Það sem við gerðum í stuttu máli og myndum:
Grilluðum, drukkum bjór, vorum skítug, sveitt, þreytt og glöð.
Fórum í Dimmuborgir og meiri drukkum bjór við Mývatn.
Skoðuðum trjábolaför í seti og hrauni.
Unnum í 40°halla allt að 46 m yfir sjávarmáli þar sem við þurftum að klifra með hjálp hamarsins góða :) Við vorum með fallegasta útsýni í heimi og nestistað í 40m hæð.
Eignuðumst hestavini og fílavini sem voru svo góðir að æla ekki lýsi á okkur.
Gáfum 10 lækjum nöfn, drukkum úr þeim og pissuðum í þá (auðvitað ekki á sama stað).
Bjuggum til 3 rekaviðsbrýr þar sem við æfðum jafnvægislistina af miklum móð.'
Stukkum yfir eina góða á :) Ekki náðu allir heilir á bakkann samt :/
Lærðum puttagaldur (sumir :) )
Fórum á Reðasafnið og sáum fullt af hvalatippum (jukk)
Fórum í sund, borðuðum ógó mikið af ís og mökuðum á okkur sólarvörn nr 40.
Fundum fullt af steingervingum og kolalög .
Ooog ég man ekki meir..
6 ummæli:
Þetta var allt æðislegt! Aftur aftur!
jeee beibí!!!
Abbs...again and again. Get ekki beðið eftir kortagerðarferðinni í sumar :)
Vaaaa þá verð ég í skipafelti eða tjaldfelti á Svalbarða! En svo er það alltaf utanlandsferðin, rof og set ferðin og jarðfræðikortagerðin á næsta ári! :) :) :) ÉG mun þó sakna ykkar í jarkortaferðinni :/
Ha hvað segirðu, voruð þið skítug, þreytt, sveitt og gröð? Úbbogsí! Hahaha
hohohohohhoho...
Skrifa ummæli