laugardagur

Fjólubíll og skemmtiganga, blessuð sé minning hans.

Mér tókst enn einu sinni að skipta um password og komast inn á bloggdótið mitt. Gott er það.

Hvað gerði hún Anna Stella á fimmtudaginn? Jú hún keypti sér bíl! Hversu svakalegt er það! Já bíllinn minn gamli bilaði og ég skellti mér bara á nýjan. Það kemur því fólki sem hefur ferðast með mér í bílnum mínum varla á óvart að hann skildi bila og ég veit að það fólk sem er oft í bíl með mér fagnar nú ákaft. En ég verð að segja að mér þótti gamli bíllinn minn alveg ótrúlega góður vinur í 3 ár. Hann fór með mér út um allan bæ og kom mér til skóla og vinnu og hann fór meira að segja með mér nokkrum sinnum út á land. Hann hefur þjónað mér vel þessi gamli góði Ford. Blessuð sé minning hans.

Nýji bíllinn er annars svakaleg lúxus kerra fyrir mig. Í honum er t.d. bensínmælir sem virkar, aðvörunarljós sem virka, miðstöð sem virkar vel, rafmagn í rúðum, gott útvarp og síðast enn ekki síst Kasettutæki! Eigið þið nokkuð einhverjar góðar kasettur? Ég var nefnilega bara með skruðningsútvarp áður og svo er bíllinn líka fjólublár og flottur. Það fer nú enginn að gera grín að mér núna! mmmuuuuhahhahahaha!
Núna sit ég á Snæfellsnesinu og horfi út á Snæfellsjökul út um stóran stofugluggan. Í dag fór ég svo með systir minni henni elskulegu Svönu og Maríu litlu út á Djúpalónssand í góðan göngutúr. Mamma var búin að segja okkur frá einhverri svakalega fínni gönguleið sem átti að taka 1 klst. að ganga og við þyrftum þá 2 klst. því við þurftum að fara fram og til baka en svo komumst við að því að leiðin fram og til baka tekur 6 klst. það er aðeins of mikið labb enda vorum við líka með lítið barn með okkur. Við sátum svo í fjöruborðinu og horfðum á litla dordíngla synda í polli í einhverju glæsilegu bergi og hlustuðum á öldurnar skella sér á ströndina. Svo tíndi ég einnig 4 krossfiska sem höfðu þurkast í sólinni og einn flottan stein. Kvöldið endaði svo á grillmat úti á palli í kvöldsólinni með hvítvíni og bjór. Getur lífið verið eitthvað yndislegra?



Engin ummæli: