mánudagur

Gamlársdagur

Helga orðin mamma! Til hamingju rúsínan mín með litla (eða kannski ekkert svo litla) keisarann!

Ég er ógeðslega lasin og það er gamlársdagur, vaknaði kl 09:30 til að þrífa aðeins, er alveg að deyja núna og vorkenni mér rosalega.

Það var voða fínt hjá okkur Svanhvíti síðustu áramót. Horfðum bara tvær saman á áramótaskaupið og rölltum svo niður á sæbraut þar sem við gengum inn í nýja árið með ferðamönnum og freyðivíni. Eftir miðnætti týndust svo nokkir góðir partý gestir til okkar í ofur-áramótaskreyttu íbúðina okkar þar sem allir fengu ofurljóta áramótahatta.

Myndir frá síðustu áramótum....

Gleðilegt sítt hár allir saman!


laugardagur

bla bla bla..

Ví fór að klifra í gær, loksins! Er búin að vera ansi léleg í prófunum og kringum jólin enda fór ég líka vestur til mömmu að liggja í leti. En lúðinn horfði náttúrulega bara á klifurmyndbönd á netinu í tonnatali, og saknaði þess að klifra. Það kom mér á óvart að ég var ekki orðin ömulega léleg eftir pásuna, bara soldið léleg, klifraði það sem ég er vön en bara aðeins klunnalegra. Minney! ég komst upp (eins og vanalega) og alla leiðina NIÐUR hvítu-leiðina! ví.. vantaði einn gaur upp á bleiku.
Marín fór með mér. Hún er greinilega búin að einangra sig mikið í kringum jólin því það kemur eigilega aldrei fyrir að hún tali meira en ég. Litla dýrið var með munnræpu allan tíman, líka þegar við vorum í miðjum leiðum að klifra, hún hætti bara ekki. Mjög fyndið.

Ég er hætt að blaðra. Hef augljóslega ekki frá neinu að segja. Marín og Minney hafa kannski gaman af því að lesa þetta, nema þær drepi mig. Minney er föst á Ísafirði, getur ekki klifrað og er að brjálast, múhahhaha...!

Takk elsku vinkonur fyrir að vera svona duglegar að klifra með mér, þetta væri ekki eins án ykkar. Bíðum svo spenntar eftir að Selma ,joini´aftur.

mánudagur


Gleðileg jól!
Borðið yfir ykkur, rífið í ykkur steikina og hafið það yndislegt.


Ég var að æfa mig í paint. Fannst það ógeðslega gaman, alveg eins og þegar ég var 11 ára og sat við risa borðtölvuna inni í eldhúsinu í Unufelli.

sunnudagur

vei vei!
Ég er búin í prófum! -í bili. tek 2 í janúar :(
Þessi prófatörn var svakaleg, hef aldrei upplifað annan eins tíma. Byrjuðum á fullu um miðjan nóvember og fluttum þá í Öskju og nánast bjuggum þar til 20. desember. Rétt aðeins smá tími til að sofa heima hjá sér og fara í stutta sturtu-ekki meira. Ég var eins og vofa, sá varla dagsljós og er enn með bauga niður á hné. Það eina sem gerði þetta bærilegt er fólkið sem ég lærði með, það hefur hjálpað mér að halds geðheilsu, sérstaklega fyrir storkubergs- og steingervingafræði-prófin.
Núna er ég komin til mömmu og ætla að vera hérna aðeins um jólin, liggja í leti, borða meira nammi og gera ekki rassgat og það sem er kannski mikilvægast -AÐ SOFA! Hef ekki sofið almennilega í u.þ.b 3 vikur og þrái það svo heitt. Fer svo aftur heim milli jóla og nýárs og vinna, og jafnvel djamma. Látið mig vita ef þið eruð til í eitthvað stúss kæru vinir.

miðvikudagur

Ég fór í klippingu í dag. Klippti mig til að líkjast Spock meira og ég er mjög svo ánægð með hárið á mér.

Nú eru tvö próf búin, annað verklegt storkuberg- ekki svo mikið mál. Hitt munnlegt storkuberg-alger hryllingur. Við vorum látin draga einn miða með einu atriði sem við áttum að skýra frá fyrir framan 2 kennara. Ég hef sjaldan ef ekki aldrei svitnað svona mikið, var hreinlega að fara á taugum. Titraði og skalf og var sennilega eins og tómatur í framan. Ég dró utangarðsefni í kviku-heimurinn hrundi, ég var að vonast eftir því að ég fengi eitthvað magnað, æðislegt og skemmtilegt sem ég kynni að segja frá, bergraðir á íslandi, súrt berg, vatn og kvikuþróun eða makapouhou (veit ekki hvernig þetta er skrifað) tjörnin á Hawaii.
Ég skeit upp á bak. Slíkt hið sama gerðu reyndar margir aðrir enda skutu kennararnir á okkur allskonar spurningum og sumar skildum við ekki einu sinni. Ég vildi nú helst bara bráðna ofaní gólfið þegar annar kennarinn rétti mér lotukerfið og sagði mér að segja sér afhverju utangarðsefni væru utangarðs út frá lotukerfinu. Ég skalf svo að ég sá varla á lotukerfið og fann ekki efnin sem ég var að leita að. Sem betur fer fór annar kennarinn að tala eitthvað um berg á ítalíu og þá skellti hinn á mig spurningu sem var greinilega send af himnum. hann spurði mig afhverju að H2O væri aðalefni í andesfjöllum en ekki utangarðs eins og hér á landi. Ég ljómaði, loksins gat ég komið með skýrt svar við spurningu frá þeim og leit ekki út eins og fáviti. Ef ég næ þessu prófi þá er það sennilega allt þessari spurningu að þakka og kannski því að ég gat nefnt 2 algeng utangarðsefni á íslandi og sagt hvað yrði um þau.

Á föstudaginn er svo Almenn efnafræði 1. Hlakka ekki til.
Mánudagurinn sér svo um setlagafræðina og miðvikudagur steingervingafræði OG SVO ER ÞAÐ BJÓRINN!

sunnudagur

ótrúlega sniðug hugmynd

Ég, Hanna og Marín ætlum að reyna að komast á Star Trek ráðstefnu í Las Vegas einhvern daginn. Það verður viðbjóðslega gaman. Erum búnar að velja okkur karaktera en við verðum að vera einhver Star Trek karakter. Ef einhver er ólmur í að ganga í StarTrek gengið okkar þá er henni eða honum velkomið að ´joina.´ En eina skilyrðið er að velja sér karakter og má hann ekki vera sá sami og við erum búnar að ,,panta´´ að vera.

Svona er mikið að gera í prófunum, maður verður kannski hálf geðveikur á að lesa svona mikið og nærast svo lítið. Hanna, captain James t.Kirk



Marín, Seven of Nine

Ég, Spock.

föstudagur

Chuck

Hver er flottari en Chuck? sennilega enginn.
Hver er heitari en hann? Pottþétt enginn.
Það er heldur enginn sterkari en hann.
Hann er ótrúlega magnaður.


Chuck Norris doesn´t get frostbite. Chuck Norris bites frost.

When Cuck Norris does a pushup, he isn´t lifting him self up, he´s pushing the earth down.

Chuck Norris doesn´t sleep. He waits.

Chuck Norris doesn´t wear a watch. He desides what time it is.

There is no chin behind Chuck Norris´beard. There is only another fist.

Uppáhalds síðan mín þessa dagana er: http://www.chucknorrisfacts.com/ en þar er hægt að finna fullt af fleiri góðum og sönnum staðreyndum um idoli okkar allra Hr. Chuck Norris.

Aha..

Sælt veri liðið. Það hefur verið sjúklega mikið að gera hjá mér, endalaust mikið og ég hef ekki verið að eyða tímanum mínum í það sem ég hef þurft að vera að gera. Nei ég er búin að vera með bíla á heilanum og þ.a.l. bara hangið á bílasíðum og bílasölum. Loksins er ég þó búin að kaupa mér bíl og get þá farið að læra eins og brjálæðingur enda styttist óhugnalega í prófin. Fyrstu prófin eru algerar stressklessur. Fyrsta er 30. nóv sem er verklegt í storkubergi, frekar stressandi enda virðast bergtegundirnar sem við eigum að vera með á hreinu vera endalausar. Svo 5. des verður MUNNLEGT PRÓF í því sama. Algert hell! ég er skíthrædd um að kafna úr stressi! Munnlegt próf er ekki eitthvað sem ég ,,höndla´´ vel. Sitja fyrir framan tvo kennara og útskýra eitthvað sem ég varla skil sjálf, hvað þá að ég gæti komið því í orð og út úr mér. Svo koma restin af prófunum í einni runu, Stærðfræðigreining, Almenn efnafræði, Setlagafræði og Steingervingafræði. Ég er farin að hlakka óskaplega mikið til þess að komast í jólafrí, anda, gera kannski ekki rassgat nema eitthvað sem er alveg svakalega rólegt en þó skemmtilegt.
AAAaaaaaammmmmmmmmmmmmmmm........................

fimmtudagur

Kveð ég nú hann Tóta minn

uss og svei. Hvað haldiði að hafi komið fyrir mig fyrir nkl. viku síðan? Jú ég var á leiðinni í skólann í rólegheitum þegar ég stöðvaði í sakleysi mínu á beygjuljósi hjá Öskju enda var rautt ljós og ég hef lagt það í vana að stöðva við svoleiðis ljós. Allt í einu bara búmm! ég skallaði hauspúðan f$#&! fast og bíllinn minn kastaðist nokkra metra áfram. Ég eitthvað vönkuð tók lyklana mína úr svissinum og fór að raða þeim, renndi upp úlpunni og sat svo bara og starði á ljósið áfram í smá stund. Loks ákvað ég að fara út úr bílnum og við mér blasti ekki fögur sjón. Bíllinn í kássu :( Löggan kom svo og tók skýrslu og lét taka bílinn minn í burtu enda ónýtur. Maðurinn sem klessti á mig hélt að hann væri á akreininni við hliðiná og þar var grænt þannig að hann brunaði á mig á allgóðum hraða. Marín var svo yndislega að þjóta úr tíma og hanga með mér við skýrslugerð og uppá slysó.
Nú þarf ég að kaupa mér nýjan bíl og mér finnst það leiðilegt. Tóti minn var kannski ekkert augnayndi en hann var gamall og traustur. Ef þið vitið um einhvern eðal bíl á góðu verði látið mig þá endilega vita.


Helgin

Síðasta helgi var mjög skemmtileg eins og síðustu helgar hafa nú verið. Ég tók því bara rólega á föstudagskveldinu og skellti mér aðeins í klifurhúsið að príla. Á Laugardeginum fór ég svo með stelpunum að gæsa hana Fanney okkar og byrjuðum við á því að fara á hestbak hjá Eldhestum. Það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert enda var hún Stella okkar að fara á kostum! Fengum okkur svo að borða í Eden og brunuðum svo á Stokkseyri þar sem við fórum í sturtu í sundlauginni og skelltum okkur í sparigallan. Næst á dagskrá var svo að kíkja á Draugasetrið þar sem við gengum í gegn og létum hræða úr okkur líftóruna, og já ég var alveg hrædd og ekki smeyk við að viðurkenna það. Sérsaklega var ég hrædd í herb. 9! Þórdís greyið ekki alveg nógu vel upplögð til að fara í draugahús enda ansi þunn og þreytt og var nálægt því að fara á taugum.
Við fórum svo út að borða á Fjöruborðinu þar sem ég fékk ógeðslega stóran skammt af humarsúpu og reyndi að klára hana alla, ekki sniðugt, gat ekki hreyft mig eftir það.
Næst á dagskránni hjá mér var að bruna í bæinn, sækja Marín og skella okkur til Keflavíkur í partý á Vellinum hjá Minney, afm og innflutnings. Brjálað djamm og auðvitað tókum við svefnpokana okkar með og krössuðum hjá Minney.
Daginn eftir var bara vinna og klifur. Komum aftur þunnar á klifurnámskeiðið, annað skiptið í röð. Væri gaman að vita hvað fólk héldi um okkur. Alltaf allar þunnar og ónýtar og síðast mætti Selma líka handónýt.
Svona er nú líf okkar brjálæðinganna.

