föstudagur

Sumardagskráin 2005:
Maí: Kaupa bíl.
Júní: Fara til skotlands.
Júlí: Fara til Spánar.
Ágúst: Fara á Hornstrandir.

Já geggjað sumar. Og það sem meira er þá fer ég ekki á hausinn af þessu!

Ég fór í bátsferð með Svönu systir á Mánudaginn. Skoðuðum einhverjar eyjar út frá Stykkishólmi. Þar var aðaláhersla lögð á fuglategundir og bergmyndanir. Mjög áhugavert. Sáum Dýlaskarf, Toppskarf, Teista, Haförn, Æðafugla og fl. Einnig sáum við lárétt stuðlaberg. Já ég er nörd. Það sem stóð þó upp úr var það að neti var kastað út og í það komu fullt af krossfiskum, kröbbum, skeljum og ígulkerjum. Ég var í því að bjarga kröbbunum því þeir voru alltaf að detta á bakið og útlendingarnir þorðu því ekki, en við vorum einu íslendingarnir í ferðinni. Svo fengum við að gæða okkur á kræsingunum, hráum beint úr sjónum.. nammm. Hörpudiskarnir voru ´lang bestir og fengum við soldið af þeim því útlendingarnri þorðu ekki. ÆÆ þeir misstu af miklu.

Fór annars í sund í gær með Fanney og Ísaki. Það var gaman og ég brann í framan. Fékk einnig smá sundbolafar. Fór svo aftur kl. 8 í morgunn og skerpti aðeins á farinu. Ætli maður neyðist ekki til þess að fara í bikiní svo maður verði ekki með hvítan mallakút og ´mjög áberandi far á bakinu?!? ussusssvei.

Jæja kúkalakkar, krabbalabbar, kakkalakkar og krakkalabbar. Bið að heilsa öllum vinum ykkar og fjölskyldum krossfiskanna!

Engin ummæli: