sunnudagur
Spáníá
Komin heim úr æðislegri ferð til Spánar. Við mamma heimsóttum systu, Viðar og Maríu og fórum svo öll upp í fjöll í um 2-3 klst frá Barcelona (við Pýreneafjöllin), leigðum okkur æðislega íbúð með arni á spænskum bæ og fórum á skíði og bretti, æðislegt útsýni og stutt í bjórinn.
María átti svo afmæli þegar ég var úti og héldum við æðislega veislu með svakalegum kræsingum. Alveg yndislegt.
Á heimleiðinni lentum við samt í svakalegum hremmingum þegar vélin okkar gat ekki lent á Stansted í London vegna óveðurs og flugmaðurinn reif vélina á fullu upp í loft aftur og tilkynnti okkur að hann gæti ekki lent á Stansted og þyrfti að reyna að lenda á Gatwick (hvernig sem þetta er nú skrifað), fólk var ælandi og vælandi og yfirflugfreyjan grét einnig, ég hinsvegar sat alveg stíf af hræðslu og verkjaði í alla vöðva (fékk meira að segja harðsperrur). Þegar við svo lentum var okkur komið fyrir í rútu sem átti að fara á Standsted og átti að taka 2 klst. En við vorum í rúma 7 klst í rútunni þar sem það var búið að loka 2 hraðbrautum og lestakerfið lá niðri vegna rafmagnsleysiss vegna óveðursins. Þegar við komum svo loksins á flugvöllinn þá vorum við löngu búin að missa af fluginu okkar heim og öll hótel í london uppbókuð! Fengum samt inn á mótel við þjóðveginn sem indæll leigubílstjóri reddaði okkur og komums heim með fyrsta flugi daginn eftir. Hef aldrei verið jafn ánægð með að komast heim til Íslands. hehe..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Anna Stella, ætlarðu aldrei að blogga kona? Fara að verða komnir margir mánuðir síðan síðast!
Fórstu í nörda-Árborgarpartýið? :D ég komst ekki en ég reyni að komast næst..
haha já ég fór! það var alger snilld. Þú verður að mæta næst!
það er ýkt langt síðan ég kom inná þessa síðu og það er enþá sama færslan verður nú að fara gera eitthvað í þessu!! hehe
hahahaha ég geri það bráðum!
er ekki með netið heima o so busy busy!
Skrifa ummæli