Skálafellsjöklamælingaferð.

Það er alltaf nóg að gera hjá mér eins og margir vita. Við í jarðfræðinni skelltum okkur á föstudag upp að Skálafelljökli um helgina til að sporðamæla hann. Ég og Minney byrjuðum þó á því að kíkja í Vísó í Eldingu á föstudeginum en fórum fljótlega þaðan, í búð að versla nesti og skelltum okkur af stað austur. Hinir krakkarnir voru þá þegar löngu lagðir af stað. Náðum þeim þó í einu af pissustoppunum þeirra nokkru áður en við komum að Smyrlabjörgum þar sem við gistum, sem betur er því við hefðum aldrei fundið þetta í myrkrinu.
Nóttin fór svo í drykkju, söng, dans og fl. þar sem flestir fóru snemma að sofa og enduðum við einstaklingarnir, ég Minney og Kristján ein á sumbli til kl. 5.

Á Laugardeginum vaknaði ég svo hress (ehemm..) kl. 9:10 og fór í morgunnverð með liðinu og var svo bara brunað af stað í að Skálafelli, lögðum bílnum okkar þar og tókum hundinn af bænum, hana Heklu, með okkur upp að jöklinum. Það var ansi magnað að sjá jökulinn enda stórglæsilegur drullupési. Gengum meðfram honum og mældum tvisvar frá hliðunum og ætluðum svo að mæla sporðinn en þegar þangað var komið blasti við okkur risa lón og tvær stórar jökulár sem umluktu stikuna okkar góðu. Þegar jökullinn var mældur síðast voru aðstæður allt aðrar og hefur jökullinn okkar hörfað alveg þó nokkuð mikið. En jæja, ekki vorum við með bát né svif-flugu svo við gengum bara heim á leið aftur, sáum hreindýr, eða öllu heldur allir nema ég sem starði á einhvern stein og hélt ég væri að glápa á hreindýrið, skildi ekkert í því hvað allir sáu hornin á því vel. Eftir kvöldmat var svo farið í actionary og svo bara drukkið og djammað og aftur enduðum við bara 3 um nóttina að prakkarast.

Á sunnudeginum vöknuðum við þunn en sæl og skelltum okkur í bæinn, ég bílstjórinn, söng hástöfum til að halda mér vakandi enda voru Minney og Kristján hrjótandi við hliðiná mér. Við vorum komin í bæinn rúmlega 17 og fórum við Minney beint uppí Klifurhús eftir að hafa skutlað Kristjáni heim, lögðum okkur í bílnum í smá stund og fórum svo á klifurnámskeið í 2 klst.

Ég held ég sé enn að jafna mig eftir þessu mjög svo annasömu og svefnlausu helgi.

Takk fyrir yndislega ferð krakkar mínir og afsakaðu ónæðið af okkur Bára mín!
Hlakka til næstu ferðar!

Ég?

Geologists are 'scientists' with an unnatural obsession with rocks and alcohol.

One of the main difficulties in communicating with geologists is their belief that a million years is a short amount of time and their heads are harder than rocks.

They tend to not give a shit about hot political topics, such as anthropogenic climate change, since each one of them can name at least 20 other geologic events that are going to wipe our asses out way before sea levels rise and increased hurricane activity bother us.

When it comes to politics they just don't give a shit. They would rather be hiking in a desert looking at beach sand that happened 200 million years ago.

It is a well-established fact that field geologists are magma-hot. This is not well known because field geologists tend to stay in the field most of the time, where only other field geologists get to see how hot they are.

