Í dag er ég nú svo aldeilis hlessa. Í dag á að vera KVENNAfrídagurinn en þegar ég fór að fletta blöðunum í morgunn sá ég hversu mörg fyrirtæki og stofnanir miskilja þennan dag. Eru kannski bara karlmenn þar við stjórnvöllinn?? Sum fyrirtæki loka hjá sér kl 14 í dag og auglýsa með heilsíðuauglýsingu að þau séu að sýna samstöðu í verki og ætli þess vegna að loka! Ég er kannski bara svona treg en ég er ekki að fatta hvernig það er að sýna samstöðu í verki að loka fyrirtækjum. Er það ekki til að auðvelda karlmönnum lífið þennan eina dag sem konur yfirgefa vinnustaði sína?
Það væri hægt að segja í auglýsingunni: ,, Vegna þess hversu ómissandi konur eru á vinnustaðnum okkar þá verðum við því miður að loka fyrir alla starfsemi eftir klukkan 14´´.
Mér finnst nefnilega mjög mikilvægt þegar verið er að sýna samstöðu að koma því á framfæri afhverju er verið að loka og eru þau fyrirtæki sem það gera eða eins og fyrirtæki eitt í miðbænum gerði en það baðst afsökunar á hversu lélega þjónustu það myndi veita án kvennana í dag, í raun að sýna samstöðu, annað ekki.
Og hvaða árátta er þetta að nota Kvennafrídaginn í að auglýsa fyrirtækin sín. Það fer eitthvað rosalega í mínar fínustu!...:,,Við ætlum að sýna samstöðu og gefum öllum konunum sem hjá okkur starfa blómvönd í tilefni dagsins´´ Ohh hvað þetta er góð búð, gefa blóm! En afhverju ekki bara að gefa þau...afhverju að auglýsa það? Ég myndi allavegana frekar vilja vera með jafn há laun og næsti karlmannsstarfsmaður heldur en að fá einn skitinn blómvönd!
Það væri hægt að segja í auglýsingunni: ,, Vegna þess hversu ómissandi konur eru á vinnustaðnum okkar þá verðum við því miður að loka fyrir alla starfsemi eftir klukkan 14´´.
Mér finnst nefnilega mjög mikilvægt þegar verið er að sýna samstöðu að koma því á framfæri afhverju er verið að loka og eru þau fyrirtæki sem það gera eða eins og fyrirtæki eitt í miðbænum gerði en það baðst afsökunar á hversu lélega þjónustu það myndi veita án kvennana í dag, í raun að sýna samstöðu, annað ekki.
Og hvaða árátta er þetta að nota Kvennafrídaginn í að auglýsa fyrirtækin sín. Það fer eitthvað rosalega í mínar fínustu!...:,,Við ætlum að sýna samstöðu og gefum öllum konunum sem hjá okkur starfa blómvönd í tilefni dagsins´´ Ohh hvað þetta er góð búð, gefa blóm! En afhverju ekki bara að gefa þau...afhverju að auglýsa það? Ég myndi allavegana frekar vilja vera með jafn há laun og næsti karlmannsstarfsmaður heldur en að fá einn skitinn blómvönd!
Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki vel skrifuð færsla, ég ætla því að afsaka mig, Ég var að koma af næturvakt og var að drífa mig svo að ég gæti farið að sofa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli