Fyrsta prófið mitt var í dag. Glaciology, hundleiðilegur kúrs sem hefur þó að geyma einkar áhugavert efni en kennslan var bara of fáránleg. Ég skildi ekki helminginn af spurningunum á prófinu og það sorglegasta við það var að prófið var bæði á íslensku og ensku og ég skildi ekki íslenskuna.
"Nefnið tvo og þrjá aðra" Ahhh....
Við Selma fórum síðustu helgi vestur til mömmu að læra. Það var alger snilld, ógeðslega kósí hjá okkur og yndislegt. Við skelltum okkur í fjallgöngu, gengum uppá Búlandshöfða, klifruðum smá í stuðlum og renndum okkur niður alla snjóskafla sem við fundum á leiðinni niður. Við kíktum svo í partý á Arnarstapa um kvöldið þar sem elsku jarðfræðinördarnir mínir voru í jarðsöguferð.
Þetta var sjúklega góð ferði í alla staði, ógeðslega gott að komast út úr bænum svona rétt fyrir prófin, geggjað, ætlum að gera þetta að reglu og vera kannski lengur næst.
"Nefnið tvo og þrjá aðra" Ahhh....
Við Selma fórum síðustu helgi vestur til mömmu að læra. Það var alger snilld, ógeðslega kósí hjá okkur og yndislegt. Við skelltum okkur í fjallgöngu, gengum uppá Búlandshöfða, klifruðum smá í stuðlum og renndum okkur niður alla snjóskafla sem við fundum á leiðinni niður. Við kíktum svo í partý á Arnarstapa um kvöldið þar sem elsku jarðfræðinördarnir mínir voru í jarðsöguferð.
Þetta var sjúklega góð ferði í alla staði, ógeðslega gott að komast út úr bænum svona rétt fyrir prófin, geggjað, ætlum að gera þetta að reglu og vera kannski lengur næst.
3 ummæli:
Elsku nördarnir mínir. Ég ætla að gista á Ásbyrgi í sumar, eruð þið með?
kannski. gisti þar í fyrra, fannst það ekkert sérstakt. Alltof mikið tilbúið ferðamannasvæði :( Betra að gista við hljóðukletta. það er rétt hjá og miklu náttúrulegra.
hvenær varstu að spá?
kannski. gisti þar í fyrra, fannst það ekkert sérstakt. Alltof mikið tilbúið ferðamannasvæði :( Betra að gista við hljóðukletta. það er rétt hjá og miklu náttúrulegra.
hvenær varstu að spá?
Skrifa ummæli