Þá er ég komin heim frá Spáníá þar sem ég pissaði í fötu í viku...merkilegt. Ekki margir sem fara til Spánar og fara aftur í tíman, en það var bara spes...bara gaman að þessu.
En ég þurfti ekki að hanga á flugvellinum þar sem hann Biggi var svo yndislegur að keyra mig, fór meira að segja úr vinnuni til þess! Og svo var ég líka sótt! Heiða var svo góð að sækja mig. Yndislegt því ég hef ekkert alltof gaman af því að fara í rútur.
Þakka ykkur æðislega fyrir elskurnar!
Þá er Svan flutt inn. Stórfínt. Hún var tilbúin með nýbakaða köku handa mér er ég kom heim...yndislegt allveg. Við fórum svo í Rúmfó (sorrý Hlynur) og keypum okkur Djúsítepper, Míkrófíperpútsís og gardarínur sem snillingurinn ég setti sjálf upp! Tók mig reyndar 1 1/2 klst að hengja fyrstu upp því það voru engar leiðbeiningar og gallaðar skrúfur. En svo skellti ég mér bara í fína verkfærakassann minn og náði í skrúfur sem voru ekki úr hálfgerðu tini og hengdi þær svo glæsilega kolvitlaust upp. (átti ekki bor)laga þær bara seinna, virka í bili.
En nú búum við svo vel að eiga góðan (virkilega góðan) bar, fullan af áfengi og gardínur auk ofangreindra ómissandi Djúsítepper. Svo hérna er bara eintóm gleði með glas í hönd og kúrsness með Míkrófíberpútsís og Djúsítepper.
Ykkur er velkomið að kíkja í heimsókn. Ef þið viljið fá heimsóknarmeðmæli hafið þá samb. við Hlyn. Svo fær fólk líka lukkupakka heim með sér ef það er skemmtilegt.
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli