mánudagur

Gamlársdagur

Helga orðin mamma! Til hamingju rúsínan mín með litla (eða kannski ekkert svo litla) keisarann!

Ég er ógeðslega lasin og það er gamlársdagur, vaknaði kl 09:30 til að þrífa aðeins, er alveg að deyja núna og vorkenni mér rosalega.

Það var voða fínt hjá okkur Svanhvíti síðustu áramót. Horfðum bara tvær saman á áramótaskaupið og rölltum svo niður á sæbraut þar sem við gengum inn í nýja árið með ferðamönnum og freyðivíni. Eftir miðnætti týndust svo nokkir góðir partý gestir til okkar í ofur-áramótaskreyttu íbúðina okkar þar sem allir fengu ofurljóta áramótahatta.

Myndir frá síðustu áramótum....

Gleðilegt sítt hár allir saman!


Engin ummæli: