sunnudagur

Splendid!

Ég er nokkuð dugleg stúlka. Á fimmtudagskvöld horfði ég á Undankeppni Eurovisión í góðra vina hópi sem kom á heimili mitt með gleði í hjarta en fór sorgmætt heim. En nokkrar voru þó stúlkurnar sem skelltu sér á Riddarann og var ég ekki komin heim fyrr en kl 02:00 þá byrjaði ég að pakka niður ýmsu dóti því daginn eftir fór ég í vinnuna og svo beint vestur á Hellisand. Þar eyddi ég öllum deginum og vakti fram á nótt. Um morguninn vaknaði ég við að engillinn minn hún María ( www.maria-vidarsdottir.blogspot.com )kom uppí til mín. Svo lagði ég af stað í bæinn sem er næstum því 3 tíma akstur. Ég stoppaði í bænum ekki lengur en í 30 mín því ég fór í kaffiboð til Þorlákshafnar. Meiri akstur. Ég eyddi því deginum í gær í það að keyra og keyra meira.

Í gærkveldi fór ég svo í Eurovisión- kjólapartýi. Það var bara mjög gaman, þrátt fyrir það að hvorki Ísland né Pólland hafi náð að komast áfram en það eru löndin sem ég hélt með. Þessi lög og lag Noregs og Ungverjalands voru bestu lögin í keppninni að mínu mati en Evrópa er orðin klikkuð og örrugglega heyrnaskert. Pólskalagið var svo sungið allt kvöldið af mikilli innlifun. Skelltum okkur svo í Útskriftarveislu hjá Siggu vinkonu sem bauð upp á áfengi og pottrétti. Annan svo sterkan að fólk hefur örrugglega fengið góða drullu í morgunn.
Ég var edrú bæði Eurovisiókvöldin. Verð bara að koma því á framfæri.
Ég dag er glæsilegur dagur og ég er í fríi. Ég er að hugsa um að skella mér í sund í dag. Splendid!
Ef svo einhverjum langar að gera eitthvað skemmtilegt í dag endilega látið mig vita.
Chisinau!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Anna, rakast aðeins á þessa síðu þína fyrir hálfgerða slysni, en þegar ég kannaðist svona við nafnið og sá að þú skrifaðir að þú bjóst lengst af í breiðholtinu langaði mig bara að segja hæ.
P.s. ef þú værir með email þá mættiru gjarnan senda mér mail, þá get ég einnig sagt þér hver ég er.

Kveðja.
Rúnar P. R.
rpr@simnet.is

Nafnlaus sagði...

sko ef þú vilt að maður lesi bloggið þitt þá verðuru að blogga
Kveðja
Stella

Nafnlaus sagði...

já stefanía mín. ég skal gera það um leið og ég hef tíma. þannig er mál með vöxtum að það er alltaf erfitt að komast inn á bloggið mitt til að skrifa því súsanna setti upp þetta blogg mitt og gleymdi strax usernaminu og passwordinu. Síðan þá hefur alltaf tekið svo mikinn´tíma að komast til að skrifa því tetta tölvudrasl á erfitt með að samþykkja breytt username og password, sem ég þarf að breyta í hvert skipti. ;(

p.s. Þakka þér kærlega fyrir alla hjálpina um daginn í bílamálaveseninu!