miðvikudagur

Svallinn beibí!

Sjiiiii.. það er all svakalega langt síðan ég bloggaði síðast hérna. Ég er bara búin að vera alltof upptekin af lífinu á Svalbarða síðan ég kom. Það er ennþá samt skrítin tilfinning að vera komin hingað. Ég velti því ennþá fyrir mér hvað ég er fegin að hafa komist inn í skólann og drifið í þessu og hversu skrítið það er að vera loksins komin eftir allan þennan tíma (ss síðan ég ákv þetta í des).
Við búum í stórum húsum í Nybyen, bæ við Longyearbyen í 28 litlum herbergjum með 4 eldhús og er stemmningin hérna óendanlega æðisleg og ég mun pottþétt koma hingað aftur.

Það var nokkuð skrítið að lenda hérna á flugvellinum þar sem tveir eldri nemendur sóttu okkur öll en við vorum um 15 manns sem komu sama kvöldið. Á meðan hluti af fólkinu var að bíða eftir farangrinum sínum stóðum við í hring í vandræðalegri þögn sem Nikkí nokkur englendingur braut með því að kynna sig og spurja alla hvað þeir hétu og hvað þeir væru að gera hérna. Upplýsingaflóðið var of mikið fyrir mig að höndla eftir heilan dag í ferðalagi frá klakanum yfir til Osló og þaðan á Svalbarða og bjór í öllum stoppum og stöðum. Svo ég stóð þarna bara og velti fyrir mér hvað af þessu fólki myndu hugsanlega verða vinir mínir og hverjir væru hugsanlega með mér í bekk o.frv. Ég veit það núna að stór hluti af mínum bestu vinum hérna komu ekki með þessu flugi en þó nokkuð margir góðir bekkjafélagar stóðu með okkur í þessum skemmtilega hring vandræðalegra kynninga þar sem orðið amazing og awsome kome fyrir ca. 23 sinnum.

Við erum annars bara búin að fara í 12 daga felt, fara á riffla námskeið, sjá ísbjörn og hreindýr og seli og hvali og refi og fjöll og sandstein og leirstein og siltstein og steingervinga osfrv. svo hafa verið endalaus partý og það síðasta endaði með því að helmingurinn af eldhúsáhöldunum í eldhúsinu mínu var límt upp í loftið með gaffateipi og eldhúsið niðri var þakið baunum. Stuð. Það hefur samt líka verið brjálað að gera í skólanum og höfum við þurft að fara með 2 fyrirlestra og skila 2 allstórum skýrslum, núna erum við í einskonar workshopi tengdu kol og olíu á Svalbarða- úber spennandi :)


Í kvöld skellti ég mér í klifur með góðri norskri vinkonu minni og kom myndar klifurkennari að mér og bauð mér að klifra með sér. Eftir að ég hafði klifrað með honum í dágóða stund með annan klifurgaur hangandi yfir mér að fylgjast með öllu sem ég gerði þá fékk ég hið heilaga Brattkort, sem er norskt klifurkort en það verður maður víst að hafa ef maður ætlar að geta klifrað í Noregi. Ég er því orðinn löglegur klifrari! Vúhú!

Ég er sátt, mjög, mjög sátt og tótallý hamingjusöm :D

Ég læt fylgja nokkrar skemmtilega korní myndir :)

Annars er meira skrifað á http://www.svalbastardar.blogspot.com en það er blogg sem við höldum uppi á meðan við erum úti.



BLESS Á MEÐAN, FARIN Á SVALLANN!

Hundrað árum síðar.....
Annað blogg. Ég er búin að vera á skrilljón í allt sumar og þegar ég hafði tíma fyrir tölvustúss valdi ég að fara á facebook í stað þess að blogga, það mun ekki gerast aftur enda býst ég við að vera með ritræpu í vetur, eða allavegana fram til áramóta.
Það er einn heill dagur eftir á Íslandi, svakalegt, magnað...
Er búin að vera að standa í tryggingaveseni, fá sakavottorð fyrir rifflaprófið mitt og stússa í endalausum vesenum í kringum ferðina. Það verður svo góð tilfinning þegar ég er búin að tékka mig inn! Þá ætla ég líka að fá mér morgunnbjór, Mmmm...slúrp.., ég hlakka svooo til en kvíði hins vegar líka því að kveðja alla, er svo lítil í mér varðandi kveðjur, þó svo að þetta sé svona stuttur tími. Ég vil helst bara segja bless og hlaupa í burtu og fara að gera eitthvað annað til að dreifa huganum en ætli ég endi ekki vælandi í hverri kveðjustundinni á fætur annarri þegar nær dregur ferðinni. Þeir sem sleppa við kveðjur frá mér eru heppnir, þeir fá bara stóran knús í huganum. Ég elska ykkur og mun sakna ykkar en ég mun samt örrugglega skemmta mér svo vel að ég hætti að væla þegar ég lendi á Svallanum.

Pælið! Eftir 2 daga sit ég á Svalbarða, já Svalbarða. Það er svo geggjað, svo sjúklega magnað, svo óttarlega skrítin tilfinning, I´m out...peace!

sunnudagur

Þá er Laugalandið byrjað með öllum yndislegu börnunum :) Það er ekki til betri staður til að vera á sumrin, sérstaklega í sól og góðu veðri sem ég vona að verði í allt sumar, eða allavegana þangað til 1. ágúst (þá fer ég til Svalbarða)

Ég er þó komin í viku frí núna, er að fara að flytja allt dótið mitt vestur og til hinna ýmsu ættingja sem ætla að vera svo góðir að passa dótið mitt meðan ég verð úti. Ég skellti mér þó uppí sumarbústað með fjölskyldunni í gær, ætlaði að hvíla mig súper vel. Mér finnst vanalega fáránlega gott að sofa í sumarbústöðum en í morgunn var það ekki svo yndislegt lengur. Mig var að dreyma að ég væri að tala í símann og ég heyrði ekkert í manneskjunni fyrir slátturvélarorf í nágrenni við mig. Þegar ég var farin að öskra í símann í draumnum áttaði ég mig á því að ég ætti kannski að vakna og ath þennan orf. Jú ég vaknaði og þegar ég opnaði augun blasti við mér risa hunangsfluga, drottning. Mér fannst ekki gott að liggja föst þarna með risa býflugu að bíða eftir að borða mig svo ég faldi mig undir sænginni þangað til hún stoppaði og suðið hætti. Þá stökk ég í burtu, hékk svo lengi, lengi með allar hurðir opnar og fældi hana svo loks út með handklæði. Ég þorði svo ekki að fara að sofa aftur, en ég er nottla svoddann letihaugur svo þreytan var hræðslunni sterkar og ég steinrotaðist aftur en dreymdi enga slátturvélaorfa.
Hverjar eru svo líkurnar á að þetta gerist aftur? Ég er nú búin með minn býflugna-horror skammt.
Hanna, ert þú ekki eftir???

Vei Vei!

Í dag fór ég í Esjugöngu með Súsönnu. Við fórum ekki uppá topp en þetta var engu að síður mjög gaman og hressandi.

mánudagur

Í dag er nákvæmlega tveir mánuðir í að ég fer út til Svalbarða. Ég verð að segja að ég er gjörsamlega að kafna úr tilhlökkun, vildi óska þess að ég væri að fara á morgunn.

Við byrjum önnina á safety training námskeiði sem fer fram 4-6. ágúst svo eru skipafelt 10-18. ágúst og tjaldfelt 19-22. ágúst. Sjúklega spennandi! Við vinnum svo úr gögnunum sem við söfnum í felt ferðunum um veturinn :)

Vaarg ég get ekki beðið!! :D

Úff og aaahhhh..

föstudagur

Tjörnesferðin- tótallí kúlíó!

Júhú! sjii komin heim úr ferð nr 2, mega Tjörnesferð þar sem allt gott gerðist, fyrir utan þegar Agnes og Áslaug duttu í árnar og Hanna fékk geggjað kúl græna sendingu úr fuglarassi á sig og Marín rann niður allan lækinn með fullar hendur af steingervingum og Helga varð drulluveik í 2 mín og ég fékk 10 lítil skrítin bit á handlegginn og 85% af fólkinu brann. Þetta var annars fáránlega vel heppnuð ferð með sjúklega góðum mat og bongóblíðu allan tímann.

Það sem við gerðum í stuttu máli og myndum:

Grilluðum, drukkum bjór, vorum skítug, sveitt, þreytt og glöð.
Fórum í Dimmuborgir og meiri drukkum bjór við Mývatn.

Skoðuðum trjábolaför í seti og hrauni.

Unnum í 40°halla allt að 46 m yfir sjávarmáli þar sem við þurftum að klifra með hjálp hamarsins góða :) Við vorum með fallegasta útsýni í heimi og nestistað í 40m hæð.
Eignuðumst hestavini og fílavini sem voru svo góðir að æla ekki lýsi á okkur.
Gáfum 10 lækjum nöfn, drukkum úr þeim og pissuðum í þá (auðvitað ekki á sama stað).
Bjuggum til 3 rekaviðsbrýr þar sem við æfðum jafnvægislistina af miklum móð.'
Stukkum yfir eina góða á :) Ekki náðu allir heilir á bakkann samt :/

Lærðum puttagaldur (sumir :) )
Fórum á Reðasafnið og sáum fullt af hvalatippum (jukk)

Fórum í sund, borðuðum ógó mikið af ís og mökuðum á okk
ur sólarvörn nr 40.
Fundum fullt af steingervingum og kolalög .
Ooog ég man ekki meir..

Minney og Hanna að mæla fyrir ofan kolalögin í elsku Jóakim.

Hestarnir að heimsækja okkur að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að klifra upp að loknum feltvinnudegi.


Hanna og Minney að ræða málin á nestisstaðnum okkar góða.


Við að útbúa brú nr 2.

Ooog ýta útí stóru, stóru ána.

Silla að rölta yfir brú nr 3, ísí písí að fara þarna yfir en ég var ansi stressuð fyrir:)

sunnudagur


ÚJEEE!!!!
Ég komst inn í UNIS- University centre in Svalbard! Mér finnst ég vera búin að bíða ENDALAUST eftir svari og loksins þegar ég kom heim í gær eftir þriggja daga Glaciology ferð var svarið komið. Ég komst inn í báða kúrsana sem ég sótti um en þeir eru saman 15 einingar ss 15 ECTS hvor. Kúrsarnir sem ég tek eru: The Tectonic and Sedimentary History of Svalbard og The Quaternary History of Svalbard.
Skólinn byrjar 4. ágúst svo ég fer út í kringum 2. ágúst. Ég er sjúúúklega spennt! :) VVúúúhúúúú!

Eftirfarandi myndir eru teknar af síðu Ólafs Ingólfssonar, Professor of glacial and Quaternary Geology, http://hi.is/~oi/ og eru þær allar teknar á Svalbarða þar sem hann kennir amk í öðrum kúrsinum sem ég tek og einhverjum fleirum kúrsum fyrir framhaldsnema.
Einnig hægt að sjá mun fleiri Svalbarða myndir og upplýsingar á síðunni hans.






Allt búið...

