sunnudagur

Jarnörd


Halló halló ég er enn á lífi!



Ég hef bara haft svo mikið að gera síðustu mánuði og auk þess er ég bara ekki með netið heima. Ég er bara búin að vera á fullu að jarðfræðinördast, bæði í skólanum og annarstaðar. Ég bloggaði reyndar rosalega langa færslu í mars eftir að við jar nördarnir fórum í sumarbústað á Arnarstapa en færslan barasta hvarf þegar ég reyndi að skella inn myndunum! Fórum svo í 5 daga ferð um suðurlandið í maí, strax eftir prófin sem hluti af jar 2A námskeiðinu, brjálað stuð allan tíman og ég var að koma úr smá road trip með Marín sem við skelltum okkur í um helgina. Heimsóttum m.a. Báru og fórum í dágóða göngu með henni og bauð hún okkur svo uppá heitt kakó og vöfflur. Þar sem við gleymdum nú tjaldinu heima þá ákváðum við að skella okkur til mömmu, keyrðum yfir Laxárdalsheiðina úr Hrútafirðinum og komum aðeins við í Stykkishólmi. Gistum svo hjá mömmu í nótt og gengum uppá Búlandshöfðatind(507m) í dag. Ég er búin að vera að passa voffan hans frænda hana Hófí og drógum við hana með okkur um allt enda hefur hún jafn mikinn áhuga og við á steinum.



Ferlega hressandi helgi, mæli með þessu!




Við Bára að berja í hraunið


Marín í bílnum að þurrka sokkana sína


Séð frá toppi Búlandshöfða


Hófí á toppnum, ég bakvið hana að senda sms enda ekkert samband á leiðinni upp

Myndirnar eru eign Marínar Óskar þar sem mínar myndir eru enn í myndavélinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir...

:P

Nafnlaus sagði...

Hæ já þú hefðir bara þurft að koma og vinna með okkur í sumar hehe

Jamm hitting alveg endilega, alla vega einhvern tímann í sumar ;)

Ég skila kveðjunni :)