mánudagur

Kvennafrídagurinn

Í dag er ég nú svo aldeilis hlessa. Í dag á að vera KVENNAfrídagurinn en þegar ég fór að fletta blöðunum í morgunn sá ég hversu mörg fyrirtæki og stofnanir miskilja þennan dag. Eru kannski bara karlmenn þar við stjórnvöllinn?? Sum fyrirtæki loka hjá sér kl 14 í dag og auglýsa með heilsíðuauglýsingu að þau séu að sýna samstöðu í verki og ætli þess vegna að loka! Ég er kannski bara svona treg en ég er ekki að fatta hvernig það er að sýna samstöðu í verki að loka fyrirtækjum. Er það ekki til að auðvelda karlmönnum lífið þennan eina dag sem konur yfirgefa vinnustaði sína?
Það væri hægt að segja í auglýsingunni: ,, Vegna þess hversu ómissandi konur eru á vinnustaðnum okkar þá verðum við því miður að loka fyrir alla starfsemi eftir klukkan 14´´.
Mér finnst nefnilega mjög mikilvægt þegar verið er að sýna samstöðu að koma því á framfæri afhverju er verið að loka og eru þau fyrirtæki sem það gera eða eins og fyrirtæki eitt í miðbænum gerði en það baðst afsökunar á hversu lélega þjónustu það myndi veita án kvennana í dag, í raun að sýna samstöðu, annað ekki.
Og hvaða árátta er þetta að nota Kvennafrídaginn í að auglýsa fyrirtækin sín. Það fer eitthvað rosalega í mínar fínustu!...:,,Við ætlum að sýna samstöðu og gefum öllum konunum sem hjá okkur starfa blómvönd í tilefni dagsins´´ Ohh hvað þetta er góð búð, gefa blóm! En afhverju ekki bara að gefa þau...afhverju að auglýsa það? Ég myndi allavegana frekar vilja vera með jafn há laun og næsti karlmannsstarfsmaður heldur en að fá einn skitinn blómvönd!


Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessi færsla sé ekki vel skrifuð og ætla ég að afsaka mig. 'EG var að koma af næturvakt og því vansofin og var hreinlega bara að drífa mig að skrifa.

Kvennafrídagurinn

Í dag er ég nú svo aldeilis hlessa. Í dag á að vera KVENNAfrídagurinn en þegar ég fór að fletta blöðunum í morgunn sá ég hversu mörg fyrirtæki og stofnanir miskilja þennan dag. Eru kannski bara karlmenn þar við stjórnvöllinn?? Sum fyrirtæki loka hjá sér kl 14 í dag og auglýsa með heilsíðuauglýsingu að þau séu að sýna samstöðu í verki og ætli þess vegna að loka! Ég er kannski bara svona treg en ég er ekki að fatta hvernig það er að sýna samstöðu í verki að loka fyrirtækjum. Er það ekki til að auðvelda karlmönnum lífið þennan eina dag sem konur yfirgefa vinnustaði sína?
Það væri hægt að segja í auglýsingunni: ,, Vegna þess hversu ómissandi konur eru á vinnustaðnum okkar þá verðum við því miður að loka fyrir alla starfsemi eftir klukkan 14´´.
Mér finnst nefnilega mjög mikilvægt þegar verið er að sýna samstöðu að koma því á framfæri afhverju er verið að loka og eru þau fyrirtæki sem það gera eða eins og fyrirtæki eitt í miðbænum gerði en það baðst afsökunar á hversu lélega þjónustu það myndi veita án kvennana í dag, í raun að sýna samstöðu, annað ekki.
Og hvaða árátta er þetta að nota Kvennafrídaginn í að auglýsa fyrirtækin sín. Það fer eitthvað rosalega í mínar fínustu!...:,,Við ætlum að sýna samstöðu og gefum öllum konunum sem hjá okkur starfa blómvönd í tilefni dagsins´´ Ohh hvað þetta er góð búð, gefa blóm! En afhverju ekki bara að gefa þau...afhverju að auglýsa það? Ég myndi allavegana frekar vilja vera með jafn há laun og næsti karlmannsstarfsmaður heldur en að fá einn skitinn blómvönd!
Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta sé ekki vel skrifuð færsla, ég ætla því að afsaka mig, Ég var að koma af næturvakt og var að drífa mig svo að ég gæti farið að sofa.

laugardagur

Ariel power.

Ég var að uppgötva Ariel þvottaefnið. Ég hef alltaf keypt Neutral en það kemur engin þvottaefnalykt af því. Ég elska þvottaefnalykt. Núna angar herbergið mitt af Ariel ferskleykalykt og mér finnst gott að fara að sofa á kvöldin/morgnanna í Arielangandi rúmfötum og klæða mig svo í Ariel angandi föt, ég hef nú formlega skipt um þvottefni.


Mig langar í sumarbústað. Er ég ein um það?

fimmtudagur

O.M.G.

God ég var að uppgötva dolítið hryllilegt áðan. :( O.M.G. Þið vitið, skiljiði, að þegar ég var að horfa á Ástarfleygið, sem að ég átti að fara í, var boðuð í viðtal og soleiðis, áðan þá fattaði ég að ég hefði aldrei gert neitt flippað (alvöru flippað) ég er 21 árs og pretty safe, var að telja upp alskonar fyrir svanhvíti en ekkert telst sem flippað. Ég var að horfa á House áðan því dr.House er svo sexí :), sérstaklega þegar hann talar með breskum hreim! O.M.G. ég er svo mikil stelpa!