Ég er búin í prófum, sjitturinn titturinn hvað það er skrítin en þó mjög svo yndisleg tilfinning. Ég held ég hafi að mestu leiti brillerað á steingervingaprófinu, fyrir utan ammoníta-sauma spurninguna og helv&%#$ skeljakrabbana. Ég skellti mér svo bara vestur í mega leti ferð. Ég svaf næstum til hádegis, lagði mig svo tvisvar í dag, fór út að leika við hundinn og borðaði svo grillmat og sötraði bjór fram eftir.
Það er ógurlega skrítin tilfinning að þurfa ekki að læra. Ekki lengur neitt samviskubit að naga mig ef ég er að gera eitthvað annað en að lesa, reikna, glósa. Mér finnst prófatörnin samt hafa liðið alltof hratt, öll prófin mín voru í einni klessu og hefði ég viljað hafa lengri tíma fyrir hvert þeirra. Þetta er búið að vera fljótt að líða, ég er enn að átta mig á því að prófin eru í rauninni og alvörunni búin. Þá á ég bara eftir að fara í Glaciology ferð í næstu viku í 3 daga, þar sem kennarinn vill fara í "evening walks" og hafa "evening meetings" auk þess að láta okkur hanga úti alla daga við jökla að gera guð má vita hvað. Kannski verðum við bara að skoða og gera allt það sama og vanalega, drumlings við Sólheimajökul, sandstormur við Gígjökul, týna steina við jökulsárlón....Bjór, bjór, bjór.. vona að þessar kvöldstundir með kennurunum eyðilleggi ekki bjórstundirnar okkar góðu.

En ég ætla allavegana að njóta lífsins í einn dag í viðbót hérna í sælunni á Snæfó.

Ég skal samt ekki gleyma að drekka bjór fyrir alla elsku vini mína sem enn eru í prófum.





þriðjudagur

Próf

Próf, próf, próf, próf....
Líf mitt hefur bara snúist um glósur, fleiri glósur, útreikninga og svo enn meiri útreikninga síðustu vikur. Ég komst að því að mér finnst eðlifræði mjög skemmtileg, humm...

Glaciologyprófið- búið
Efnafræðiprófið- búið í bili :/
Eðlisfræðiprófið- búið
Steingervingafræði- næsta föstudag
Glaciology ferð- 15-17. maí
Tjörnes- 21-29 maí.

Er annars orðinn ansi magnaður körfuboltaspilari :) Höfum verið dugleg í prófunum að kíkja út í körfubolta, svo dugleg að ég er komin með beinhimnubólgu. Maggi Plaggi sagði mér að kaupa mér hitakrem og nudda þar til ég færi að grenja. Ég keypti kremið og fór svo sannarlega að grenja enda sjúklega mögnuð myntulykt af því og var ég umvafin sterku mynduskýi, gat varla andað og táraðist fáránlega mikið þegar mér tókst að opna augun. Óþolandi að hafa þetta svona ógeðslega illa lyktandi, meika ekki að setja þetta á mig áður en ég fer meðal fólks, myndi græta alla í kringum mig og það væri ekki fallegt af mér.

Próf próf próf.

Prófin eru byrjuð. Mér finnst eins og jólaprófin hafi verið í síðustu viku en dagatalið segir mér að það séu víst nokkrir mánuðir síðan þeim lauk.
Fyrsta prófið mitt var í dag. Glaciology, hundleiðilegur kúrs sem hefur þó að geyma einkar áhugavert efni en kennslan var bara of fáránleg. Ég skildi ekki helminginn af spurningunum á prófinu og það sorglegasta við það var að prófið var bæði á íslensku og ensku og ég skildi ekki íslenskuna.
"Nefnið tvo og þrjá aðra" Ahhh....

Við Selma fórum síðustu helgi vestur til mömmu að læra. Það var alger snilld, ógeðslega kósí hjá okkur og yndislegt. Við skelltum okkur í fjallgöngu, gengum uppá Búlandshöfða, klifruðum smá í stuðlum og renndum okkur niður alla snjóskafla sem við fundum á leiðinni niður. Við kíktum svo í partý á Arnarstapa um kvöldið þar sem elsku jarðfræðinördarnir mínir voru í jarðsöguferð.
Þetta var sjúklega góð ferði í alla staði, ógeðslega gott að komast út úr bænum svona rétt fyrir prófin, geggjað, ætlum að gera þetta að reglu og vera kannski lengur næst.


sunnudagur

Jackaloop.

