föstudagur

Tjörnesferðin- tótallí kúlíó!

Júhú! sjii komin heim úr ferð nr 2, mega Tjörnesferð þar sem allt gott gerðist, fyrir utan þegar Agnes og Áslaug duttu í árnar og Hanna fékk geggjað kúl græna sendingu úr fuglarassi á sig og Marín rann niður allan lækinn með fullar hendur af steingervingum og Helga varð drulluveik í 2 mín og ég fékk 10 lítil skrítin bit á handlegginn og 85% af fólkinu brann. Þetta var annars fáránlega vel heppnuð ferð með sjúklega góðum mat og bongóblíðu allan tímann.

Það sem við gerðum í stuttu máli og myndum:

Grilluðum, drukkum bjór, vorum skítug, sveitt, þreytt og glöð.
Fórum í Dimmuborgir og meiri drukkum bjór við Mývatn.

Skoðuðum trjábolaför í seti og hrauni.

Unnum í 40°halla allt að 46 m yfir sjávarmáli þar sem við þurftum að klifra með hjálp hamarsins góða :) Við vorum með fallegasta útsýni í heimi og nestistað í 40m hæð.
Eignuðumst hestavini og fílavini sem voru svo góðir að æla ekki lýsi á okkur.
Gáfum 10 lækjum nöfn, drukkum úr þeim og pissuðum í þá (auðvitað ekki á sama stað).
Bjuggum til 3 rekaviðsbrýr þar sem við æfðum jafnvægislistina af miklum móð.'
Stukkum yfir eina góða á :) Ekki náðu allir heilir á bakkann samt :/

Lærðum puttagaldur (sumir :) )
Fórum á Reðasafnið og sáum fullt af hvalatippum (jukk)

Fórum í sund, borðuðum ógó mikið af ís og mökuðum á okk
ur sólarvörn nr 40.
Fundum fullt af steingervingum og kolalög .
Ooog ég man ekki meir..

Minney og Hanna að mæla fyrir ofan kolalögin í elsku Jóakim.

Hestarnir að heimsækja okkur að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að klifra upp að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að ræða málin á nestisstaðnum okkar góða.


Við að útbúa brú nr 2.

Ooog ýta útí stóru, stóru ána.

Silla að rölta yfir brú nr 3, ísí písí að fara þarna yfir en ég var ansi stressuð fyrir:)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var allt æðislegt! Aftur aftur!

Annas, for your eyes only sagði...

jeee beibí!!!

Nafnlaus sagði...

Abbs...again and again. Get ekki beðið eftir kortagerðarferðinni í sumar :)

Annas, for your eyes only sagði...

Vaaaa þá verð ég í skipafelti eða tjaldfelti á Svalbarða! En svo er það alltaf utanlandsferðin, rof og set ferðin og jarðfræðikortagerðin á næsta ári! :) :) :) ÉG mun þó sakna ykkar í jarkortaferðinni :/

Súsanna Ósk sagði...

Ha hvað segirðu, voruð þið skítug, þreytt, sveitt og gröð? Úbbogsí! Hahaha

Annas, for your eyes only sagði...

hohohohohhoho...