fimmtudagur

Í tilefni jóla

Í kvöld fékk ég að tala við slökkviliðsmann og slökkva eld. Þvílíkt ævintýri. Ég held ég hafi verið best af öllum sem með mér voru í að slökkva eldinn. Slökkti meira að segja 2 elda. En ég verð að viðurkenna að ég hafi reynslu. Já ég slökkti einu sinni eld sem var í flík sem manneskja var í. Ég reif manneskjuna úr flíkinni og stappaði á henni þar til slökknaði. Svo á ég það nú alveg til að kveikja á kertum og þá slekk ég líka á þeim. En hvað um það, slökkviliðskallinn setti olíu í eitthvað og kveikti í. Svo setti hann fyrir okkur vatn á eldinn og varð þvílík flugeldasýning...eins og fín kaka á gamlárs. Ég komst því að því að vatn á olíueld í vindi er stórhættulegur. Svo komst ég líka að því að ef ég ætla að kaupa slökkvitæki ætti ég að kaupa léttvatnstæki því það dyggði á allt og ef ég ætla að fá mér reykskynjara við eldhús þarf ég að kaupa optískan skynjara en jónískan inn í herbergin. Ykkur til fróðleiks er gott að nefna það að það tekur meðalherbergi 5 mínútur að verða al-elda og nær hitinn þar inni þá 800 gráðum! Askoti mikið en sígarettuglóð er 400 gráður. Svo er nokkuð sem heitir núllpunktur en fyrir ofan hann getur hitinn verið all-svakalegur en fyrir neðan mun minni, því á maður alltaf að vera næst gólfi (en það er líka vegna reyksins enda hættulegar gastegundir í honum) og einnig á maður að beygja sig er maður er að slökkva eldinn og beina skal slökkvidótinu að upptökum eldsins en tillit skal taka til vindáttar ef að maður er úti við.
Já ég man þetta held ég bara allt saman rétt. En þessar fróðlegu upplýsingar skal taka með fyrirvara um villu af minni hálfu.
Nú hvet ég bara alla til að kaupa sér slökkvitæki, reykskynjara og eldvarnarteppi af slökkviliðinu í Desember en þeir verða að selja þessi sniðugu örryggistæki í kringlunni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo mikið krútt

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo kikið krútt

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það.

Nafnlaus sagði...

jú jú fer að koma.