vei vei!
Ég er búin í prófum! -í bili. tek 2 í janúar :(
Þessi prófatörn var svakaleg, hef aldrei upplifað annan eins tíma. Byrjuðum á fullu um miðjan nóvember og fluttum þá í Öskju og nánast bjuggum þar til 20. desember. Rétt aðeins smá tími til að sofa heima hjá sér og fara í stutta sturtu-ekki meira. Ég var eins og vofa, sá varla dagsljós og er enn með bauga niður á hné. Það eina sem gerði þetta bærilegt er fólkið sem ég lærði með, það hefur hjálpað mér að halds geðheilsu, sérstaklega fyrir storkubergs- og steingervingafræði-prófin.
Núna er ég komin til mömmu og ætla að vera hérna aðeins um jólin, liggja í leti, borða meira nammi og gera ekki rassgat og það sem er kannski mikilvægast -AÐ SOFA! Hef ekki sofið almennilega í u.þ.b 3 vikur og þrái það svo heitt. Fer svo aftur heim milli jóla og nýárs og vinna, og jafnvel djamma. Látið mig vita ef þið eruð til í eitthvað stúss kæru vinir.
sunnudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
ji hvað þú ert dúleg:) já þú ert sko að fara að djamma! með MER:)
vei ví vú! hlakka til. ertu búin að bjóða liðinu á föstudaginn??? uuu...?
Veistu ég held ég þurfi það ekki, Haffi er svo spenntur fyrir þessu að ég held að hann sjái um það:) hehe
hehe þurfum að muna eftir eldhússtelpunum!
Skrifa ummæli