sunnudagur

Til hammó með ammó Selur!
Selma hélt upp á afmælið sitt í gær. Hún byrjaði á að fara í hvalaskoðun en ég var að vinna og komst því miður ekki, svo var grillveisla hjá mömmu hennar og brilleruðum við í teyjutvist, hlustuðum á lag Nachos, Naggur McNuggets sem var algert æði. Um kvöldið var svo partý á ellefunni, svaka djamm og stuð, æðislegt kvöld en var samt komin heim skikkalegum tíma. Marín brjálæðingur mætti aðeins of seint í afmælið þar sem hún ákvað að skella sér á 1 stk. húðflúr á Grand Rock. Geggjað flott hjá litla rebelnum en hún teiknaði það sjálf.

Á þriðjudaginn byrjar svo sumarvinnan í Laugarlandi fyrir alvöru, mætum austur kl. 09:00 eldhress og kát, farin að hlakka svaðalega til. Þetta mun þó vera mun minni vinna í fyrra þar sem við vinnum bara í 3 daga og förum svo í frí í 3 daga. Það verður svo bara gert eitthvað skemmtó og ævintýró í fríunum.

Over and out.
Annas

Engin ummæli: