miðvikudagur

Svallinn beibí!

Sjiiiii.. það er all svakalega langt síðan ég bloggaði síðast hérna. Ég er bara búin að vera alltof upptekin af lífinu á Svalbarða síðan ég kom. Það er ennþá samt skrítin tilfinning að vera komin hingað. Ég velti því ennþá fyrir mér hvað ég er fegin að hafa komist inn í skólann og drifið í þessu og hversu skrítið það er að vera loksins komin eftir allan þennan tíma (ss síðan ég ákv þetta í des).
Við búum í stórum húsum í Nybyen, bæ við Longyearbyen í 28 litlum herbergjum með 4 eldhús og er stemmningin hérna óendanlega æðisleg og ég mun pottþétt koma hingað aftur.

Það var nokkuð skrítið að lenda hérna á flugvellinum þar sem tveir eldri nemendur sóttu okkur öll en við vorum um 15 manns sem komu sama kvöldið. Á meðan hluti af fólkinu var að bíða eftir farangrinum sínum stóðum við í hring í vandræðalegri þögn sem Nikkí nokkur englendingur braut með því að kynna sig og spurja alla hvað þeir hétu og hvað þeir væru að gera hérna. Upplýsingaflóðið var of mikið fyrir mig að höndla eftir heilan dag í ferðalagi frá klakanum yfir til Osló og þaðan á Svalbarða og bjór í öllum stoppum og stöðum. Svo ég stóð þarna bara og velti fyrir mér hvað af þessu fólki myndu hugsanlega verða vinir mínir og hverjir væru hugsanlega með mér í bekk o.frv. Ég veit það núna að stór hluti af mínum bestu vinum hérna komu ekki með þessu flugi en þó nokkuð margir góðir bekkjafélagar stóðu með okkur í þessum skemmtilega hring vandræðalegra kynninga þar sem orðið amazing og awsome kome fyrir ca. 23 sinnum.

Við erum annars bara búin að fara í 12 daga felt, fara á riffla námskeið, sjá ísbjörn og hreindýr og seli og hvali og refi og fjöll og sandstein og leirstein og siltstein og steingervinga osfrv. svo hafa verið endalaus partý og það síðasta endaði með því að helmingurinn af eldhúsáhöldunum í eldhúsinu mínu var límt upp í loftið með gaffateipi og eldhúsið niðri var þakið baunum. Stuð. Það hefur samt líka verið brjálað að gera í skólanum og höfum við þurft að fara með 2 fyrirlestra og skila 2 allstórum skýrslum, núna erum við í einskonar workshopi tengdu kol og olíu á Svalbarða- úber spennandi :)


Í kvöld skellti ég mér í klifur með góðri norskri vinkonu minni og kom myndar klifurkennari að mér og bauð mér að klifra með sér. Eftir að ég hafði klifrað með honum í dágóða stund með annan klifurgaur hangandi yfir mér að fylgjast með öllu sem ég gerði þá fékk ég hið heilaga Brattkort, sem er norskt klifurkort en það verður maður víst að hafa ef maður ætlar að geta klifrað í Noregi. Ég er því orðinn löglegur klifrari! Vúhú!

Ég er sátt, mjög, mjög sátt og tótallý hamingjusöm :D

Ég læt fylgja nokkrar skemmtilega korní myndir :)

Annars er meira skrifað á http://www.svalbastardar.blogspot.com en það er blogg sem við höldum uppi á meðan við erum úti.



BLESS Á MEÐAN, FARIN Á SVALLANN!

Hundrað árum síðar.....
Annað blogg. Ég er búin að vera á skrilljón í allt sumar og þegar ég hafði tíma fyrir tölvustúss valdi ég að fara á facebook í stað þess að blogga, það mun ekki gerast aftur enda býst ég við að vera með ritræpu í vetur, eða allavegana fram til áramóta.
Það er einn heill dagur eftir á Íslandi, svakalegt, magnað...
Er búin að vera að standa í tryggingaveseni, fá sakavottorð fyrir rifflaprófið mitt og stússa í endalausum vesenum í kringum ferðina. Það verður svo góð tilfinning þegar ég er búin að tékka mig inn! Þá ætla ég líka að fá mér morgunnbjór, Mmmm...slúrp.., ég hlakka svooo til en kvíði hins vegar líka því að kveðja alla, er svo lítil í mér varðandi kveðjur, þó svo að þetta sé svona stuttur tími. Ég vil helst bara segja bless og hlaupa í burtu og fara að gera eitthvað annað til að dreifa huganum en ætli ég endi ekki vælandi í hverri kveðjustundinni á fætur annarri þegar nær dregur ferðinni. Þeir sem sleppa við kveðjur frá mér eru heppnir, þeir fá bara stóran knús í huganum. Ég elska ykkur og mun sakna ykkar en ég mun samt örrugglega skemmta mér svo vel að ég hætti að væla þegar ég lendi á Svallanum.

