sunnudagur

Allt búið...

Ég er búin í prófum, sjitturinn titturinn hvað það er skrítin en þó mjög svo yndisleg tilfinning. Ég held ég hafi að mestu leiti brillerað á steingervingaprófinu, fyrir utan ammoníta-sauma spurninguna og helv&%#$ skeljakrabbana. Ég skellti mér svo bara vestur í mega leti ferð. Ég svaf næstum til hádegis, lagði mig svo tvisvar í dag, fór út að leika við hundinn og borðaði svo grillmat og sötraði bjór fram eftir.
Það er ógurlega skrítin tilfinning að þurfa ekki að læra. Ekki lengur neitt samviskubit að naga mig ef ég er að gera eitthvað annað en að lesa, reikna, glósa. Mér finnst prófatörnin samt hafa liðið alltof hratt, öll prófin mín voru í einni klessu og hefði ég viljað hafa lengri tíma fyrir hvert þeirra. Þetta er búið að vera fljótt að líða, ég er enn að átta mig á því að prófin eru í rauninni og alvörunni búin. Þá á ég bara eftir að fara í Glaciology ferð í næstu viku í 3 daga, þar sem kennarinn vill fara í "evening walks" og hafa "evening meetings" auk þess að láta okkur hanga úti alla daga við jökla að gera guð má vita hvað. Kannski verðum við bara að skoða og gera allt það sama og vanalega, drumlings við Sólheimajökul, sandstormur við Gígjökul, týna steina við jökulsárlón....Bjór, bjór, bjór.. vona að þessar kvöldstundir með kennurunum eyðilleggi ekki bjórstundirnar okkar góðu.

En ég ætla allavegana að njóta lífsins í einn dag í viðbót hérna í sælunni á Snæfó.

Ég skal samt ekki gleyma að drekka bjór fyrir alla elsku vini mína sem enn eru í prófum.





2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að senda prófið þannig að núna er ég búin í prófum :):):)

Annas, for your eyes only sagði...

Til hamingju Bárulingurinn minn! Það er æði, æði, ÆÐI!!!
Sjáumst ógó hressar og kátar á morgunn í grilli, bjór og chilli ;)