Hvernig tilfinning ætli það sé þegar maður ætlar að opna frystinn til að ath. Hvað sé til því maður er afskaplega hungraður en í staðinn fyrir saklaust stutt innlit í kuldakassann fyrir ofan hinn eiginlega ísskáp opnar maður með krafti ( og kannski svolítilli græðgi ) hurðina beint í andlitið á sér, nánar tiltekið á efri vör.
Já hvernig ætli sú tilfinning sé?
Svar: Manni bregður óskaplega mikið. Hugsanir eins og ,, hvernig fór ég eigilega að þessu? – Klunni!’’ – og ,,ég ætla aldre að verða kýld’’
Skjótast eins og eldingar á yfirborðið. Svo grípur maður um munninn með báðum höndum, heldur í sér andanum og byrjar að ganga frá frystinum og um leið blotna augun án þess þó að maður sé í raun að gráta. Þegar maður hefur svo kjark til að taka hendurnar frá munninum er eins og litlir álfar með teygjubyssu séu sífellt að skjóta mann í vörina, vont er að tala og maður er enn svangur og pínir sig til að borða samloku en við hvern bita skjóta litlu álfarnir á mann. Næsta stig sársaukans er eins og einhver hafi sett þvottaklemmu á vörina, sársaukafullur þrýstingur.
Eftirköst: Maður kíkir í spegil og sér að maður er með ljótan dökkrauðan díl á vörinni sem lítur út eins og fruna, seinna fær hann svo fjólubláan blæ.
Já alveg frábært og maður sem hefur aldrei fengið frunsu fær nú gervifrunsu.
Meira en hálfum sólahring eftir höggið er maður enn dofinn.
Þessi ósköp gerðust fyrir mig á sunnudagskvöld. Ég vorkenndi mér rosalega, þó er ég nokkuð viss um að enginn annar myndi gera það.
Ég hef oft íhugað að prufa að æfa box. Ég er hætt við. Ef það er eins að vera kýldur í andlitið og að fá frystihurð í það þá þori ég því einfaldlega ekki.
Núna er komin miðvikudagur. Mér er enn illt í vörinni en er hætt að vorkenna mér. Ég vorkenni frekar Svanhvíti þar sem hún hlustaði á sjálfsvorkunina í mér í 2 daga, nánast án þess að kvarta yfir henni. Svona er hún góð vinkona.
miðvikudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Og ég sem ætlaði að fara að fagna því að ég fékk comment!
Þér er auðvitað velkomið að koma í innflutningsgalað. Erum ekki búnar að bjóða formlega í það, en hérna hefurðu formlegt boð í það. En það er dress-kód..kjólar og jakkaföt. En það ætti ekki að vera vandamál fyrir þig, ég veit þú átt fína kjóla.
Skrifa ummæli