Ég er að fara til Spánar í dag. ÉG var að koma af næturvakt og ætla að reyna að vaka þar til í flugvélinni svo ég sofi bara alla leiðina. ÉG vona að það takist. Get samt sennilega ekki reddað mér fari upp á flugvöll svo ég þarf að taka flugrútuna og hanga í henni í klst og bíða svo uppá velli í 2 1/2 tíma! Asnalegt. Það er ekkert gaman að hanga upp á flugvelli og gera ekki neitt nema að horfa á alla klikkuðu Íslendingana sem eru að fríka út í fríhöfninni með öll sín krem, ilmvötn, geislaspilara og myndavélar af því allt er svo ,,ódýrt´´ í fríhöfninni.
Ég vona að ég fái far svo ég þurfi ekki að hanga þarna alein og yfirgefin í svo óralangan tíma.
En ég hlakka til að lenda í Barcelona og hitta familíuna mína, en það verður því miður ekki fyrr en seint í nótt því ég lendi ekki fyrr en um kl 00:30 og á þá eftir að koma mér til þeirra.
Jæja ég vona bara að þið hafið það gott á klakanum elskurnar mínar, ég er farin á stað þar sem hitastigið er nokkuð hærra en hér.
mánudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli