hvet ykkur eindregið að glugga í þennan skemmtilega bækling og líta náætuna augum. Svo eru alveg einstaklega skemmtilegar hárkollur í miklu úrvali þarna.