There is a considerable, and still growing body of scientific literature that suggests that geologists are in fact the world's first alcohol-based life form. Owing to a crucial imbalance in blood electrolyte levels (possibly caused by overexposure to bad rock puns) most find it necessary to imbibe vast quantities of alcoholic beverages at every opportunity. If you ever encounter a geologist who is sober after 6pm, this person is an imposter: possibly an alien; probably a geophysicist, marine geographer or hydrologist. Alcoholism is an acceptable, even socially beneficial, disease for an active geologist

The phrase "I am not an alcoholic, I am a geologist" has become quite common within many student body's to explain their metamorphism from an organic based life form to a alcohol-based one. .

Alcohol is an essential companion and tool in the field (as well as out), just as important as the rock hammer, Brunton compass, and hand-lens


How to spot a Geologist: To spot a geologist in the wild, look for:

o Hand-lens, compass, pen-knife, handcuffs etc. tied round neck with string.

o Someone explaining to airport security that a sidewall core covered in gunpowder residue isn't really a weapon.

o Takes photos, includes people only for scale, and has more pictures of rock hammer and lens cap than of his family

o Some who has travelled to Jupiter's moon, IO, and thought the coolest part about it were the volcanoes and not the space travel.

o Someone with a collection of beer cans/bottles that rivals the size of his rock collection.

o Someone who brings beer instead of water when hiking.

o Someone whose lunch consists of rocks, instead of ordinary bread.

o Someone whose child is trained to know the geologic timescale before being able to walk.

o Often has hair in a pony-tail (this applies to male or female geologists).

o Someone who considers a "recent event" to be anything that has happened in the last hundred million years.

o Someone who licks and/or scratches & sniffs rocks or in case of china clay will eat it to prove its perfectly safe.

o Someone who eats dirt and claims to be "getting an estimate of grain size"

o Someone who will willingly cross an eight-lane interstate on foot to determine if the outcrops are the same on both sides.

o Someone who can pronounce the word molybdenite correctly on the first try

o Someone who has hiked 6 miles to look at a broken fence that was "offset by a recent earthquake".

o Someone who says "this will make a nice Christmas gift" while out rock collecting.

o Someone who even on an average day in the field can make Indiana Jones look like a bit of a klutzy wuss

o They look at scenery and tell you how it formed

o Pockets tend to be filled with bits of rock.

o Wears hiking boots constantly,even for formal functions, occasionally sandals with (obligatory) socks

o When on a beach will collect shells and try to explain their muscle scars to you.

o Someone who prefers to explain the sequence of events shown in a cliff face to sunbathing

o They plan extra time on trips to investigate road cuts along the way.

o Almost crashes his/her car looking at road cuts while driving.

o Someone who uses his geologic hammer to halve a boiled egg.

o Can identify the chemical formula for Cummingtonite...and chuckles like a junior-high kid every time.

o Someone who walks into an art museum and looks at the floors and columns commenting on the stylolites and fossils, rather than looking at the paintings.

o Someone who takes special interest in your granite countertops in the kitchen and after a few minutes will even produce handlenses before giving other guests an igneous petrology lesson.

o Someone who gets really upset when the countertop, which is obviously
mafic/aphanitic/metamorphic, is called granite and takes 20 minutes to tell you why you're
wrong.

Þórsmörk

Skellti mér í Þórsmörk með nemendafélaginu síðustu helgi, brjálað stuð og djamm og drykkja í um 17 klst samfleytt. Kjaftasögurnar voru ansi margar eftir ferðina enda fullt af skemmtilegum og óskemmtilegum hlutum sem gerðust. Ég byrjaði nú á því að renna í bleytunni hjá Seljalandsfossi á leiðinni með tvær myndavélar í höndunum og stóran mexíkanahatt, tognaði eitthvað í lærinu við það og komst þ.a.l. ekki á klifurnámskeiðið sem ég ætlaði á á sunnudaginn. Um nóttina skelltu sér allir í pottinn eftir að hafa borðað ótrúlega góða hamborgara en fáir gerðu sér grein fyrir því að það væri komið frost og voru ófáir sem runnu á bossan eða andlitið við pottinn. Helmingurinn er svo með sár á olbogum eftir hrjúfan, steyptan pottinn sem við gjörsamlega tróðum okkur í og lágum eins og ormar í gryfju og rifumst um mesta dýpið enda vibba kalt. Samt var svo ógeðsleg gaman, mikið spjallað, mikið sungið og mikið drukkið.
Ekkert sofið enda vorum við í kojum í tveimur skálum og þar sem ég var heyrðust þvílíkar hrotuþrumur og tal úr svefni. Auk þess vorum við 3 saman í einni koju og ansi heitt og þröngt og því ekki kjöraðstæður fyrir Óla Lokbrá. En ég svaf eins og engill í rútunni alla leiðina heim.

Ótrúlega mögnuð ferð og þakka ég samferðafólki mínu fyrir geggjaða skemmtun.


Fullt af fullu fólki að syngja í kojunni minni.


Lúðarnir, ég og Einar formaður.


Ég við Seljalandsfoss, rétt áður en ég datt.

Minney, Bylgja og ég úti í kuldanum.


Storkuberg er svalt.

Síðasta helgi var alveg hreint mögnuð. Fórum í Storkubergsferðalag með skólanum, gildir 20% í áfanganum. Þetta var alger snilld. Gengum inn þó nokkur gil og fleira og skoðuðum hin ýmsu berg í brjálæðislegri náttúrufegurð. Kvöldin fóru svo í bjórdrykkju og Trivial eða brjálað danspartý með breikkeppnum og ormakennslu. Allir fóru svo sælir en drullu þreyttir, jafnvel þunnir heim með fulla bakpoka af grjóti (við erum svo svöl). Hérna á eftir koma einhverjar myndir en mun fleiri myndir eru á Jarnörda síðunni.













Felt í Skipanesi

Fórum í Skipanes á fimmtudaginn fyrir viku til að gera snið að setlögunum þar. Ákvað að skella inn nokkrum glæsilegum myndum af okkur jarnördum prílandi í 40° halla. Þetta var ógeðslega gaman og auðvitað lærdómsríkt þó svo við höfum eytt mestum tíma í að reyna að klifra upp í eðjunni og svo runnum við alltaf bara alla leið niður aftur. En okkur tókst að klára þetta, bara ein skráma, aumur bossi og grútskítugir fingur.

mánudagur

Þá er ég farin þaðan...

Já elskurnar, brjálað að gera hjá mér! Er a flytja af hinni skemmtilegu Skúlagötu hálfa leiðina til Keflavíkur, til Pedda frænda. ÉG mun að öllum líkindum sakna staðsetningarinnar heilmikið en ég mun ekki sakna eins mikið nýju íbúanna en þær eru litlar ljótar og silfurlitaðar.

Ég hata að flytja, pakka niður, pakka upp, 55 ferðir á Sorpu í góða hirðinn og Rauða krossinn og samt á maður fullt af dóti. Hvaðan kemur allt þetta drasl? Óþolandi. Og hvaða bjáni fann upp geymsluna??? Maður á ekkert að eiga geymslu! Til hvers, geyma drasl sem maður notar ekki? Allt í lagi að hafa einn skáp m jólaskrauti og snjóþotu en af hverju þurfum við að fylla marga marga fermetra af dóti sem maður notar ekki? Geymslur eru skrítin fyrirbæri. Byrjuðu sennilega sem lítið búr til að geyma mat en svo er ekki lengur.

Við þurfum að skila íbúðinni af okkur 1. Okt en ég er að fara í Storkubergsferðalag næstu helgi svo ég ætla að flytja bara á morgunn, reyna að flytja á morgunn þ.e. Hlakka til að vera búin að þessum hrylling...gubb..

Hringferð

Nú er vinnan í Laugalandi búin og ég í fríi! Ég skellti mér því með Marín hringinn í kringum landið takk fyrir. Það var ógeðslega gaman. Fengum jeppan hennar mömmu lánaðan og hún fékk auðvitað Tóta minn lánaðan á meðan.

Ferðin tók 8 sólahringa og var alveg mögnuð. Við dóum reyndar næstum úr kulda fyrstu 2 næturnar okkar þar sem við vorum staddar á vestfjörðum í ekki svo góðu veðri en svo á föstudegi um verslunarmannahelgina bauð hún Hanna Rósa okkur gistingu á loftinu hjá sér á Ísafirði! Takk fyrir það! sem betur fer þó því tjaldið okkar lak um nóttina enda vibba veður. En á Ísafirði djömmuðum við með Minney og svo einhverju öðru tjaldliði og skellti ég mér svo í partý hjá einhverjum ísfirðingum.

Við fengum svo gistingu hjá henni Báru okkar líka og svo á gólfinu á hárgreiðslu stofu vinkonu mömmu á Akureyri, en dýnan okkar sprakk um það leiti. Við djömmuðum vel á Akureyri enda
ennþá verslunarmannhelgin, sunnudagurinn. Eina nóttina sváfum við svo í Ásbyrgi í bílnum þar sem tjaldið var ógeðslegt og svo hjá ömmu Marínar á Vopnafirði. Á Vopnafirði fór afi hennar Marínar með okkur inn í Fagradal þar sem við tókum góða göngu í skriðum meðfram Búri og skoðuðum steingerð tré og fleira skemmtilegt.

Þetta var geggjuð ferð fyrir utan svefnvesen. Við sáum ótrúlega margt skemmtó. Það þarf ekki að tala um vestfirðina, magnaðir! Svo kíktum við auðvitað á þessa dæmigerðu ferðamanna staði, Ásbyrgi, Dimmuborgir, Goðafoss, Mývatn, Námaskarð, Dynjanda, Jökulsárlón, svartafoss og margt fleira. Keyrðum einnig Tjörnesið, ákváðum að taka forskot á það fyrir Tjörnesferð næsta árs. Sváfum svo síðustu nóttina í Skaftafelli og brunuðum svo heim þaðan. Slepptum suðurlandinu enda nýbúnar að grandskoða það í 5 daga suðurlandsferð með Jar 1A.

Mögnuð ferð í alla staði! Hlakka til að fara aftur á næsta ári og skoða allt sem ég ekki náði að skoða, sem var alveg ótrúlega mikið að mér fannst.

Takk fyrir yndislega viku Marín mín.
Einnig vil ég þakka þeim sem hýstu okkur og björguðu þar með heilsu okkar, þá sérstaklega Marínar sem var farin að ganga með pappír fastan í nös vegna nefrennslis.
Og auðvitað vil ég þakka mömmu fyrir að skipta um bíla! Hefðum ekki komist allt sem við fórum á bílnum mínum, vestfirðirnir hefði sennilega ekki verið eins skemmtilegir.




sunnudagur

Til hammó með ammó Selur!
Selma hélt upp á afmælið sitt í gær. Hún byrjaði á að fara í hvalaskoðun en ég var að vinna og komst því miður ekki, svo var grillveisla hjá mömmu hennar og brilleruðum við í teyjutvist, hlustuðum á lag Nachos, Naggur McNuggets sem var algert æði. Um kvöldið var svo partý á ellefunni, svaka djamm og stuð, æðislegt kvöld en var samt komin heim skikkalegum tíma. Marín brjálæðingur mætti aðeins of seint í afmælið þar sem hún ákvað að skella sér á 1 stk. húðflúr á Grand Rock. Geggjað flott hjá litla rebelnum en hún teiknaði það sjálf.

Á þriðjudaginn byrjar svo sumarvinnan í Laugarlandi fyrir alvöru, mætum austur kl. 09:00 eldhress og kát, farin að hlakka svaðalega til. Þetta mun þó vera mun minni vinna í fyrra þar sem við vinnum bara í 3 daga og förum svo í frí í 3 daga. Það verður svo bara gert eitthvað skemmtó og ævintýró í fríunum.

Over and out.
Annas

Jarnörd


Halló halló ég er enn á lífi!



