Skellti mér í Þórsmörk með nemendafélaginu síðustu helgi, brjálað stuð og djamm og drykkja í um 17 klst samfleytt. Kjaftasögurnar voru ansi margar eftir ferðina enda fullt af skemmtilegum og óskemmtilegum hlutum sem gerðust. Ég byrjaði nú á því að renna í bleytunni hjá Seljalandsfossi á leiðinni með tvær myndavélar í höndunum og stóran mexíkanahatt, tognaði eitthvað í lærinu við það og komst þ.a.l. ekki á klifurnámskeiðið sem ég ætlaði á á sunnudaginn. Um nóttina skelltu sér allir í pottinn eftir að hafa borðað ótrúlega góða hamborgara en fáir gerðu sér grein fyrir því að það væri komið frost og voru ófáir sem runnu á bossan eða andlitið við pottinn. Helmingurinn er svo með sár á olbogum eftir hrjúfan, steyptan pottinn sem við gjörsamlega tróðum okkur í og lágum eins og ormar í gryfju og rifumst um mesta dýpið enda vibba kalt. Samt var svo ógeðsleg gaman, mikið spjallað, mikið sungið og mikið drukkið.
Ekkert sofið enda vorum við í kojum í tveimur skálum og þar sem ég var heyrðust þvílíkar hrotuþrumur og tal úr svefni. Auk þess vorum við 3 saman í einni koju og ansi heitt og þröngt og því ekki kjöraðstæður fyrir Óla Lokbrá. En ég svaf eins og engill í rútunni alla leiðina heim.
Ótrúlega mögnuð ferð og þakka ég samferðafólki mínu fyrir geggjaða skemmtun.
Fullt af fullu fólki að syngja í kojunni minni.
Lúðarnir, ég og Einar formaður.
Ég við Seljalandsfoss, rétt áður en ég datt.
Minney, Bylgja og ég úti í kuldanum.
Ekkert sofið enda vorum við í kojum í tveimur skálum og þar sem ég var heyrðust þvílíkar hrotuþrumur og tal úr svefni. Auk þess vorum við 3 saman í einni koju og ansi heitt og þröngt og því ekki kjöraðstæður fyrir Óla Lokbrá. En ég svaf eins og engill í rútunni alla leiðina heim.
Ótrúlega mögnuð ferð og þakka ég samferðafólki mínu fyrir geggjaða skemmtun.
Fullt af fullu fólki að syngja í kojunni minni.
Lúðarnir, ég og Einar formaður.
Ég við Seljalandsfoss, rétt áður en ég datt.
Minney, Bylgja og ég úti í kuldanum.
4 ummæli:
Hæhæ ég er kíki alltaf reglulega hérna við, þú ert orðin svo dugleg að blogga ;) hehe
Þið ert alltaf að fara í einhverjar svona skemmtilegar ferðir! En gaman :D
ég kemst ekki inn á þína síðu. það kemur bara að hún sé læst!? er það ekki goosfraba?
jú en ég læsti henni :P ég skal senda þér lykilorðið, hvað er emailið þitt?
asg15@hi.is
Skrifa ummæli