ÚBBALÚBBA. Nýjustu fréttirnar hjá okkur vinkonum í Kópavoginum eru þær að við ætlum að yfirgefa Kópavoginn! Ójá. við erum barasta búnar að finna okkur fínustu íbúð í 101 Rvk. Ætlum að gerast miðbæjarrottur, spara okkur leigubílapening um helgar, hjóla í skólann, kíkja í kaffi og sjónvarpsgláp hjá Helgu, röllta niður á tjörn og gefa öndunum brauð (þ.e.a.s. þegar við höfum efni á brauði) og auðvitað éta upp kaffihús bæjarins. Hmmm...já..Það er nýtt og spennandi líf framundan hjá okkur stöllum.
Við fengum þessa sniðugu hugmynd á mánudaginn í síðustu viku og vorum komnar með íbúð á föstudeginum. Miðað við það sem maður hefur heyrt: ,,hundrað manns um hverja íbúð í 101, ómannlegt verð o.s.frv,´´ þá bjóst ég við nokkurra mánaða leit en allt kom fyrir ekki og við flytjum laugadaginn 30. september. Svo hverjir þeir sem vilja aðstoða okkur við það endilega gefi sig fram. Það er nú komin góður hópur af skemmtilegu fólki sem ætlar að hjálpa okkur og það verður all-svakalegt flutninga-fjör. Auðvitað munum við bjóða uppá eitthvað gott að drekka, til að svala þorsta þreyttra ,,flytjara.´´
föstudagur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Því miður er ég með flutninga-fóbíu, annars myndi ég hjálpa ykkur. En svona án gríns þá get ég ekki lyft tómum kassa án þess að springa úr hlátri, einhverjir furðulegir hlutir gerast í kollinum á mér þegar ég þarf að flytja eða halda á hlutum.
ÓÓKEEI..
ISS. þú missir af heilmiklu fjöri. Flutningastuði í hámarki. Æ,Æ.
I'll be there baking muffins and pizza in the kitchen. And drinking some wine as well, perhaps.
Til hamingju með að fara að flytja! Ekkert eins gott og að búa í miðbænum, það stutt í allt. Hvert eruð þið að flytja? Verðum kannski nágrannar.
ha ha já kannski bara við erum að fara á Skúlagötu. Hvar býrð þú?
ég er game í fluttningar, e´n þú mannst nú kannksi samt eftir því hversu mikill aumingi ég er í því að lyfta hlutum.. samanber laugaland og fatahengi sem þú dast nánast með niður allan stigann:) en ég skal gera mitt besta og mæti að sjálfsögðu galvösku í teiti á eftir!
kv Ragnheiður
Alveg frábært Ragnheiður! En þú veist að æfingin skapar meistarann og þú hefur bara gott af æfingunni fyrir Laugaland næsta sumar. hehe
Hlakka til að sjá þig.
Þið gleymduð að kveðja geðsjúklinginn fyrir neðan ykkur. Hann situr einn eftir með sárt ennið.
haha gott á hann! þarf aldrei að hugsa um hann aftur!
EN já bloggleysi framundan enda erum við ekki komnar með símtengingu í nýju íbúðinni.
__________________________
Hey, hafiði séð Búbbana á stöð 2?
Skrifa ummæli