mánudagur

Skotland, ó Skotland! Hér kemur Gréta!

Ég hef áhyggjur af vinkonu minni. Hef mikið hugsað um að senda hana til sálfræðings. Þannig er nefnilega komið fyrir þessari vinkonu minni að hún er með hitt kynið á heilanum og þar sem hún er ,,komin á fast´´ þá fær hún útrás í gegnum mig. Þessi vinkona mín segir úúúúú í hvert sinn sem ég tala við strák eða bara sé einn slíkan. Það skiptir ekki máli hvaða strákur það er, það getur verið kassagaur í einhverri matvöruversluninni eða bara gaur sem labbar fyrir framan bílinn minn þegar ég stoppa á umferðaljósum. Það sem lét mig hugsa um að senda hana til sálfræðings var stuttur bíltúr sem við fórum í í dag. Í þessum bíltúr sagði hún: ,,úúúúú ertu hrifin?´´ um 3 stráka og þetta var mjög stuttur bíltúr. Svo þar sem flest fólk skoðar jógúst og klósettpappír í Bónus skoðar hún súkkulaðirúsínur og starir á smokka. Sumir myndu bara segja að þessi stúlka væri eðlileg, en þá þekkja þeir hana ekki nógu vel. Kannski er hún bara sérstök en ég er enn á því að hún hefði bara gott af því að leita sér aðstoðar hjá sérfræðingi.

En hvað um það. Ég er á leiðinni til Skotlands snemma í fyrramálið. Tek flugrútuna kl. 4:45 frá BSÍ. Svo ég mun að öllum líkindum ekki blogga neitt í 9 daga. En kannski finn ég nú Internetcafé þarna í sveitum Skotlands og þá mun ég nú segja ykkur kæru vinir, kunningjar og aðrir hvað ég mun vera að aðhafast þarna í mér ókunnugu landi. Vona allavegana að það verði eitthvað ævintýri en þó ekki líkt og Hans og Grétu ævintýrið þar sem mér er illa við gamlar ljótar nornir sem pota í fólk með priki.
Jæja vinir ég kveð í bili!
Ykkar ástkæra

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúúú ertu skotin í Hans?

Gvendur sagði...

Jæja, gaf honum Vilhjálmi aftur mat í gær. Ekki bara mat heldur líka svona brúna hringi einhverja sem ég held að hann sé alveg vel að digga.Hef samt ekki enn þorað að halda á honum.
Kv. Súsanna.

Nafnlaus sagði...

Hahahaha... En fyndið!
Súsanna.

Nadia sagði...

Anna Stella hver er ég; "Híhí, kærastinn minn, híhí, ég og kærastinn minn híhí, ég er ástfangin híhí"...

Erfið gáta?

Annas, for your eyes only sagði...

Hummm....soldið erfitt. Hvernig geturu búið til sona erfiða gátu? hmmmmm ég er ekki viss...hmmmmm...