Nú er maður barasta staddur i Barcelona, búin að vera í nokkra daga í Torrevieja, versla og loks heimsækja systu og fjölskyldu. Við förum svo á morgunn upp að Pýreneafjöllum þar sem við erum búin að leigja hús og ætlum að kíkja á bretti/skíði. Við mamma gáfum Maríu litlu skíði í afmælisgjöf, alveg ótrúlega lítil skíði (67cm) og er hún búin að vera að trampa um á skíðaskónum um allt í dag. Svo erum við bara búin að liggja í ótrúlega góðum kræsingum, ákváðum að halda auka jól saman og gerðum það í gær, svo nú er eiginlega jóladagur. Keyptum fleiri jólagjafir fyrir okkur og alles.
Æðislega gaman!
Bið að heilsa!
p.s. Svanhvít, er Villi Villti hress?
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ Anna mín. Mundu eftir skyrtunni, slim- fit, brún í H&M. Ef þú manst ekki eftir henni þá er það svosem allt í lagi líka. Skemmtu þér vel.
Kv. Súsanna.
Geturu lýst skyrtunni betur fyrir mér?
Er hún einlit eða með munstri, hvernig munstri þá? og síðast en ekki síst hvaða stærð!?!?
Hún er brún, einlit, ekkert munstur- medium!
Kv. Súsanna.
Hæ heilasella, ertu komin heim?
Skrifa ummæli