fimmtudagur

Ferðalag.

Haldið þið að draugar bíti mann í tærnar er maður situr á kamri vestur á Dröngum?
Haldið þið að maður verði ósýnilegur er maður er búinn að vera þar í viku?
Haldið þið að flugfiskar og sundfuglar trufli skipstjórann á leiðinni að Dröngum?
Haldið þið að maður komist aftur í framtíðina eftir dvöl þar í viku?

Ég er að fara út í rassgat í sumar með elskulegu fjölskyldunni minni. Þar er ekki sími. Þar er ekki klósett. Þar er ekkert nema við, eitt hús, draugar, kamar og fuglar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar er þessi staður sem er svo hlýr, svo órafjarri mér? Í óbyggð að vera með fuglagargi og draugagangi, eða hellisskúta að leynast í. Byron lávarður spyr.

Nafnlaus sagði...

Sá staður mun vera á Ströndum, næsti bær við Dranga vestur á fjörðum, þar sem jökull rís himin og sjórinn ólgar við dyrastafinn.

Nafnlaus sagði...

Hvað er sundfiskur? Hahaha
Kv. Sjúss.

Nafnlaus sagði...

sundfuglar og flugfiskar,
og flugfiskar og sundfuglar ef að sundfiskar væru ekki til þá væri allt öfugsnúið og einkennlegt flug væru sund og sund væri flug.