Ég bý í Engihjalla og það getur stundum verið einmannalegt. En nýlega fundum við Súsanna út hvað Engihjallingar gera sér til gamans þegar enginn nennir að heimsækja þá. Jú þeir skella sér á Riddaran sem er hverfisbarinn. Engihjallabarinn. En þangað skelltum við Súsanna sambýlingur okkur á mánudaginn var. Þessi yndislega stúlka var svo góð að bjóða mér í hvítvínsglas á þessum svakalega kósí, heimilislega bar. Þar sem allir þekktu alla nema okkur. Í framtíðinni mun ég stunda þennan stað óhrædd því þar eru engir rónar en ég hef verið hrædd um það í marga mánuði og farið mikils á mis.
Talandi um róna þá á ég vinkonu sem laðar að sér róna.´Allir rónarnir í Reykjavík virðast vera jafn hrifnir af henni en hún er skíthrædd við þá og hleypur oftast í burtu er þeir nálgast. Enda ekki skrítið þar sem að róni tosaði einu sinni í hárið á henni í Kolaportinu. Ég varð vitni að þeirri lífsreynlu hennar og greyið stúlkan varð skelfingulostin. (Þú veist hver þú ert elskan)
Núna er ég stödd ,,undir jökli'' ´hjá henni móður minni. Í friðsælli náttúruparadís að anda að mér ómenguðu lofti og er það nauðsynlegt að gera endrum og sinnum til að lifa af. Elsku systir mín er nú að koma heim í heimsókn á næstunni með elsku litlu dóttur sína, prinsessuna Maríu. En sú familia býr í Barcelona og er þær koma heim ætla ég að eyða miklum tíma í að skoða nesið með þeim og anda að mér enn meira fersku lofti og draga að mér orku úr jöklinum. Það er heilbrigt og ég er heilbrigð.
fimmtudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli