Ég fór í klippingu í dag. Klippti mig til að líkjast Spock meira og ég er mjög svo ánægð með hárið á mér.
Nú eru tvö próf búin, annað verklegt storkuberg- ekki svo mikið mál. Hitt munnlegt storkuberg-alger hryllingur. Við vorum látin draga einn miða með einu atriði sem við áttum að skýra frá fyrir framan 2 kennara. Ég hef sjaldan ef ekki aldrei svitnað svona mikið, var hreinlega að fara á taugum. Titraði og skalf og var sennilega eins og tómatur í framan. Ég dró utangarðsefni í kviku-heimurinn hrundi, ég var að vonast eftir því að ég fengi eitthvað magnað, æðislegt og skemmtilegt sem ég kynni að segja frá, bergraðir á íslandi, súrt berg, vatn og kvikuþróun eða makapouhou (veit ekki hvernig þetta er skrifað) tjörnin á Hawaii.
Ég skeit upp á bak. Slíkt hið sama gerðu reyndar margir aðrir enda skutu kennararnir á okkur allskonar spurningum og sumar skildum við ekki einu sinni. Ég vildi nú helst bara bráðna ofaní gólfið þegar annar kennarinn rétti mér lotukerfið og sagði mér að segja sér afhverju utangarðsefni væru utangarðs út frá lotukerfinu. Ég skalf svo að ég sá varla á lotukerfið og fann ekki efnin sem ég var að leita að. Sem betur fer fór annar kennarinn að tala eitthvað um berg á ítalíu og þá skellti hinn á mig spurningu sem var greinilega send af himnum. hann spurði mig afhverju að H2O væri aðalefni í andesfjöllum en ekki utangarðs eins og hér á landi. Ég ljómaði, loksins gat ég komið með skýrt svar við spurningu frá þeim og leit ekki út eins og fáviti. Ef ég næ þessu prófi þá er það sennilega allt þessari spurningu að þakka og kannski því að ég gat nefnt 2 algeng utangarðsefni á íslandi og sagt hvað yrði um þau.
Á föstudaginn er svo Almenn efnafræði 1. Hlakka ekki til.
Mánudagurinn sér svo um setlagafræðina og miðvikudagur steingervingafræði OG SVO ER ÞAÐ BJÓRINN!
Nú eru tvö próf búin, annað verklegt storkuberg- ekki svo mikið mál. Hitt munnlegt storkuberg-alger hryllingur. Við vorum látin draga einn miða með einu atriði sem við áttum að skýra frá fyrir framan 2 kennara. Ég hef sjaldan ef ekki aldrei svitnað svona mikið, var hreinlega að fara á taugum. Titraði og skalf og var sennilega eins og tómatur í framan. Ég dró utangarðsefni í kviku-heimurinn hrundi, ég var að vonast eftir því að ég fengi eitthvað magnað, æðislegt og skemmtilegt sem ég kynni að segja frá, bergraðir á íslandi, súrt berg, vatn og kvikuþróun eða makapouhou (veit ekki hvernig þetta er skrifað) tjörnin á Hawaii.
Ég skeit upp á bak. Slíkt hið sama gerðu reyndar margir aðrir enda skutu kennararnir á okkur allskonar spurningum og sumar skildum við ekki einu sinni. Ég vildi nú helst bara bráðna ofaní gólfið þegar annar kennarinn rétti mér lotukerfið og sagði mér að segja sér afhverju utangarðsefni væru utangarðs út frá lotukerfinu. Ég skalf svo að ég sá varla á lotukerfið og fann ekki efnin sem ég var að leita að. Sem betur fer fór annar kennarinn að tala eitthvað um berg á ítalíu og þá skellti hinn á mig spurningu sem var greinilega send af himnum. hann spurði mig afhverju að H2O væri aðalefni í andesfjöllum en ekki utangarðs eins og hér á landi. Ég ljómaði, loksins gat ég komið með skýrt svar við spurningu frá þeim og leit ekki út eins og fáviti. Ef ég næ þessu prófi þá er það sennilega allt þessari spurningu að þakka og kannski því að ég gat nefnt 2 algeng utangarðsefni á íslandi og sagt hvað yrði um þau.
Á föstudaginn er svo Almenn efnafræði 1. Hlakka ekki til.
Mánudagurinn sér svo um setlagafræðina og miðvikudagur steingervingafræði OG SVO ER ÞAÐ BJÓRINN!
3 ummæli:
Makaopuhi, esskan :P
Skýrslan og bjórinn, víst :p Haha, verður fróðlegt fyrir Áslaugu að lesa þessa skýrslu.
Bjóóóóóóóór :)
ekki spurning. það verður bjór + skýrslugerð.
við vitum allt um þetta og getum alveg drullað einni brillíant skýrslu út úr okkur með einn, tvo öllara í hönd. nema kannski þú marín. þú mátt bara fá í mesta lagi 1/2.
Skrifa ummæli