miðvikudagur

I feel it in my fingers I feel it in my toes..

Ég fór í bæinn um helgina til þess að dansa. Ég dansaði og dansaði og fór svo í göngutúr upp Laugaveginn. Á þeirri göngu mætti ég dreng sem lenti í ,,böggi’’ við einhvern gaur. Drengurinn sem var alsaklaus greyið var að skemmta sér og ýtti í góðu við vinkonu sinni sem var að ég held kærasta gaurs sem kallaður er Guli kallinn. Guli kallinn varð alveg óður og reyndi að fá drenginn til að slást við sig sem drengurinn tók auðvitað ekki í mál. Í svolitla stund stóðum við fyrir utan skemmtistað og fylgdumst með Gula kallinum sem gekk á alla og reyndi að fá þá til að slást við sig án áraangurs og þegar svo slagsmál voru í því að brjótast út þá hljóp hann í áttina að þeim til að vera með og hann þekkti ekki einu sinni fólkið. Ég á mjög erfitt með að skilja svona fólk. Hver vill fá högg í magann og glóðarauga? Mér þykir það allavegana ekki eftirsótt. Ætli ég færi ekki bara að grenja?! En Guli kallinn er skrítnari, hann nefnilega elti okkur, nema að það hafi verið gulir kallar út um allt. En það efast ég um. Ég var nefnilega edrú.

Eins og áður hefur komið fram þá bý ég í Engihjalla. Ég hef þó búið næstum alla mína ævi í Breiðholti. Í gegnum árin hefur Breiðholtið haft slæmt orð á sér og hef ég heyrt að fólk myndi aldrei búa þar vegna þess að það sé óöruggt. Ég man samt ekki eftir því að morð hafi verið framið í Breiðholtinu, gæti þó skjátlast um það. En í Hjallanum hafa orðið tvö morð á stuttum tíma! Það er nú spurning hversu öruggur maður er hérna. Maður ætti kannski að fá sér hengilása á útidyrahurðina og líma aftur svalahurðina. Smygla inn meisi og butterfly hnífum. Læra svo Tai kwon do og Tai chi eða hvað þetta nú allt saman heitir. Losa sig við allt eitur, garn eða önnur bönd, hreinsiefni og hnífa (nema auðvitað butterflyinn sem væri falinn undir koddanum) Einnig væri sniðugt að hafa alla innanstokksmuni úr gúmmí eða léttu plasti og minnka kraftinn úr vatnskrönum heimilisins. Og fyrir alla muni að eiga enga kveikjara eða eldspítur og heldur enga spegla eða annað gler. Einnig væri flott að eiga skothelt vesti og fara aldrei án þess út í bílinn sinn sem þyfti líka að vera skotheldur með góðri samlæsingu.
Já kannski væri maður þá öruggur. Ég ætla að byrja á þessum umbreytingum í næstu viku og ég vona að nágrannarnir mínir geri slíkt hið sama því ekki vil ég verða fyrir andlegu áfalli heldur, og mér þykir svo vænt um þá granna. Maður verður að hugsa vel um sig.

I feel it in my fingers I fell it in my toes.... Munið þið eftir þessu lagi. Alveg stórskemmtilegt! Ég vildi að ég ætti kasettu-upptöku af mér syngja þetta lag þegar ég var lítil og segja að ég væri svo fín!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmm já gulir menn út um allt! Anna Stella ef Fanney hefði verið þarna þá hefði ég bara látið hanan BYKKJA bílana í kring... þá hefði guli maðurinn róast niður og orðið hrædddur! En ég held að þú megir alveg vera óhrædd þarna í engihjallanum... held að tai kwon do og skothelt vexti sé bara peninga eyðsla... ;) Kv Biggi

Nafnlaus sagði...

Já Fanney hefði átt að vera þarna! Hahaha.
En ég vil ekki láta myrða mig eins og aðra Hjallinga! Ég mun leggjast í framkvæmdir á mánudag!

kvarkfox sagði...

Ég myndi kaupa mér dverg. Það eru allir skíthræddir við dverga. Ég myndi mála hann appelsínugulann og kenna honum foxtrott. Ég myndi allavega skíta á mig ef ég sæi appelsínugulann dverg með ray-ban sólgleraugu að dansa foxtrott. Svo myndi ég sjóða fullt af eggjum og búa til fullt af eggjasamlokum með miklu smjöri. Það eru allir skíthræddir við eggjasamlokur með miklu smjöri. Kannski er erfitt að finna dverg til sölu og kannski eru ekki til fjármunir og þá kannski ekki heldur til þess að kaupa fullt af eggjum og smjöri og brauði. Þá er annað ráð að setja nýjann miða á hurðina og dyrabjölluna og póstkassan: Hér búa Anna Stella, Súsanna og Nicolai. Það eru allir skíthræddir við Nicolai.

Annas, for your eyes only sagði...

Ég kom einu sinni heim til mín seint að kveldi og kveikti á sjónvarpinu. Við mér blasti hópur appelsínugulra dverga með stórar ´hvítar augabrúnir í hvítum búningum að dansa einhvern dans, þó ekki foxtrott. Ég get sagt ykkur það að ég varð skíthrædd. Átti meira að segja erfitt með svefn. Hverjum dettur það í hug að setja dansandi apperlsínugula dverga í sjónvarp?? Það er bara illa gert af fólki.