Það er alltaf nóg að gera hjá mér eins og margir vita. Við í jarðfræðinni skelltum okkur á föstudag upp að Skálafelljökli um helgina til að sporðamæla hann. Ég og Minney byrjuðum þó á því að kíkja í Vísó í Eldingu á föstudeginum en fórum fljótlega þaðan, í búð að versla nesti og skelltum okkur af stað austur. Hinir krakkarnir voru þá þegar löngu lagðir af stað. Náðum þeim þó í einu af pissustoppunum þeirra nokkru áður en við komum að Smyrlabjörgum þar sem við gistum, sem betur er því við hefðum aldrei fundið þetta í myrkrinu.
Nóttin fór svo í drykkju, söng, dans og fl. þar sem flestir fóru snemma að sofa og enduðum við einstaklingarnir, ég Minney og Kristján ein á sumbli til kl. 5.
Á Laugardeginum vaknaði ég svo hress (ehemm..) kl. 9:10 og fór í morgunnverð með liðinu og var svo bara brunað af stað í að Skálafelli, lögðum bílnum okkar þar og tókum hundinn af bænum, hana Heklu, með okkur upp að jöklinum. Það var ansi magnað að sjá jökulinn enda stórglæsilegur drullupési. Gengum meðfram honum og mældum tvisvar frá hliðunum og ætluðum svo að mæla sporðinn en þegar þangað var komið blasti við okkur risa lón og tvær stórar jökulár sem umluktu stikuna okkar góðu. Þegar jökullinn var mældur síðast voru aðstæður allt aðrar og hefur jökullinn okkar hörfað alveg þó nokkuð mikið. En jæja, ekki vorum við með bát né svif-flugu svo við gengum bara heim á leið aftur, sáum hreindýr, eða öllu heldur allir nema ég sem starði á einhvern stein og hélt ég væri að glápa á hreindýrið, skildi ekkert í því hvað allir sáu hornin á því vel. Eftir kvöldmat var svo farið í actionary og svo bara drukkið og djammað og aftur enduðum við bara 3 um nóttina að prakkarast.
Á sunnudeginum vöknuðum við þunn en sæl og skelltum okkur í bæinn, ég bílstjórinn, söng hástöfum til að halda mér vakandi enda voru Minney og Kristján hrjótandi við hliðiná mér. Við vorum komin í bæinn rúmlega 17 og fórum við Minney beint uppí Klifurhús eftir að hafa skutlað Kristjáni heim, lögðum okkur í bílnum í smá stund og fórum svo á klifurnámskeið í 2 klst.
Ég held ég sé enn að jafna mig eftir þessu mjög svo annasömu og svefnlausu helgi.
Nóttin fór svo í drykkju, söng, dans og fl. þar sem flestir fóru snemma að sofa og enduðum við einstaklingarnir, ég Minney og Kristján ein á sumbli til kl. 5.
Á Laugardeginum vaknaði ég svo hress (ehemm..) kl. 9:10 og fór í morgunnverð með liðinu og var svo bara brunað af stað í að Skálafelli, lögðum bílnum okkar þar og tókum hundinn af bænum, hana Heklu, með okkur upp að jöklinum. Það var ansi magnað að sjá jökulinn enda stórglæsilegur drullupési. Gengum meðfram honum og mældum tvisvar frá hliðunum og ætluðum svo að mæla sporðinn en þegar þangað var komið blasti við okkur risa lón og tvær stórar jökulár sem umluktu stikuna okkar góðu. Þegar jökullinn var mældur síðast voru aðstæður allt aðrar og hefur jökullinn okkar hörfað alveg þó nokkuð mikið. En jæja, ekki vorum við með bát né svif-flugu svo við gengum bara heim á leið aftur, sáum hreindýr, eða öllu heldur allir nema ég sem starði á einhvern stein og hélt ég væri að glápa á hreindýrið, skildi ekkert í því hvað allir sáu hornin á því vel. Eftir kvöldmat var svo farið í actionary og svo bara drukkið og djammað og aftur enduðum við bara 3 um nóttina að prakkarast.
Á sunnudeginum vöknuðum við þunn en sæl og skelltum okkur í bæinn, ég bílstjórinn, söng hástöfum til að halda mér vakandi enda voru Minney og Kristján hrjótandi við hliðiná mér. Við vorum komin í bæinn rúmlega 17 og fórum við Minney beint uppí Klifurhús eftir að hafa skutlað Kristjáni heim, lögðum okkur í bílnum í smá stund og fórum svo á klifurnámskeið í 2 klst.
Ég held ég sé enn að jafna mig eftir þessu mjög svo annasömu og svefnlausu helgi.
Takk fyrir yndislega ferð krakkar mínir og afsakaðu ónæðið af okkur Bára mín!
Hlakka til næstu ferðar!
5 ummæli:
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þið og sjá hvaða ævintýrum þú lendir í, langar með næst;)
og hei lagaðu linkinn á síðuna mína hann er vitlaus... það er rusinan.bloggar.is:)
I shall torment you all with my rubber ball! *really evil laugh* *coughs* *dies*
Hvað segir uppáhaldsnördið mitt gott?
ég segi allt gott listabjáni. Væri samt alveg til í að geta kommentað það hjá þér! hata að lesa bloggið þitt og geta ekki kommentað.
Skrifa ummæli