Pælið! Eftir 2 daga sit ég á Svalbarða, já Svalbarða. Það er svo geggjað, svo sjúklega magnað, svo óttarlega skrítin tilfinning, I´m out...peace!

sunnudagur

Þá er Laugalandið byrjað með öllum yndislegu börnunum :) Það er ekki til betri staður til að vera á sumrin, sérstaklega í sól og góðu veðri sem ég vona að verði í allt sumar, eða allavegana þangað til 1. ágúst (þá fer ég til Svalbarða)

Ég er þó komin í viku frí núna, er að fara að flytja allt dótið mitt vestur og til hinna ýmsu ættingja sem ætla að vera svo góðir að passa dótið mitt meðan ég verð úti. Ég skellti mér þó uppí sumarbústað með fjölskyldunni í gær, ætlaði að hvíla mig súper vel. Mér finnst vanalega fáránlega gott að sofa í sumarbústöðum en í morgunn var það ekki svo yndislegt lengur. Mig var að dreyma að ég væri að tala í símann og ég heyrði ekkert í manneskjunni fyrir slátturvélarorf í nágrenni við mig. Þegar ég var farin að öskra í símann í draumnum áttaði ég mig á því að ég ætti kannski að vakna og ath þennan orf. Jú ég vaknaði og þegar ég opnaði augun blasti við mér risa hunangsfluga, drottning. Mér fannst ekki gott að liggja föst þarna með risa býflugu að bíða eftir að borða mig svo ég faldi mig undir sænginni þangað til hún stoppaði og suðið hætti. Þá stökk ég í burtu, hékk svo lengi, lengi með allar hurðir opnar og fældi hana svo loks út með handklæði. Ég þorði svo ekki að fara að sofa aftur, en ég er nottla svoddann letihaugur svo þreytan var hræðslunni sterkar og ég steinrotaðist aftur en dreymdi enga slátturvélaorfa.
Hverjar eru svo líkurnar á að þetta gerist aftur? Ég er nú búin með minn býflugna-horror skammt.
Hanna, ert þú ekki eftir???

Vei Vei!

Í dag fór ég í Esjugöngu með Súsönnu. Við fórum ekki uppá topp en þetta var engu að síður mjög gaman og hressandi.

mánudagur

Í dag er nákvæmlega tveir mánuðir í að ég fer út til Svalbarða. Ég verð að segja að ég er gjörsamlega að kafna úr tilhlökkun, vildi óska þess að ég væri að fara á morgunn.

Við byrjum önnina á safety training námskeiði sem fer fram 4-6. ágúst svo eru skipafelt 10-18. ágúst og tjaldfelt 19-22. ágúst. Sjúklega spennandi! Við vinnum svo úr gögnunum sem við söfnum í felt ferðunum um veturinn :)

Vaarg ég get ekki beðið!! :D

Úff og aaahhhh..

föstudagur

Tjörnesferðin- tótallí kúlíó!

Júhú! sjii komin heim úr ferð nr 2, mega Tjörnesferð þar sem allt gott gerðist, fyrir utan þegar Agnes og Áslaug duttu í árnar og Hanna fékk geggjað kúl græna sendingu úr fuglarassi á sig og Marín rann niður allan lækinn með fullar hendur af steingervingum og Helga varð drulluveik í 2 mín og ég fékk 10 lítil skrítin bit á handlegginn og 85% af fólkinu brann. Þetta var annars fáránlega vel heppnuð ferð með sjúklega góðum mat og bongóblíðu allan tímann.

Það sem við gerðum í stuttu máli og myndum:

Grilluðum, drukkum bjór, vorum skítug, sveitt, þreytt og glöð.
Fórum í Dimmuborgir og meiri drukkum bjór við Mývatn.

Skoðuðum trjábolaför í seti og hrauni.

Unnum í 40°halla allt að 46 m yfir sjávarmáli þar sem við þurftum að klifra með hjálp hamarsins góða :) Við vorum með fallegasta útsýni í heimi og nestistað í 40m hæð.
Eignuðumst hestavini og fílavini sem voru svo góðir að æla ekki lýsi á okkur.
Gáfum 10 lækjum nöfn, drukkum úr þeim og pissuðum í þá (auðvitað ekki á sama stað).
Bjuggum til 3 rekaviðsbrýr þar sem við æfðum jafnvægislistina af miklum móð.'
Stukkum yfir eina góða á :) Ekki náðu allir heilir á bakkann samt :/

Lærðum puttagaldur (sumir :) )
Fórum á Reðasafnið og sáum fullt af hvalatippum (jukk)

Fórum í sund, borðuðum ógó mikið af ís og mökuðum á okk
ur sólarvörn nr 40.
Fundum fullt af steingervingum og kolalög .
Ooog ég man ekki meir..

Minney og Hanna að mæla fyrir ofan kolalögin í elsku Jóakim.

Hestarnir að heimsækja okkur að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að klifra upp að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að ræða málin á nestisstaðnum okkar góða.


Við að útbúa brú nr 2.

Ooog ýta útí stóru, stóru ána.

Silla að rölta yfir brú nr 3, ísí písí að fara þarna yfir en ég var ansi stressuð fyrir:)

sunnudagur


ÚJEEE!!!!
Ég komst inn í UNIS- University centre in Svalbard! Mér finnst ég vera búin að bíða ENDALAUST eftir svari og loksins þegar ég kom heim í gær eftir þriggja daga Glaciology ferð var svarið komið. Ég komst inn í báða kúrsana sem ég sótti um en þeir eru saman 15 einingar ss 15 ECTS hvor. Kúrsarnir sem ég tek eru: The Tectonic and Sedimentary History of Svalbard og The Quaternary History of Svalbard.
Skólinn byrjar 4. ágúst svo ég fer út í kringum 2. ágúst. Ég er sjúúúklega spennt! :) VVúúúhúúúú!

Eftirfarandi myndir eru teknar af síðu Ólafs Ingólfssonar, Professor of glacial and Quaternary Geology, http://hi.is/~oi/ og eru þær allar teknar á Svalbarða þar sem hann kennir amk í öðrum kúrsinum sem ég tek og einhverjum fleirum kúrsum fyrir framhaldsnema.
Einnig hægt að sjá mun fleiri Svalbarða myndir og upplýsingar á síðunni hans.