P.s. ég elska fyrirmynd mína að þessari færslu. Þú veist hver þú ert, þú ert æðisleg manneskja...kossar og knús. :)

miðvikudagur

Ertu með frunsu?

Hvernig tilfinning ætli það sé þegar maður ætlar að opna frystinn til að ath. Hvað sé til því maður er afskaplega hungraður en í staðinn fyrir saklaust stutt innlit í kuldakassann fyrir ofan hinn eiginlega ísskáp opnar maður með krafti ( og kannski svolítilli græðgi ) hurðina beint í andlitið á sér, nánar tiltekið á efri vör.

Já hvernig ætli sú tilfinning sé?
Svar: Manni bregður óskaplega mikið. Hugsanir eins og ,, hvernig fór ég eigilega að þessu? – Klunni!’’ – og ,,ég ætla aldre að verða kýld’’
Skjótast eins og eldingar á yfirborðið. Svo grípur maður um munninn með báðum höndum, heldur í sér andanum og byrjar að ganga frá frystinum og um leið blotna augun án þess þó að maður sé í raun að gráta. Þegar maður hefur svo kjark til að taka hendurnar frá munninum er eins og litlir álfar með teygjubyssu séu sífellt að skjóta mann í vörina, vont er að tala og maður er enn svangur og pínir sig til að borða samloku en við hvern bita skjóta litlu álfarnir á mann. Næsta stig sársaukans er eins og einhver hafi sett þvottaklemmu á vörina, sársaukafullur þrýstingur.

Eftirköst: Maður kíkir í spegil og sér að maður er með ljótan dökkrauðan díl á vörinni sem lítur út eins og fruna, seinna fær hann svo fjólubláan blæ.
Já alveg frábært og maður sem hefur aldrei fengið frunsu fær nú gervifrunsu.
Meira en hálfum sólahring eftir höggið er maður enn dofinn.


Þessi ósköp gerðust fyrir mig á sunnudagskvöld. Ég vorkenndi mér rosalega, þó er ég nokkuð viss um að enginn annar myndi gera það.
Ég hef oft íhugað að prufa að æfa box. Ég er hætt við. Ef það er eins að vera kýldur í andlitið og að fá frystihurð í það þá þori ég því einfaldlega ekki.

Núna er komin miðvikudagur. Mér er enn illt í vörinni en er hætt að vorkenna mér. Ég vorkenni frekar Svanhvíti þar sem hún hlustaði á sjálfsvorkunina í mér í 2 daga, nánast án þess að kvarta yfir henni. Svona er hún góð vinkona.

föstudagur

DO NOT SVALLÓ!

Þá er ég komin heim frá Spáníá þar sem ég pissaði í fötu í viku...merkilegt. Ekki margir sem fara til Spánar og fara aftur í tíman, en það var bara spes...bara gaman að þessu.
En ég þurfti ekki að hanga á flugvellinum þar sem hann Biggi var svo yndislegur að keyra mig, fór meira að segja úr vinnuni til þess! Og svo var ég líka sótt! Heiða var svo góð að sækja mig. Yndislegt því ég hef ekkert alltof gaman af því að fara í rútur.
Þakka ykkur æðislega fyrir elskurnar!

Þá er Svan flutt inn. Stórfínt. Hún var tilbúin með nýbakaða köku handa mér er ég kom heim...yndislegt allveg. Við fórum svo í Rúmfó (sorrý Hlynur) og keypum okkur Djúsítepper, Míkrófíperpútsís og gardarínur sem snillingurinn ég setti sjálf upp! Tók mig reyndar 1 1/2 klst að hengja fyrstu upp því það voru engar leiðbeiningar og gallaðar skrúfur. En svo skellti ég mér bara í fína verkfærakassann minn og náði í skrúfur sem voru ekki úr hálfgerðu tini og hengdi þær svo glæsilega kolvitlaust upp. (átti ekki bor)laga þær bara seinna, virka í bili.
En nú búum við svo vel að eiga góðan (virkilega góðan) bar, fullan af áfengi og gardínur auk ofangreindra ómissandi Djúsítepper. Svo hérna er bara eintóm gleði með glas í hönd og kúrsness með Míkrófíberpútsís og Djúsítepper.

Ykkur er velkomið að kíkja í heimsókn. Ef þið viljið fá heimsóknarmeðmæli hafið þá samb. við Hlyn. Svo fær fólk líka lukkupakka heim með sér ef það er skemmtilegt.

mánudagur

Spáníá!

Ég er að fara til Spánar í dag. ÉG var að koma af næturvakt og ætla að reyna að vaka þar til í flugvélinni svo ég sofi bara alla leiðina. ÉG vona að það takist. Get samt sennilega ekki reddað mér fari upp á flugvöll svo ég þarf að taka flugrútuna og hanga í henni í klst og bíða svo uppá velli í 2 1/2 tíma! Asnalegt. Það er ekkert gaman að hanga upp á flugvelli og gera ekki neitt nema að horfa á alla klikkuðu Íslendingana sem eru að fríka út í fríhöfninni með öll sín krem, ilmvötn, geislaspilara og myndavélar af því allt er svo ,,ódýrt´´ í fríhöfninni.
Ég vona að ég fái far svo ég þurfi ekki að hanga þarna alein og yfirgefin í svo óralangan tíma.
En ég hlakka til að lenda í Barcelona og hitta familíuna mína, en það verður því miður ekki fyrr en seint í nótt því ég lendi ekki fyrr en um kl 00:30 og á þá eftir að koma mér til þeirra.

Jæja ég vona bara að þið hafið það gott á klakanum elskurnar mínar, ég er farin á stað þar sem hitastigið er nokkuð hærra en hér.