Ég hef bara haft svo mikið að gera síðustu mánuði og auk þess er ég bara ekki með netið heima. Ég er bara búin að vera á fullu að jarðfræðinördast, bæði í skólanum og annarstaðar. Ég bloggaði reyndar rosalega langa færslu í mars eftir að við jar nördarnir fórum í sumarbústað á Arnarstapa en færslan barasta hvarf þegar ég reyndi að skella inn myndunum! Fórum svo í 5 daga ferð um suðurlandið í maí, strax eftir prófin sem hluti af jar 2A námskeiðinu, brjálað stuð allan tíman og ég var að koma úr smá road trip með Marín sem við skelltum okkur í um helgina. Heimsóttum m.a. Báru og fórum í dágóða göngu með henni og bauð hún okkur svo uppá heitt kakó og vöfflur. Þar sem við gleymdum nú tjaldinu heima þá ákváðum við að skella okkur til mömmu, keyrðum yfir Laxárdalsheiðina úr Hrútafirðinum og komum aðeins við í Stykkishólmi. Gistum svo hjá mömmu í nótt og gengum uppá Búlandshöfðatind(507m) í dag. Ég er búin að vera að passa voffan hans frænda hana Hófí og drógum við hana með okkur um allt enda hefur hún jafn mikinn áhuga og við á steinum.



Ferlega hressandi helgi, mæli með þessu!




Við Bára að berja í hraunið


Marín í bílnum að þurrka sokkana sína


Séð frá toppi Búlandshöfða


Hófí á toppnum, ég bakvið hana að senda sms enda ekkert samband á leiðinni upp

Myndirnar eru eign Marínar Óskar þar sem mínar myndir eru enn í myndavélinni.

Spáníá


Komin heim úr æðislegri ferð til Spánar. Við mamma heimsóttum systu, Viðar og Maríu og fórum svo öll upp í fjöll í um 2-3 klst frá Barcelona (við Pýreneafjöllin), leigðum okkur æðislega íbúð með arni á spænskum bæ og fórum á skíði og bretti, æðislegt útsýni og stutt í bjórinn.
María átti svo afmæli þegar ég var úti og héldum við æðislega veislu með svakalegum kræsingum. Alveg yndislegt.
Á heimleiðinni lentum við samt í svakalegum hremmingum þegar vélin okkar gat ekki lent á Stansted í London vegna óveðurs og flugmaðurinn reif vélina á fullu upp í loft aftur og tilkynnti okkur að hann gæti ekki lent á Stansted og þyrfti að reyna að lenda á Gatwick (hvernig sem þetta er nú skrifað), fólk var ælandi og vælandi og yfirflugfreyjan grét einnig, ég hinsvegar sat alveg stíf af hræðslu og verkjaði í alla vöðva (fékk meira að segja harðsperrur). Þegar við svo lentum var okkur komið fyrir í rútu sem átti að fara á Standsted og átti að taka 2 klst. En við vorum í rúma 7 klst í rútunni þar sem það var búið að loka 2 hraðbrautum og lestakerfið lá niðri vegna rafmagnsleysiss vegna óveðursins. Þegar við komum svo loksins á flugvöllinn þá vorum við löngu búin að missa af fluginu okkar heim og öll hótel í london uppbókuð! Fengum samt inn á mótel við þjóðveginn sem indæll leigubílstjóri reddaði okkur og komums heim með fyrsta flugi daginn eftir. Hef aldrei verið jafn ánægð með að komast heim til Íslands. hehe..

mánudagur

Sólasamba og Fjallatangó

Nú er maður barasta staddur i Barcelona, búin að vera í nokkra daga í Torrevieja, versla og loks heimsækja systu og fjölskyldu. Við förum svo á morgunn upp að Pýreneafjöllum þar sem við erum búin að leigja hús og ætlum að kíkja á bretti/skíði. Við mamma gáfum Maríu litlu skíði í afmælisgjöf, alveg ótrúlega lítil skíði (67cm) og er hún búin að vera að trampa um á skíðaskónum um allt í dag. Svo erum við bara búin að liggja í ótrúlega góðum kræsingum, ákváðum að halda auka jól saman og gerðum það í gær, svo nú er eiginlega jóladagur. Keyptum fleiri jólagjafir fyrir okkur og alles.
Æðislega gaman!

Bið að heilsa!

p.s. Svanhvít, er Villi Villti hress?