fimmtudagur

Mr.Bishop?

Nú er ég byrjuð í skólanum. Hef reyndar aðeins mætt í 1 tíma því ég er á næturvöktum þessa vikuna. Ég hef hingað til aðeins sofið að meðaltali 4 1/2 tíma á sólahring og er ógeðslega þreytt. Það er bara svo mikið að gera að ég hef engan tíma til að sofa. Ég var að koma af næturvakt um daginn og stoppaði á rauðu ljósi og eins og svo oft lítur maður til hliðar til að skoða fólkið í bílnum við hliðiná sér. Mér brá þá nokkuð í brún því ég hélt ég hefði séð Harold í nágrönnum á gömlum bíl á Nýbílaveginum. Maðurinn hefur haldið að ég væri eitthvað skrítin því ég stóð mig að því að stara á hann. Ég er ekki vön að stara á fólk. En eftir að vera búin glápa svolitla stund á gamla manninn komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki Harold. Ég hugsaði þá hvort ég ætti að segja manninum að hann gæti kannski verið aukaleikari fyrir Harold en þá kom grænt ljós og við rukum af stað.
Ég fór í Griffil um daginn og ætlaði að kaupa mér skrúfblýant og varð nokkuð hneygsluð á verðinu á þeim. Flestir kostuðu um 400-600 kr en einn kostaði 849 kr. Mér fannst þeir allir líta eins út. Ég fann svo einn sem kostaði 119 kr og er þetta fínasti blýantur. Ég hefði sem sagt geta keypt 7, 13 blýanta af þeirri tegund sem ég keypti fyrir 1 af dýrustu tegund.
Ég er búin að prófa blýantinn og er hann alveg mjög góður. Látið því ekki blekkjast...ekki hugsa: ,,þessi skrúfblýantur er svona dýr hann hlýtur þá að vera lang lang bestur´´ það er bara rugl.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var einu sinni stödd í Mjóddinni og sá þá karl sem minnti mig geðveikt á Karl í Neighbours. Haha.
Sjossa. (Súsanna)

Nafnlaus sagði...

Karl er eitthvað svo ógeðfeldur sérstaklega eftir að hann fór að grugga í mun yngri konu þ.e.a.s. Isabell.