Við stúlkur í jarðfræðinni vorum með fyrirlestur um "human triggered avalanches" um daginn. Að gamni okkar ákváðum við að láta paint meistarann gera mynd sem lýsti því sem við vorum að fara að ræða um og settum við hana sem upphaf að glæru "sjóvinu" okkar. Listamaðurinn lagði nokkuð mikið á sig við vinnu þessa verks og þá sérstakleg til að ná fram karakterum persónanna í verkinu. Ég mun hér sýna þessa dásamlegu mynd með von um góðar undirtektir.



-Made by Annas in paint-

Ég komst að því hvernig spánverjar bera fram orðið Jökulhlaup. Þegar við vorum búin með fyrirlesturinn okkar og "Titan" fólkið búið með sinn endalausa fyrislestur var komið að ungri spænskumælandi stúlku og vin hennar sem enginn sá, hann var ekki lítill eða ósýnilegur heldur falinn bak við tölvu, afhverju veit enginn. En ef þið lesið þetta eins og þið lesið ensku með þykkum spænskum hreim þá fáið þið út skemmtilegt orð sem mun þá að öllum líkindum þýða jökulhlaup.
Jackaloop
Ég vil svo hér með leggja til að þetta verði notað sem alþjóðlegt orð yfir jökulhlaup.

mánudagur

Fátækur námsmaður.

Ég tók eitt stk næturvakt síðustu nótt. Það var skerí og ekkert voðalega skemmtilegt, hanga svona ein alla nóttina í myrkrinu.
Einu sinni vann ég 100% næturvaktir í 5 mánuði. Þessir mánuðir voru algert "hell" og lofaði ég sjálfri mér að fara aldrei aftur á næturvakt á ævinni.
Í gær sveik ég það vegna fátæktar.


-Maid by Annas in paint-
Einhvern daginn get ég kannski sagt: "Ég var einu sinni nörd"
Það get ég þó ekki sagt strax.


Ég og jarðfræðinördarnir mínir í jarðfræðinördaferð


Veðrun, vúhú!


Að lesa jarðfræði í tjaldi, maður verður að fræðast um það sem maður ætlar að skoða :)


Jábbs, nörd. Hafði ekkert að gera í bílnum.

Vóóó stuðlaberg...


Að koma af djamminu, um að gera að kíkja á jökulrákirnar og ath stefnu þeirra.


Í skriðugöngu við Búr, gengum heil lengi til að sjá steingerð tré og geggjaðan gang :)


Basaltferflötungurinn minn, gerði hann auðvitað í paint :)


Í smá páskafjallgöngu.


Já berg, einmitt, mjög skemmtilegt og auðvitað með hamarinn í annarri.


Við Minney í efnafræði, vúhú! aldrei aftur.


Kornastærðamæling sets, að mig minnir, nördamynd sem notuð er á hi.is fyrir raunvísindadeild.

sunnudagur

Til hammó með ammó ég.

ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI Í DAG, ÉG Á AFMÆLI Ó-JAHÁ! ÉG Á AFMÆLI Í DAG



Súsanna á líka afmæli í dag, til hamingju kæra vinkona.

fimmtudagur

Ammó helgin mikla.

Faraldur.

Það eiga allir afmæli um helgina. Ég þekki átta manneskjur sem eiga afmæli og eina fyrir utan þær sem ætlar að halda uppá afmælið sitt á Laugadaginn. Ég er svo níunda manneskjan sem á afmæli um helgina.


Mér er boðið í þrjú ammós, er að vinna alla helgina og þarf að klára tvær efnafræðiskýrslur svo ég hef ekki tíma til að halda uppá mitt, allavegana ekki þessa helgina. Það er samt ágætt, vil vera í afneitun aðeins lengur, er ekki alveg tilbúin að verða svona gömul.

En samt:
TIL HAMMÓ MEÐ AMMÓ ALLE SAMMEN !

sunnudagur

Gleðilega páska-ungarnir mínir
og hafið það sem allra best í eggjaátinu
slúrp...




Verður Kaós í Páskaeggjalandi?
Passiði ykkur.


Teikningar: made by annas in paint

föstudagur

Nesið jábbs..

jess mæ frend. Fór á snæfellsnes, beilaði á Aldrei fór ég suður. Það verður bara að bíða næsta árs.
Ætlaði frekar að sitja hérna í tótal afslöppun en það er rooosalega erfitt. Er búin að horfa á sama fjallið út um gluggan síðan ég kom sem mig langar svooo að ganga uppá. Það verður bara að bíða seinni tíma líka. Ekkert sniðugt að fara að æða ein þangað upp enda æði bratt á köflum.
Mig langar líka alveg svakalega að fara á snjóbretti og klifra.
Hvað á maður svo eigilega að gera þegar maður er í svona afslöppun? Maður getur ekki bara gert ekkert, það er ekki hægt :/

fimmtudagur

titturinn!

Varg! Fuss og svei. Ég er alltaf aðeins of stundvís þegar kemur að því að taka rútuna í skólan. Mæti alltaf nokkru áður en rútan kemur og hangi úti í ísakulda og engist um. Í dag ætlaði ég bara að bíða í lágmarkstíma svo ég lagði af stað 7 mínútum áður en rútan átti að koma, ég er svona 3-4 mínútur að ganga að "stoppistöðinni" Þegar ég var búin að ganga í 1 mínútu þá kom %&#% rútan og keyrði í burtu frá mér! varg! ég varð brjál, hún kom of snemma eina daginn sem ég ætlaði ekki að bíða eftir henni í 10 mín, korter. Ég missti af Glacilogy fyrir vikið. Ég græt það ekki, enda með endæmum ógeðslega leiðilegir tímar, fullir af endurtekningum og dæmareikningi með engri hjálp frá "kennaranum" Ég græt það hins vegar að ég hafi vaknaði í morgunn svo ógeðslega þreytt að ég var að því komin að sofna á eldhúsgólfinu, í sturtunni, inní fataherbergi og fatahenginu og ef ég væri forspá þá hefði ég getað sofið út í rúminu mínu alsæl. Þar sem ég var hvort eð er komin út í kuldann þá ákvað ég að taka bara smá göngutúr til Minneyjar, hélt mér myndi hlýna við það en aldeilis ekki, dó næstum úr kulda. Ekki góð byrjun á deginum.

Fór annars á bretti í gær og fyrradag :) Ógeðslega gaman eins og alltaf, Marín bara orðin drullu-góð, farin að bruna niður eins og pró. Ég gaf svo litlu frænku minni þá snilldarlegu afmælisgjöf að taka hana með uppí Skálafell og bjóða henni á bretti, leigði fyrir hana græjur og hékk með henni í barnabrekkunni að reyna að kenna henni, dró hana svo uppí stólalyftuna og ætlaði að massa kennsluna þar en ég er ömulegur kennari svo Minney tók við kennslunni og leyfði mér að bruna aðeins og litla frænka massaði þetta :)

Það verður svo bara klifrað í dag, brettafrí, enda orðið soldið dýrt að fara á þetta :/

þriðjudagur

Allt er til..

Vó maður getur fengið vírus í innra eyra og þá getur bólgnað upp einhver jafnvægistaug og þá líður manni eins og maður sé fullur í marga daga, eða á sjó í vondu veðri og manni verður flökurt og má ekki keyra og getur varla gengið.
Þetta kom fyrir vinkonu mína og einu sinni kom þetta fyrir tannlækninn minn og hann var svona í marga mánuði og gat því ekki unnið, sem betur fer.


Ení hú , spurning um að athuga fyrst hvernig útkoman verður áður en maður skellir sér í meikóver.

Fyrir: algert gerpitrýni


Eftir: Stórglæsileg tískudrós og tótallý "inn"

Sumir myndu segja að ég ætti bara að drífa í því að fá mér permó og aflita hárið mitt, kaupa meikup, grænar linsur og rándýra peysu hannaða af einhverjum útúr spíttuðum gaur í háhæluðum skóm með moustache.
Þetta fer mér bara þokkalega vel.