Í gær var matarklúbbur hjá mér. Já ég er kelling í matarklúbbi. Við vorum 3 ungar dömur sem stofnuðum þennan stórskemmtilega klúbb fyrir rúmlega ári síðan og síðan hafa bæst við 4 dömur í viðbót. Þetta er nefnilega ansi vinsællt. Einn vinur minn (kk) viðurkenndi meira að segja einu sinni fyrir mér að honum langaði mikið til að vera með í klúbbnum okkar en hann hefur ekki ennþá fengið inngöngu greyið. Í gær voru glæsilegar snittur í forrétt, fínasti salatbar með öllu í aðalrétt og gómsæt súkkulaði kaka í eftirrétt. Svo er auðvitað alltaf einhverjir skemmtilegir drykkir og í gær voru lífrænt ræktaðir ávaxtadrykkir og suðrænn og svalandi sumardrykkur. Ég hvet alla til að stofna svona klúbb því það er alltaf gott að fá sér 3 rétta máltíð og svo er þetta stórgóð afsökun fyrir áfengisdrykkju því þessi kvöld enda alltaf með partýi eða niðri í bæ.
Jæja ég mun vera internet laus í 4 daga núna. Ég er að fara í sumarbústað. Því miður er ég ekki nógu dugleg að fylgjast með veðurfréttunum svo ég veit ekkert hvort ég komi brún eða grá heim.
Hummm...ætli maður skelli sér ekki bara á hlaupabretti í dag.
sunnudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvaða vinur þinn vildi vera með?- Shoshana.
Alltaf hefur mig langað til að vera með í matarklúbbi! Það getur vel verið að ég hafi verið að minnast á þetta við Önnu Stellu enda matgæðingur mikill og stórræðis bakstursmaður!!! Þórður.
Skrifa ummæli